9. Góður dómur. Misvitrir Moggabloggarar

Eins og alltaf gerist þegar Mbl.is flytur fréttir af nauðgunarmálum streyma inn athugasemdir frá refsiþyrstum Moggabloggurunum sem sjaldan eða aldrei hafa fyrir því að kynna sér málin áður en þeir byrja að gaspra.

Reyndar var fréttin fyrst birt hálfskrifuð, en síðar bætt við upplýsingum um rökstuðning dómsins og lýsingu á málsatvikum. Þá munar vefratvísum ekki um að fara á heimasíðu héraðsdóms Reykjavíkur og lesa dóminn ítarlega áður en þeir kveða sjálfir upp úrskurð um sekt eða sakleysi.

Kemur í ljós að framburður stúlkunnar var á óljós og á reiki, framburður strákanna fjögurra, sem sjálfir voru á aldrinum 15 til 17 ára, sér samkvæmur og skýr. Er hreinlega of margt við þetta mál sem bendir til að ekki hafi verið um nauðgun að ræða, stúlkan hafi m.a. hafst við í íbúðinni morguninn eftir, og farið með einum ákærðra í verslun.

Hún virðist sjálfviljug hafa neytt áfengis og fíkniefna í veislunni, og undir áhrifum þeirra sóst eftir kynlífi hjá unglingspiltunum sem sjálfir eru svo ungir að ekki er hægt að ætlast til af þeim að þeir bregðist öðruvísi við en að þiggja boðið, enda sjálfir ölvaðir og undir áhrifum efna.

Hitt er svo annað mál að þessi upplifun hefur örugglega fengið á stúlkuna, og ekki skrítið. En hún var ekki beitt ranglæti, heldur gerði sjálf þau mistök að sænga hjá stráknum. Ég yrði sjálfur á allstórum bömmer eftir að hafa gert svona lagað í áfengis- og pillumóki, og væri vís til að vilja kenna öðrum en sjálfum mér um.

En alltént, moggabloggararnir skeyta ekki um málavöxtu. Þeir sem grunaðir erum um nauðgun virðast ekki eiga að njóta neinna réttinda eða vafa.

Nógu svakalegt hlutskipti er það þó í dómhörðu siðapostula dvergsamfélagi eins og Íslandi að vera sakaður um nauðgun, jafnvel þó að dómstólar lýsi á endanum yfir sýknu.

Og gömlu tuggurnar eru endurteknar: karlarnir alltaf að kúga konurnar, karlægt réttarkerfi og karlægur reynsluheimur gefur út veiðileyfi á saklausar ungar stúlkur og svo framvegis.

Síðan reynist dómurinn, sem er vandaður og ítarlegur, kveðinn upp af tveimur konum og einum karli.

Þeir sem þykja sýknudómar í nauðgunarmálum fullalgengir ættu ekki að skamma réttarkerfið eða lagasetningarvaldið. Dómsheimildir í nauðgunarmálum eru þegar meira en nógu víðar til að knýja fram sekt. Víðari heimildir myndu aðeins skerða mannréttindi sakaðra manna. Það gersit vitaskuld að sekir menn sleppa við refsingu eins og kerfið er nú, en það er betra að leyfa 1000 sekum mönnum að ganga frjálsir, en að refsa einum saklausum.

Ef refsiglaðir og hneykslaðir Moggabloggararnir vilja eitthvað læra af þessu máli, þá ætti það helst að vera að kenna ungum stúlkum, og strákum, hvernig á að bregðast við ef þeim er nauðgað. Rétt viðbrögð geta skipt öllu þegar sanna á sekt fyrir dómstólum.


mbl.is Fjórir piltar sýknaðir af ákæru fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætu bloggarar.Ég get ekki  annað en verið sátt með dóm sem þennan. Sjálf er ég móðir pilts sem var ranglega sakaður um nauðgun, en ríkissaksóknari sá ekki ástæðu til að fara með málið til dómstólanna. Sama gerðist hjá syni mínum og þessum piltum, samræði samþykkt hjá alltof ungri stúlku, en bæði voru þau undir 18 ára á þessum tíma en eldri en 14. Stúlkan dvaldi hjá syni mínum í tvær klst eftir að meint brot hafði átt að eiga sér stað og hann ók henni heim eftir meintan atburð. Reynt var að gera drykkju sem orsök fyrir sljóum hugsunargangi stúlkunnar sem mundi eitt en ekki annað, sem gerir frásögn ótrúverðuga. Málefni af þessum toga þurfa að líta dagsins ljós þvi ég get sagt ykkur að eftir þessa reynslu mína,  að líf meints ,,nauðgara" og fjölskyldu hans er einfaldlega lagt í rúst á meðan málið er til rannsóknar. Drengir sem lenda í svona ákæru eiga einnig erfitt uppdráttar þegar búið er að sverta mannorð þeirra. Aðstoð frá hinu opinbera er ekki til staðar fyrir ,,meinta nauðgara" og þar bregst kerfið fórnarlambi. Hitt er svo annað mál hvað er svona ung stúlka að gera úti á slíku djammi eins og hún segir sjálf frá í dómnum, hvar liggur ábyrgð foreldra í slíkum málum ?  Og ekki bara þessi stúlka heldur börn á þessum aldri almennt.Af skiljanlegum ástæðum vil ég ekki koma fram undir nafni, og vona ég að lesendur virði það.

Ónefnd (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 18:48

2 identicon

Þú skrifar: "Síðan reynist dómurinn, sem er vandaður og ítarlegur, kveðinn upp af tveimur konum og einum karli."

Nú? Er þetta allt í einu réttlætanlegt þar sem tvær konur voru með í að kveða upp dóminn? Þú ert nú meiri grallarinn. Þetta þýðir bara að tvær konur voru með í því að fylgja lögum og reglu landsins.

En það þýðir ekki að lögin eru réttlát eða hafa skilað réttlæti í þessu máli. 

 Hvað læra strákarnir á þessu? Jú, það er allt í lagi að fá sér einn, eins og maður vill, ef stelpan er bara nógu haugafull eða uppdópuð svo að hún geti ekki mótmælt.

Davíð (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 18:59

3 identicon

"Hvað læra strákarnir á þessu? Jú, það er allt í lagi að fá sér einn, eins og maður vill, ef stelpan er bara nógu haugafull eða uppdópuð svo að hún geti ekki mótmælt."

En ef að strákarnir voru haugafullir eða uppdópaðir? Voru hún að nauðga þeim líka?

Svona viðhorf er ekkert annað en kynjamisrétti. 

Geiri (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 19:41

4 identicon

"En ef að strákarnir voru haugafullir eða uppdópaðir?"

Hér fyrir ofan stendur: "Kemur í ljós að framburður stúlkunnar var á óljós og á reiki, framburður strákanna fjögurra, sem sjálfir voru á aldrinum 15 til 17 ára, sér samkvæmur og skýr"

Hverær ætlið þið að ákveða ykkur? Voru strákarnir haugafullir/uppdópaðir eða sjálfum sér samkvæmir og skýrir? 

Bara að liðið vara haugafullt og/eða uppdópað (og þá meina ég einnig stelpan) og á þessum aldri ætti að gefa einvherskonar viðbrögð hjá fólki og ekki bara að þetta sé "þrælréttur dómur" eða "allrangur dómur" eins og mér sýnist flestir flokka sig eftir.

Að farið hafi verið eftir lögum og reglu efa ég ekki. Það sem mætti hugsa sér er að spurja hvort að þetta séu rétt lög og regla? Er það talið eðlilegt að slík uppákoma eins og í þessu dæmi? Haugafullt og uppdópað lið á þessum aldri? Er það eðlilegt og/eða löglegt? Er það talið eðlilegt að 14 ára stelpa stundi kynlíf með fjórum aðilum í röð og stundum tveimur í einu þegar hún hefur varla geta sagt já eða nei?  Geta íslensk lög sagt af eða á um það hvort að 14 ára stelpa hafi þroska til að stunda slíkt án þess að hljóta mein af seinna?

Þetta mál er hörmulegt frá upphafi til enda óháð frá hvaða hlið málið er litið og mér finnst skrítið að enginn virðist taka það fram. Allir eru svo uppteknir við að mótmæla dómnum harðlega eða lýsa því yfir að ef Íslensk lög segja það þá hefur ekkert slæmt skeð. Það er það sem mér finnst sorglegast.

Davíð (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 20:11

5 Smámynd: Promotor Fidei

Nú? Er þetta allt í einu réttlætanlegt þar sem tvær konur voru með í að kveða upp dóminn? Þú ert nú meiri grallarinn. Þetta þýðir bara að tvær konur voru með í því að fylgja lögum og reglu landsins.

En það þýðir ekki að lögin eru réttlát eða hafa skilað réttlæti í þessu máli. 

 Hvað læra strákarnir á þessu? Jú, það er allt í lagi að fá sér einn, eins og maður vill, ef stelpan er bara nógu haugafull eða uppdópuð svo að hún geti ekki mótmælt.

-Segir Davíð. Ég nefni að dómurinn var að tveimur-þriðju skipaður konum og dæmdi eftir lögum þar sem rösklega þriðjungur þingmanna eru konur. Sá tónn heyrist oft í umræðunni um nauðgunardóma að um einhverskonar samsæri karlkynsins sé að ræða.

Kerfið er ekki gallalaust, og með nauðganir eins og aðra glæpi gerist það að sekir menn komast undan refsingu. En ekkert kerfi er gallað, og það er þá illu skárra að búa við kerfi þar sem sekir menn sleppa stundum, en kerfi þar sem saklausir menn eru ranglega dæmdir.

Mér sýnist núgildandi löggjöf og dómaframkvæmd í fínu lagi, og ekkert að græða á víðari dómsheimildum og strangari refsiheimildum.

"Hvað læra strákarnir á þessu?", spyr Davíð. Þeir læra kannski að það þarf að fara varlega, jafnvel þegar skýr vilji virðsit fyrir samræðum af allra hálfu.

Stelpurnar læra kannski að fara varlega, að þær geti gert hluti sem þær sjá eftir  eða lent í erfiðri aðstöðu ef þær drekka og dópa í vafasömum félagsskap. Þær læra vonandi líka að skilja hvað reynir á í nauðgunardómum, og bregðast rétt og hratt við ef á þeim er brotið.

En ef að strákarnir voru haugafullir eða uppdópaðir? Voru (sic) hún að nauðga þeim líka?

Segir Geir með áhugaverðu innskoti, "Svona viðhorf er ekkert annað en kynjamisrétti". Það er nefnilega merkilegt hvað sjaldan er litið til mögulegrar sötðu karlmanna sem fórnarlömb í nauðgunarmálum, þó slíkt myndi seint eiga við í þessu tilfelli. Reyndar kannast ég aðeins við eitt tilfelli hér á landi þar sem maður leitaði aðstoðar vegna nauðgunar konu, en í Íslensku samfélagi virðast nauðganir kvenna iðulega aðhlátursefni.

Einnig fjallar umræðan næstum aldrei um stöðu karlmanna sem er nauðgað af öðrum karlmönnum. Mig grunar að sá hópur sé stærri en margan gruni, en eigi erfiðara en nokkur að leita sér aðstoðar.

Hverær ætlið þið að ákveða ykkur? Voru strákarnir haugafullir/uppdópaðir eða sjálfum sér samkvæmir og skýrir? 

Segir Davíð. Ljóst má þykja af dómnum að drengirnir voru örugglega nógu fullir/dópaðir til að vera með sljóvgaða dómgreind. Þeir geta samt sagt skýrt frá, en stúlkan ekki, svo miklu munar. Hegðun hennar eftir atvikið bendir líka ekki til mikils áfalls eða ótta.

Það er auðvitað áhyggjuefni út af fyrir sig hvað ungingahópurinn var að stunda, það er ekki von á góðu þegar gengi af táningum drekkur og dópar, og það að því er virðist alveg vörslulaust, og vissulega  málið sorglegt alltsaman. Eftir sem áður er ekki að sjá að drengirnir hafi gerst sekir um nokkuð brotlegt við lög, þó þeir séu kannski gerst brotlegir við siðferðiskennd sumra. Það er reginmunur þar á.

Promotor Fidei, 5.6.2007 kl. 22:25

6 identicon

Já, enn virðist það vera svo að ÞAÐ VAR HENNI AÐ KENNA. Hvað var fíflið að druslast um dauðdrukkinn og hálfklædd ( hún keypti sko landann sjálf, eh!)nema bara til að bjóða uppá það. Ég meina strákar eru nú alltaf strákar með tittlinginn úti hvar sem er og eðliegt að þeir troði honum þar sem best lætur í hálfrænulausar gellur sem eru bara til þess að nota. Ég meina hún var búinn að kláða sig úr MAR!! So what þó hún hafi verið útúr heiminum, bara betra, þá getum við allir riðið'enni MAR, ha gegt kúl MAR. Er ekki í lagi með ykkur vonandi fullorðið fólkið? Það er í lögum að ekki megi notfæra sér annarlegt ástand manneskju sem getur ekki vörn sér veitt.  og aðeins meira----------------------------------------------------------------------------------------------

Bíðið bara þar til ykkar börn lenda í þessu og talið svo um að strákarnir hafi hafi nú kannski verið ósiðlegir en ekki brotið lög....Í þessu máli eru 3 á móti 1 sem man greinilega ekki hvað gerðist. Hvað sem stúlkan var gömul þá hefði maður haldið að hún þyrfti í það minnsta að hafa rænu til að vita hvað er í gangi og geta sagt já eða nei.  Ég spyr hinsvegar hverskonar karlmenn eru þetta strákar? Hverskonar strákar sulla í jukkinu úr vinum sínum í rænulausu barni? Hvenær hefur þetta talist annað en nauðung? Nema að þið haldið að 14 ára stúlkubörnum sé eðlilegt að vera í annarlegu ástandi innan um ofurefli 3 stráka og vilji bara láta þá alla taka sig af því að hún er með svo mikilli meðvitund? -----------------------------------------------------------------------

Eða hljómar þetta pínulítíð eins og lótítuklámmynd kannski, svolítið spennó fyri afdala miðaldra perverta? The Dirty Dozen do Rimaskóli????Skammist ykkar!!!!! Hverskonar strákar eru þetta? Hver ól þá upp? Í hvaða skóla gegnu þeir? Hvernig feður eiga þessir strákar? Hvernig mæður eiga þeir? Hvernig karlmenn eru þetta? Kannast einhver við svona viðbjóð? Á einhver svona syni? Svona bræður? Svona ömmubörn? Hvað kom fyrir í íslensku þjóðfélagi? Svona fer klámvæðinginn með ykkur strákar. Þið verjið svona háttsemi

Gústa (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 01:49

7 identicon

"Ljóst má þykja af dómnum að drengirnir voru örugglega nógu fullir/dópaðir til að vera með sljóvgaða dómgreind. Þeir geta samt sagt skýrt frá, en stúlkan ekki, svo miklu munar."

Mér finnst eins og því meira sem þú reynir að útskýra og réttlæta dóminn, þá grefur þú bara dýpri gröf. Voru örugglega nógu fullir/dópaðir en samt sem áður skýrir? Er þetta það sem dómurinn byggir á? Jújú, stelpan var í enn verra standi þannig að þá er þetta OK?  

"Hegðun hennar eftir atvikið bendir líka ekki til mikils áfalls eða ótta."

 Og þú ert sálfræðingur? Hefur þú heyrt um "Post Traumatic Stress"? Nú held ég að þú ættir að leggja þetta niður áður en gröfin þín verður dýpri. 

Gústa kemur með mikilvæg skilaboð: Viljið þið búa í þjóðfélagi þar sem slíkt viðgengst? Bera ekki foreldrar ábyrgð á börnum sínum? Sjálfur bý ég erlendis þar sem álíka umræða (og lög og lagabreytingar) hafa átt sér stað þannig að ég hef séð þetta áður og ég held að ég viti í hvert þetta stefnir ef mark má taka af öðrum þjóðfélögum sem ég hef reynslu af.  

"Eftir sem áður er ekki að sjá að drengirnir hafi gerst sekir um nokkuð brotlegt við lög, þó þeir séu kannski gerst brotlegir við siðferðiskennd sumra. Það er reginmunur þar á."

Jú og ég segi og ég hef sagt áður að lögin eins og þau eru í dag heima á Íslandi hafa ekki verið brotin samkvæmt dómnum. Spurningin er hvort að einvher breyting ætti ekki að vera þar á? Þú segir að þetta sé "sorglegt alltsaman" en jafnvel þú ættir að geta viðurkennt að þetta er ekki eðlileg hegðun fyrir þennan aldurshóp, ekki satt? Heimurinn er að breytast með miklum hraða sem gerir að mikið af þeim lögum og reglu sem áður voru sett til að vernda þegna landsins standast ekki máttið lengur. Áður fyrr gat lög og regla haldið t.d. klámi nokkurnveginn í skefjum og gert það erfitt fyrir yngra fólk að ná í slíkt en nú þarft þú bara tölvu á borðinu þínu og þá eru þér allir heimar oppnir. Eins og Gústa nefnir getur maður spyrt hvernig aðstöður og fjölskyldulíf þessir krakkar búa við? Er ekki réttmætt að foreldrar taki ábyrgð á börnum sínum undir slíkum aðstæðum? 

Þú ættir kanski að kynna þér málið betur og kanski skoða álíka þróun í öðrum evrópuríkjum þar sem þessi umræða er að mörgu leiti komin á þroskaðra stig heldur en þarna heima. Það er leiðinlegt að sjá að enginn virðist kynna sér málin fyrr en allt of margir hafa lent illa í álíka vitleysu áður en þjóðfélagið gerir eithvað í málunum. Þetta mál fjallar ekki bara um ein stelpa lenti í fjórum strákum sem höfðu mök við hana á allan mögulegan hátt. Og að siðferðiskennd margra hefur tekið kipp við þetta mál sýnir að mörgum finnst eithvað mikið sjúkt í þessu dæmi.

Davíð (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 13:27

8 Smámynd: Haukur Viðar

Gústa:

Það var enginn að verja "svona háttsemi". Þú getur haldið áfram að reyna að vera kaldhæðin og sniðug, en reyndu að skilja að það eru tvær hliðar á þessu máli.

Það er munur á subbulegu hópkynlífi annars vegar og hópnauðgun hins vegar. Ég er ekki í neinni aðstöðu til að segja til um hvort var tilfellið þarna, en að gera ávallt ráð fyrir hinu versta tel ég ekki rétt. Mér finnst dómar yfir kynferðisafbrotafólki allt of lágur á Íslandi, en það breytir því ekki að allir eiga skilið sanngjarna málsmeðferð og skv. dómnum var ekki nægileg ástæða til sakfellingar. 

Haukur Viðar, 6.6.2007 kl. 17:52

9 Smámynd: Promotor Fidei

 

"virðist það vera svo að ÞAÐ VAR HENNI AÐ KENNA." segir Gunna, kaldhæðin og liggur mikið á.

"Bíðið bara þar til ykkar börn lenda í þessu" bætir hún við, og heldur áfram "Hverskonar strákar sulla í jukkinu úr vinum sínum í rænulausu barni? [...] Kannast einhver við svona viðbjóð? [...] Svona fer klámvæðingin með ykkur strákar."

a) Hvers vegna er alltaf bannað að kenna "fórnarlambinu" um að fór sem fór í nauðgunarmálum (ekki það að umrætt atvik hafi verið nauðgun).

Ef ég ferðaðist út í sveitir Kólumbíu vitandi sem væri hvers er að vænta þar, gæti ég þá ekki sjálfum mér um kennt þegar skæruliðar myndu ræna mér? Ef ég gengi um hánótt gegnum vafsamt hverfi í stórborg, íklæddur loðfeldum og gulli, gæti ég þá ekki kennt sjálfum mér um ef einhver myndi ræna mig?

Svo þeir allratregustu og uppstökkustu misskilji mig ekki þá er ég ekki að halda því fram að stúlkur sem daðri, eða klæði sig glyðrulega séu að "biðja um það" eins og þeir allraslepjulegustu segja stundum.

En ef stúlka dópar og drekkur frá sér alla skynsemi í vafasömum félagsskap, veit hún ekki hvaða mistök hún gæti slysast til að gera?

b) Ef mitt barn myndi lenda í einhverju þessu líku þá þætti mér eflaust leitt hvernig fór þetta kvöld. Fikt og tilraunastarfsemi eftirlitslausra unglinga fór fullgeyst, og eins og við er að búast í slíkum leikjum fóru ekki allir sáttir frá.

Ef einn af drengjunum sem átti hlut að máli væri sonur minn myndi mér að sama skapi þykja fáránlegt að honum yrði dæmd refsing fyrir það sem gerðist þetta kvöld.

c) Hópkynlíf er enginn "viðbjóður", og ekki nein uppfinning klámvæðingarinnar.

Einu sinni þótti það hámark siðleysisins að láta sjást í ökkla. Að stunda kynlíf fyrir hjónaband var talið glæpsamlegt. Munnmök þóttu fyrir skemmstu aðeins sæma subbulegustu lauslætisdrósum. Kynlíf með fleiri en einum einstakling samtímis þótti sumum ósmekklegt, en ekki lengur. Alltént ekki þeirri kynslóð sem nú er ung.

Það er ekkert að hópkynlífi.

Og guði sé lof fyrir "klámvæðinguna", sem er auðvitað gildishlaðið rangnefni yfir þá frelsun og opnun umræðu um kynferðismál, og aðgengi að kynferðislegu efni, sem orðið hefur á síðustu árum. Þar leikur blessað internetið stórt hlutverk í að auðvelda okkur öllum að rannsaka eigin kynferði og hvatir með hætti sem fæstir hefðu þorað að upplifa á öðrum vettvangi.

 

Og svo er það Davíð.

Mér finnst eins og því meira sem þú reynir að útskýra og réttlæta dóminn, þá grefur þú bara dýpri gröf. Voru örugglega nógu fullir/dópaðir en samt sem áður skýrir?

Drengirnir voru eflaust undir töluverðum áhrifum, en muna þó skýrt frá, og eru samsaga. Þeir muna skýrar og nákvæmar um atburðina en stúlkan, skv. dóminum.

Stúlkan var eflaust undir meiri áhrifum, og því ekki á öðru von en að hún muni ekki jafnvel, en það skýrir ekki að hún skuli breyta frásögn sinni milli skýrslna.

Fjórir gefa skýra, nákvæma, og samhljóma frásögn en einn gefur óljósa og breytilega frásögn. Á hverjum er meira mark takandi?

Og þú ert sálfræðingur? Hefur þú heyrt um "Post Traumatic Stress"?

Segir Davíð enn fremur, um hegðun stúlkunnar eftir atvikið. Það er algjört bull að fara að kenna póst-trámatík áfalli um hegðun stelpunnar morguninn eftir kvöldið afdrifaríka.

Þá getur Davíð allteins farið að skýra hvaða hegðun sem er sem seinfædda afleiðingu áfalls.

Þá minnir mig að dómurinn hafi sagt að læknisrannsókn hefði ekki leitt í ljós neina áverka sem bentu til misbeitingar.

Sorry, Davíð, en hópur ungmenna gerði mistök þetta kvöld, og það bitnaði líklega þyngst á stelpunni. En það var enginn glæpur framinn og ekki brotið á vilja neins.

"Gústa kemur með mikilvæg skilaboð: Viljið þið búa í þjóðfélagi þar sem slíkt viðgengst? Bera ekki foreldrar ábyrgð á börnum sínum? Sjálfur bý ég erlendis þar sem álíka umræða (og lög og lagabreytingar) hafa átt sér stað"  

Segir hann, og enn fremur.

[...] en jafnvel þú ættir að geta viðurkennt að þetta er ekki eðlileg hegðun fyrir þennan aldurshóp, ekki satt?

Heimurinn er að breytast með miklum hraða sem gerir að mikið af þeim lögum og reglu sem áður voru sett til að vernda þegna landsins standast ekki mátið lengur. Áður fyrr gat lög og regla haldið t.d. klámi nokkurnveginn í skefjum og gert það erfitt fyrir yngra fólk að ná í slíkt en nú þarft þú bara tölvu á borðinu þínu

a) Aron Pálmi heitir drengur sem fékk að dúsa í fangelsi svo árum skipti fyrir það sem á Íslandi yrði kallað sakleysislegt fikt hjá unglingi, en var af siðavöndum löggjöfum annarsstaðar kallað alvarlegur kynferðisglæpur gegn barni.

Það er furðualgengt að fólk geti ekki sætt sig við þá staðreynd að kynhvötin er komin á fullt löngu fyrir 18 ára aldur. Flest okkar erum orðin langleiðina kynþroska 12 til 14 ára gömul. Og það er ekkert nema gott að táningar á þessum aldri rannsaki sem mest eigið kynhvöt og líkama, og noti til þess netið ef þau langar og allt það klám sem þau geta þar fundið.

Sumir vilja gera táninga/börn að glæpamönnum fyrir það að rannsaka eigin kynferði.

Sumum finnst svo sjálfsagt að reyna eftir eigin forskrift að stjórna siðferði og hvötum annarra með lagasetningu.

Sumir hafa náð svo langt að sumstaðar er börnum og unglingum ekki kennd kynfræðsla, eða þá að börnin læra að stunda skírlífi frekar en að vera kennt hvernig á að stunda öruggt kynlíf.

b) Var hegðunin eðlileg hjá ungmennunum þetta kvöld? Já, auðvitað. Unglingar eru alltaf að skoða heiminn, gera tilraunir, láta reyna á hvar mörkin liggja. 

Alltaf eru einhverjir sem misstíga sig á leiðinni til fullorðinsáranna. En er þeim unglingum einhver greiði gerður með því að loka þá bak við lás og slá?

(Hvað ætli hafi annars beðið Arons Pálma innan fangelsismúranna? Ætli það hafi nokkuð verið kynferðislega heilagt og nauðgunarlaust svæði þar sem ungmennin gera ekki annað en að batna sem manneskjur? -Bara spyr!)

Það fór illa þetta kvöld, en ekkert sem segir að hópkynlíf meðal unglinga geti ekki verið falleg og jákvæð reynsla fyrir alla sem hlut eiga að, rétt eins og hvert annað kynlíf.

Kvöldið hefði kannski ekki farið svona illa ef að fullorðinn forráðamaður hefði haft vit fyrir unglingunum. Og eflaust má kenna einhverjum foreldrum um að hafa verði fullslakir í uppeldinu.

En það verða alltaf til unglingar sem fá lélegt uppeldi. Og það verða alltaf til ungmenni sem slysast til að gera mistök í æsispennandi leit að tilveru í stórum heiminum.

Það er ekki til neins gagns að refsa fyrir þessi slys, -þessi mistök, sem væntanlega eru til þess að læra af fyrir þá sem hlut áttu að máli.

 

Föllum ekki í þá gryfju sem við höfum séð svo margar þjóðir gera, að reyna að blíðka háværan nöldurkór sjálfskipaðra siðapostula með því að þrengja hægt og stöðugt að frelsi og mannréttindum einstaklingsins.

Ef einhverjum þykir stefna í óefni, þá má sá hinn sami mín vegna fræða börn sín um hvað ber að varast, og gæta að því að mennta- og heilbrigðiskerfið bjóði upp á skynsama og hispurslausa fræðslu um kynferðismál sem undirbúið getur unga fólkið fyrir lífið, og kannski bjargað þeim frá því að gera jafnmörg mistök og þau myndu annars gera.

En ekki heimta að lögin verði notuð til að stjórna siðferði fólks. Þá veistu ekki fyrr en einhver hagar því svo til að lögin eru farin að stjórna þínu siðferði líka.

Promotor Fidei, 7.6.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband