35. Fáum við þá arð?

Viðauki (24.08.07): Fréttin um milljarðahagnað Landsvirkjunar var með síðustu fréttum til að birtast á Mbl.is fimmtudaginn 23. ágúst. Fréttin var sett á vefinn kl. 19.39, og tilkynning um hagnað Landsvirkjunar var send út á markaði kl. 17.11.

Getur verið að fréttatilkynningin hafi verið tímasett þannig að hún næði síður í blað morgundagsins eða kvöldfréttatíma sjónvarpsstöðvanna? Það tekjur jú fjölmiðlamenn alltaf smá stund að vinna úr því sem þeim berst, og þegar frétt kemur í hús kl. 17 er hæpið að hægt sé að gera eitthvað af viti við hana fyrir deddlænið.

Þegar síðan Mbl.is vaknaði næsta morgun hrúguðust inn ferskar fréttir sem ýttu hagnaði Landsvirkjunar út af forsíðu, og þar með úr augsýn netnotenda og Moggabloggara, sem ætla mætti að hefðu margir viljað gaspra um svona rosalegan hagnað hjá þjónustufyrirtæki hins opinbera.

Tilviljun? Taktík?

 

Það er fjarskaánægjulegt að rekstur Landsvirkjunar skuli ganga jafnvel og frétt Mbl.is gefur til kynna.

19.13 milljarðar á aðeins 6 mánuðum er ekkert slor:

63.000 kr rúmlega á hvern íslending

265.000 kr á hverja 4,2 manna fjölskyldu.

-og það sumsé aðeins á hálfu ári.

 

Í tilkynningu Landsvirkjunar kemur einnig fram að eignir fyrirtækisins nema um 293 milljörðum, en það gerir rétt tæpa milljón á hvern þjóðfélagsþegn. Rösklega fjórar miljónir þegar allir heimilismeðlimir leggja í púkk. Upphæð sem ætti að duga fyrir flestum neysluskuldum á dæmigerðu heimili og gott betur, -svona til að setja upphæðina í samhengi.

 

Er ég einn um það að þykja þetta óhugnanlega háar upphæðir? Hvað gerist þegar svona rosalegir fjármunir eru settir í hendurnar á fyrirtæki með einokunarstöðu á markaði, og þar sem stjórnendur eru ráðnir af pólitíkusum?

Og fyrst þetta fyrirtæki er í eigu Ríkisins og Reykjavíkurborgar, langar engan að selja góssið, og innleysa eins og eitt drossíuverð á hvert fjögurra manna heimili í landinu?

 

Er það ekki til marks um að álagningin er of há í fyrirtæki sem er í almenningseign og ætlað að þjónusta almenning, þegar svona rosalegur hagnaður er til staðar?

Væri þá ekki ráð að lækka rafmagnsreikninginn, eða vilja pólitíkusarnir sem ráða í stjórnina frekar að peningunum verði varið í verkefni sem henta þeirra pólitísku hagsmunum?

Jafnvel þegar bara er litið á rekstrartekjur og rekstrargjöld það sem af er árinu, þá eru tekjurnar tvöfalt hærri en gjöldin. Má þá ekki álykta sem svo að rafmagnið sé tvöfalt dýrara en það ætti að vera?

Rekstrartekjurnar eru um 5,5 milljarðar á ári umfram gjöld, sem gerir um 73.000 kr á 4 manna heimili -er það ekki fjárhæð sem munar um?

 

Hvað býr að baki því að þessi góði rekstur skilar sér ekki beinustu leið til neytenda i lægra orkuverði? Er verið að safna fyrir einhverju þjóðþrifaverkefni? Á kannski að fara að kolefnisjafna eitthvað sniðugt? Eða er verið að stýra neyslu landans, svo hann fari ekki yfirum í rafmagnsnotkuninni?

 

Þetta er undarlegt, og vonandi getur einhver lesandi þessa bloggs haft fyrir því að útskýra fyrir mér það sem ég hlýt að vera að misskilja.

Hver á að njóta góðs af þessum hagnaði, og hvenær? Fáum við sem "eigum" fyrirtækið að njóta góðs af, eða fá þeir sem "stjórna" fyrirtækinu að leika með peningana?

 

Hér fylgir með mynd af 40'' Samsung flatskjássjónvarpi frá Bræðrunum Ormsson, en fyrir hagnaðinn sem af er árinu gæti Landsvirkjun keypt eitt slíkt sjónvarp á hvert fjögurra manna meðalheimili í landinu.

Einnig læt ég fljóta með mynd af Ford Explorer jeppadrossíu. Ef íslendingar deildu með sér eignum Landsvirkjunar gæti hvert fjögurra manna heimili keypt sér einn slíkan jeppa næstum skuldlaust.

-Ef tollar og álögur á bíla væru ekki jafnhá og raunin er á Íslandi, mætti meira að segja kaupa tvo Explorera á hverja familíu.

Ford Explorer


mbl.is 19,1 milljarðs króna hagnaður hjá Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband