26. Já, okkur er ekki treystandi

Þau eru ósköp léleg rökin, sem talin eru til í frétt Mbl.is um verðlagið á áfenginu.

Jú, rónarnir munu kannski drekka meira af vodka, en þeir láta þá væntanlega vanilludropana og landann í friði á meðan.

Hvers vegna eigum við hin, sem viljum neyta víns í hófi, með mat og í góðra vina hópi, að gjalda þess að sumir kunna ekki að fara með áfengi? Hvað bönnum við næst, sem er gott, en sumir okkar kunna ekki að neyta í hófi?

Það er gott að neyta víns, raunar ein af lífsins klassískustu nautnum, og skelfing hallærislegt að banna fólki að njóta lífsins vegna þess að sumir kunna sér ekki hóf.

 

Yfirlæknir SÁÁ segir að ef verð myndi lækka myndu alkóhólistar verða veikari. -Bíddu nú við, láta menn með fíkn það stöðva sig að drekka þó verðið sé hátt? Drekkur ekki alkóhólistinn frá sér allt vit hvort eð er? Er þá ekki betra að alkóhólið kosti ekki svo mikið að fylleríið setji ekki fjölskylduna alla á vonarvöl?

Yfirlæknirinn heldur því líka fram að slys og óhöpp muni aukast, og ölvun við akstur og kostnaður við löggæslu og lækningar vera svakalegur. Það held ég sé ekki von á að allt fari á annan endann þó vínverðið verði hér eins og það er á meginlandi Evrópu, þó eflaust megi greina einhverja "aukningu" á hinu og þessu í kjölfarið. Og leyfum þá þeim sem ekki kunna að fara með vínið að lenda í slysunum. Af hverju eigum við hin að gjalda fyrir það að sumir geta ekki sjálfum sér ráðið?

Leyfum fólki að stýra sjálft eigin neyslu. Mælum svo í leiðinni hvort að verður ekki aukning á ánægjuvoginni, þegar almenningur fær að gera vel við sig í víni dagsdaglega.


mbl.is „Aukin neysla og heilsutjón afleiðingar lægra áfengisverðs"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli landadrykkjan yrði þá ekki minni líka.   Og hvað með rakspíra og tréspíra sem er stórhætturlegur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2007 kl. 09:27

2 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta eru mjög undarleg rök, já.  Með sömu rökum er langeðlilegast að banna þennan óþverra, er það ekki? Fyrst að alkhóhólistar verða meiri alkóhólistar, og fólk tekur upp á því að keyra ölvað í meira mæli en áður, vegna þess eins að verðið lækkar, þá hlýtur fólki almennt séð ekki að vera treystandi til að drekka þetta glundur - ekki satt? Þá er nú betra að eyða öllu framboðinu á einu bretti.

Þarfagreinir, 1.8.2007 kl. 11:22

3 Smámynd: Ingvar Skúlason

Kannski hefði verið eðlilegast að banna þetta. En það er full seint í rassinn gripið. Áfengisbann nú myndi hafa sömu áhrif og í USA á sínum tíma, og þó ég sé ekkert sérstaklega hrifinn af því að ríkið sjái um sölu á áfengi, þá er nú langtum skárra að láta ríkið sjá um það heldur en glæpona.

Annars er ég í meginatriðum sammála þér núna Hnoðri, og ég vil benda á að í þessu sambandi er hægt að grípa til einhvers konar mótvægisaðgerða, t.d. herða til muna eftirlit með unglingadrykkju.

Ingvar Skúlason, 1.8.2007 kl. 16:26

4 identicon

já hver maður drekkur 7 lítra af hreinu áfengi á dag, er ekki í lagi með þennan mann......  það er ekki hægt að trúa orði af því sem hann segjir því hann tala bara í hringi með óvissu.

jonas oddur björnsson (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 00:11

5 identicon

Verðið, skiptir alkoholistann ekki máli, en hver einstaklingur hefur sín takmörk.  Flestir taka á sjálfum sér, áður en þeir fara að drekka rauðspritt, kökudropa, eða sía skósvertu gegnum rúgbrauð. (Kokkteill sem varð tilefni til heiftúðugra átaka á Litla Hrauni nýlega)  Svo mörg okkar, eru alkohólistar, án þess að verðið  skipti nokkru máli, að  það er bara heimskulegt að þessi álagning standi ferðaþjónustuiðnaðinum fyrir þrifum.  Útlendingar bresta í grát, þegar þeir fá hraðasektir, en ekki síður þegar þeir fá reikninginn á íslenska barnum.

Jón (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband