16. Smá vangaveltur um Þjóðkirkjuna og hvað hún kostar

Hnoðri er alveg sérdeilis andsnúinn Lútersk-evangelísku kirkjunni sem gefið er móralskt átoritet yfir Íslendingum.

Kíkti Hnoðri aðeins á fjárlög og einnig á fjármálaupplýsingar á heimasíðu Biskupstofu og má til með að deila með lesendum Hnoðrabloggs nokkrum staðreyndum:

Þjóðkirkjan fær frá ríkinu 3,5 milljarða á ári -hvorki meira né minna. Eru þá ótaldar tæpar 750 milljónir sem fara til reksturs kirkjugarða.

Af þessum milljörðum eru 1,8 milljarður sóknargöld, sem tekin eru með hálfgerði leynd af tekjum landsmanna. Aðrir söfnuðir fá samanlagt 205 milljónir. Sóknargjöld eru greidd í samræmi við stærð söfnuða, og nemur að mig minnir um 6000 kr á ári á hvert sóknarbarn 16 ára og eldra.

Þegar hins vegar allar greiðslur ríkisins til þjóðkirkjunnar eru taldar saman fær hún uþb tvöfalt meira á hvert sóknarbarn en aðrir trúarsöfnuðir í landinu.

Ég er ekki viss um hvort inni í þessum 3,5 milljörðum eru síðan laun um, að mig minnir, 100 presta og tylftar af biskupstofustarfsmönnum sem eru "opinberir starfsmenn" og fá laun sín greidd frá ríkinu.

Enginn einasti af hinum söfnuðunum er með starfsmann á launum hjá hinu opinbera, að því ég kemst næst.

 

Til að setja þessar tölur í eitthvað samræmi má nefna að það kostar um 300 milljónir á ári að reka Menntaskólann í Reykjavík.

Kirkjan fær nærri þrefalt meiri upphæð en ríkið ver í þróunaraðstoð árlega.

Það kostar 6,8 milljarða að reka allan Háskóla Íslands, þar sem þúsundir manna starfa og mennta sig og rannsaka leyndarmál heimsins. Það ætti því að vera hægt að efla starfsemi Háskólans um helming ef hann fengi peningana sem kirkjan fær.

 

Hnoðri skoðaði líka hvað Kirkjan gerir við peningana. Hún byggir meðal annars fleiri kirkjur. Byggingarnefnd kirkjunnar veitir tugum og hundruðum milljóna í styrki  árlega til að byggja nýjar kirkjur, og stykkið er að kosta hæglega kvartmilljarð króna, og er þá orgelið ekki innifalið.

Til samanburðar eyrnamerkir Utanríkisráðuneytið 193 milljónir "Mannúðarmálum og neyðaraðstoð" í fjárlögum 2007.

 

Ef kirkjan starfaði í raun eftir því sem trúin boðar yrði stofnunin sem slík lögð niður. Hugsið ykkur bara hvað mætti bjarga mörgum mannslífum ef þessum 3,5 milljörðum yrði varið í heilsugæslu og forvarnir í þróunarlöndum?

En nei, við verjum 3,5 milljörðum svo prestastéttin geti gengið um pattaraleg með yfirlætisbrag hræsnarans, í tvöfaldri röð til hátíðarmessu, með hvíta 15. aldar-kraga um hálsinn sem endurspegla 15. aldar hugsunarháttinn innan þessarar stofnunar.

Svona grínlaust, er ekki komið nóg af vitleysunni? Tekur einhver lengur mark á trúnni? Fer nokkur maður með fullum mjalla lengur í messu? Sér fólk ekki í gegnum blekkinguna og sérhagsmunavörsluna hjá prestastéttinni?

Ég get skilið að ólæsir miðaldamenn hafi látið blekkja sig til að halda að skeggjaður maður á himnum réði hvernig heimurinn snýst, en geta upplýstir nútímamenn virklega annað en hlegið að þessum göldrum sem byggjast á ofsjónum vannærðra hjarðmanna niðri við miðjarðarhaf á brönsöld?

Og getur svo einhver sem í góðri trú játar á sig kristni virkilega talið það kristilegra að moka hálfum fjórða milljarði undir kirkjubyggingar og hommahatandi prestahyskið frekar en að verja peningunum í að hjálpa þeim sem eru í neyð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Ingi Kvaran

Uss, urrandi góður pistill. Ég er fullkomlega sammála.

Páll Ingi Kvaran, 21.6.2007 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband