29. Leitun að ljótari reiðfatnaði

Klæðilegur reiðfatnaðurEr ég einn um það að þykja keppnisbúningur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum alveg hreint afspyrnu ljótur?

Ég er ekki frá því að búningurinn hafi fyrst litið dagsins ljós í byrjun 8. áratugarins, því skelfilega tímabili í tískusögu heimsins. Þeir hafa eflaust þótt æðislega smart í þessum búningum á sínum tíma, með sítt að aftan og axlarpúða.

En í dag minna reiðmenn uppdressaðir í þennan klæðnað meira á Kaptein Ísland (sælla minninga) en tignarlega hestamenn.

 

Það er bara ekki töff að vera í fatnaði í fánalitunum, -sérstaklega þegar um er að ræða íslensku fánalitina. Ég held að enginn geti brugðið sér í þennan búning og kinnroðalaust kallað sig myndarlegan.

 

Hér fylgja með tvö sýnishorn af miklu klæðilegri reiðfatnaði: annars vegar ósköp hefðubndinn reiðfatnaður skv. breskri hefð, og hins vegar póló kempa í fullum skrúða.

 

 

Riðið með reisn


mbl.is Heimsmeistaramót íslenska hestsins sett í hellirigningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband