28. Best að fara að kaupa gullplötur

Tilraunir til að koma á peningalausu hagkerfi munu ekki takast svo lengi sem til er fólk eins og Hnoðri, sem vill vernda friðhelgi einkalífsins og efla frelsi á markaði.

 

Alltaf mun vera eftirspurn eftir óformlegum/órekjanlegum greiðslum hjá vissum hlutum hagkerfisins. Og það er gott, því formleg og rekjanleg viðskipti eru einkum til þess ætluð að ríkið skipti sér af því sem því kemur ekki við með skattlagningu, neyslustýringu og tilheyrandi.

Reiðuféð, "svartar greiðslur" og allt það, veita ríkinu aðhald, ef eitthvað er og eru öryggisventill þegar hið opinbera lætur sér detta í hug að skattpína borgarana úr öllu hófi.

Reiðuféð veitir bönkunum líka aðhald. Ef þeir væru ekki í samkeppni við reiðuféð er ekkert sem hindrar bankana í að skrúfa þjónustu og afgreiðslugjöld vegna debetkorta upp fyrir öll velsæmismörk.

 

Og ef ríkið hættir að prenta seðla, þá finnur almenningur bara aðrar leiðir til að versla "undir radar", rétt eins og gerist hjá þjóðum þar sem gjaldmiðillinn hættir að vera áreiðanlegur. Einfaldasta lausnin væri líklega að kaupa erlenda seðla, eins og dollar eða evru, ellegar nota góðmálma á borð við gull eða silfur til að versla. -Gullið er alveg jafnraunhæfur gjaldmiðill nú og fyrir 200 árum.

 

Það má svo fljóta með að Hnoðri reynir að sneiða hjá því að nota kortin sín, og frekar að versla með reiðufé. Það auðveldar stórlega yfirsýn yfir einkaneysluna að sjá seðlana hverfa úr veskinu, og gerir upphæðirnar "áþreifanlegri" að telja peningana og rétta þá búðarkarlinum.

Þetta gerir Hnoðra ósköp hallærislegan í augum margra samborgara sinna. Það þykir lummó á Íslandi að telja peningana sína, en flott að henda kortinu í allar áttir og helst án þess að skoða hvaða upphæð er á kassakvittuninni.

Íslendingar eru raunar fífl þegar kemur að peningum (taki þeir til sín...). Þeir eru eins og sauðir þegar kemur að því að leita að hagstæðum kaupum, þeir skuldsetja sig upp fyrir eyrnasnepla án þess að hafa nokkurn skilning á kjörunum sem fylgja láninu. Og auðvitað er lþað rétt sem bankastjórnarnir segja: að land byggt slíkum peningakjánum er kjörið til að koma á peningalausu hagkerfi.


mbl.is Peningalaust hagkerfi eftir 15 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Já, það er mikið áhyggjuefni þegar upp eru komnar alvöru hugmyndir um að gera hagkerfið peningalaust. Það er ekki með öllu jákvæð þróun að Íslendingar skuli nota kortin jafn mikið og raunin er, eins og þú rekur hér réttilega. Ég hef í raun litlu við þessar röksemdafærslur þínar að bæta.

Þarfagreinir, 9.8.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband