2. Möguleg lausn á fíknefnavandanum

Gaman væri að vita hvort þessi hugmynd er original:

Ríkið flytji inn til landsins fíkniefni í hæsta gæðaflokki og dreifi þeim ókeypis til notkunar á þar til gerðum stofum þar sem innbyrða má fíkniefnin undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna.

Á sama stað væri uppi áróður um skaðsemi fíkniefna, og leiðir til að losna undan fíkninni. Einnig væri hægt að fá þar mat og húsaskjól. Þeir sem kærðu sig um gætu hangið þar í lyfjamóki eins lengi og þeir endast.

Samtímis væru hert viðurlög við því að hafa fíkniefni í fórum sínum utan þessara afmörkuðu neyslustaða, og sömuleiðis viðurlög við innflutningi, samfara snörpu löggæsluátaki.

Af þessu hlýst:

a) Þar sem hægt er að nálgast hágæða fíkniefni ókeypis hjá hinu opinbera hríðlækkar markaðsverð á fíkniefnum. Innflytjendur fíkniefna sjá sér ekki lengur fjárhagslegan hag af að storka þeirri refsihættu sem fylgir innflutningi fíkniefnanna og sölu. Fíkniefnasalar hætta að "markaðssetja" vöru sína, og þar af leiðandi dregur allverulega úr nýliðun fíkniefnaneytenda. Þetta leiðir á endanum til þess að erfitt verður að nálgast fíkniefni annarsstaðar en hjá fíknefnasjoppum ríkisins.

b) Þeir sem eru háðir fíkniefnum þurfa ekki að stunda glæpi eða vændi til að fjármagna neyslu sína og auka þar af leiðandi ekki á vanda samfélagisns. Ættingjar þeirra og aðstandendur kunna líka að vera rólegri vitandi af fíklunum undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna í öruggu húsaskjóli.

 Að auki:

c) Þessir staðir yrðu hæfilega áberandi til að vera fráhverfandi. Fólk myndi tengja saman fíkniefnaneyslu og auman lífsstíl þeirra sem sækja í fíkniefnin á þessum stofnunum.

d) Um leið og einstaklingur í sukki fær nóg, og vill leita sér hjálpar er hjálpin til staðar í þessum eiturlyfjasjoppum.

e) Hægt væri að fylgjast með heilsu fíklanna, t.d. skima eftir HIV og lifrarbólgu, og veita þeim ráðgjöf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef lengi reynt að tala fyrir daufum eyrum um einhverjar lausnir á þessum fíkniefnadjöfli.  Og þessar tillögur eru þær bestu sem ég hef heyrt lengi.  Og þær myndu leysa margan vanda.  Við erum komin í óefni varðandi þessi mál. Og bara hið besta mál að ræða þau á öðrum forsendum. Takk fyrir þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband