25.10.2007 | 13:16
46. Um pjatt við golfara og yfirvigtarkúgun
Nýleg frétt MBL.is af óförum golfara er gott tækifæri til að minna á undarlegar farangursrukkanir flugfélaganna.
Það er nefnilega stjanað heldur betur undir bossann á golfliðinu, en níðst á saklausum yfirvigtarfarþegum.
Efri-millistéttar golfáhugamaður sem fer til Evrópu að leika sér tekur með sér 10 kg golfsett til viðbótar við annan farangur, þarf að borga 2000 kr. fyrir að flytja settið ef hann flýgur með Iceland Express, 2.500 kr ef hann flýgur með Icelandair (þó ekki neitt ef hann er í Golfklúbbi Icelandair, þar sem ársgjaldið er rösklega. 5.000 kr)
Fátækur námsmaður sem er að fara í nám til Evrópu, með 10kg af aukafarangri þarf að borga 9.500 kr, eða 950 kr fyrir hvert kíló hjá Express og 31.000 kr, eða 3.100 kr kílóið hjá Icelandair
[er rétt að geta þess að Icelandair gefur ekki einusinni upp verð yfirvigtar á heimasíðu sinni, miða ég hér við þá formúgu sem ég þurfti að greiða þegar ég fór til Evrópu til náms fyrir 3 árum, og vogaði mér að pakka fötum til skiptanna]
Er gaman að geta þess að ef ferðast er með 10 kg af yfirvigt (hálf taska eða svo) er í raun ódýrara að kaupa sér miða á fyrsta farrými, þar sem bæði er hærri farangursheimild gefin, maturinn og sætin auðvitað betri -og innritunardömurnar þora yfirleitt ekki að nuða í Saga-Class liðinu um yfirvigt.
Til samanburðar rukka flugfélög í öðrum löndum á bilinu 3 til 5,5 USD fyrir hvert aukakíló, eða rösklega einn-tíunda til einn-þriðja af því sem íslensku flugfélögin láta sér detta í hug að okra á farþegum.
Það er því hægt að fullyrða að flugfélögin okra alveg rosalega á yfirvigt. Þetta eru hálf-falin gjöld sem koma oft aftan að fólki á versta tíma, í tímaþröng og taugatitringi á flugvellinum.
Það er auðvitað algjör bilun að aukataska af farangri upp á 20 kg kosti tvöfalt til fimmfalt meira en flugmiðinn sjálfur fyrir sömu leið. "Okur!" -eins og Dr. Gunni myndi orða það.
Icelandair skildi 30 golfsett eftir á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nær væri að hafa engar hömlur á aukafarangri og taka við öllu því sem farþegar vilja flytja með sér þegjandi og hljóðalaust. Einnig tel ég að hætta ætti að vera með þetta leiðindavesen að vera með takmarkanir á því hversu þungar flugvélar mega vera við flugtak. Það er alveg ýkt pirrandi og ógisslega mikið vesen.
Í framhaldi af því myndi ég líka vilja geta labbað inn á hvaða pósthús sem er og sent pakka hvert sem er í heiminum án þess að borga nokkuð fyrir. Það er svo hallærislegt að þurfa að borga fyrir að senda hluti úr landi.
Rödd skynseminnar. (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 14:17
Hvaða takmarkanir eru svosem á þyngd véla við flugtak? Eru það ekki sömu vélarnar sem fljúga til Evrópu og leyfa 20+10 kg af farangri, og fljúga svo áfram til Bandaríkjana með svigrúm upp á 23+23+10 kg af farangri?
Og hvað getur mögulega réttlætt það að kílóið er þrefalt-tífalt dýrar í flutningi hjá íslensku flugfélögunum en hjá erlendum flugfélögum?
Vitsmunaleg viðbrögð óskast.
Promotor Fidei, 25.10.2007 kl. 14:32
Ég sé að þú ert með staðreyndir á hreinu.
3100 krónur í yfirvigt á kílóið er bara algjör þvæla! Kílóagjaldið er 950 krónur alveg eins og hjá express.
Og ég tek undir með manninum fyrir ofan, leyfum öllum að taka allt sem að þeim langar að taka með, hvert sem er í heiminum og alveg ókeypis. Hvernig myndi það ganga??
Reyndu nú að kynna þér reglurnar áður en að þú póstar svona bloggi. Hvað gerir Icelandair og hin flugfélögin fyrir barnafólk? Rukka ekkert aukalega fyrir barnavagna og bílstóla sem að teljast til nauðsyngjavara.
Hvað gera þeir fyrir hreyfihamlaða og fatlaða? Rukka ekkert aukalega fyrir þeirra búnað sem að getur vegið frá 100-200kg hver rafknúinn hjólastóll.
Oft eru tilboð fyrir námsmenn o.s.frv
En Guð hjálpi okkur að við þurfum að borga yfirvigt því að við misstum okkur í gleðinni og versluðum alltof mikið.
Björk (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 14:33
Oye!
Þrjúþúsundkallinn er það sem ég fékk að borga fyrir yfirvigtina á sínum tíma, og tel ég mig vera með þá staðreynd á hreinu.
Væri gaman að birta ferskari tölur, en Icelandair hefur tekið þá ákvörðun að birta ekki yfirvigtarverð á heimasíðu sinni -þá væntanlega til að okurverðið komi farþegum skemmtilega á óvart við innritun.
Og hverskonar vitleysisútúrsnúningur er það að bulla um að fólk fái að "taka allt sem þeim langar að taka með og alveg ókeypis".
Gott og vel, það kostar flugfélögin eitthvað að flytja fólk og farangur milli staða, en því fer fjarri að raunkostnaðurinn sé 950 kr á kílóið, hvað þá 3.000 kr. Og enginn hefur enn lagt það á sig að útskýra af hverju Íslensku flugfélögunum er stætt á að rukka þrefalt-tífalt meira fyrir aukakílóin en önnur flugfélög.
Og hvaða píp er þetta í þér, Björk, að ekki sé rukkað fyrir barnavagna -þó það nú væri! Eins og það að skippa stöku barnabílstól, og rafhjólastól við og við sé einhver réttlæting fyrir 200% til 1000% hærra verði á yfirvigt en hjá öðrum flugfélögum.
Ekki veit ég hvaða námsmannatilboð þú ert svo að vísa í, Björk sem ert með staðreyndirnar svona rosalega á hreinu. Að ég best veit hafa námsmenn ekki fengið neitt betri verð á flugi og umframfarangri hjá íslensku flugfélögunum en almennir farþegar.
Promotor Fidei, 25.10.2007 kl. 14:48
Það er ekki sama Jón og séra Jón.
Halla Rut , 25.10.2007 kl. 14:56
Ég veit ekki betur en að Icelandair sé í IATA og þeim er ekkert frjálst að ákveða yfirvigtargjöldin.
Og auðvitað fer verðið eftir lengd flugsins.
Þessar 3000kr sem að þú ert að tala um, hljóta að vera fyrir lengri vegalengd jafnvel tengiflugi, t.d. værir þú að fljúga til Rómar í gegnum London, þá er farangurinn merktur alla leið og yfirvigt greidd alla leið.
Flugfélögin tvö sem að í hlut eiga, fá svo bæði sinn skerf af innheimtunni.
Björk (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 15:10
Lenti síðast í því nú í sumar að borga 10þús. kall á útleiðinni í yfirvigt en á bakaleiðinni hét það fastagjald og var þá um 6þús. kall.
Yfirvigtin var í formi íþróttaútbúnaðar og í þeim málum gera Flugleiðir klárlega upp á milli fólks.
Jóhann (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 15:12
Icelandair rukkar fast 950 krónur fyrir hvert kíló í yfirvigt. Ef farþeginn hefur áframhaldandi tengiflug er verðið að sjálfsögðu dýrara, þá leggst ofan á yfirvigtargjald næsta flugfélags sem fer í vasa þess flugfélags.
Þar að auki rukka flest ef ekki öll flugfélög yfirvigt ef farþeginn fer yfir 20 kg. Icelandair miðar við 20 kg en hefur sveigjanleika uppá 23 kg. Þ.e.a.s. farþegi fær að ferðast með 23 kg án þess að borga.
Hafa staðreyndir aðeins á hreinu áður en þú setur svona í loftið
Bjarni Freyr (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 15:23
Jú, 3.000 kr sem ég borgað á sínum tíma voru mðe tengiflug innifalið. Hins vegar hef ég oft flogið stök flug með flugfélaginu sem sá um seinni hluta leiðarinnar, og hafa þeir þá rukkað 3-5 USD fyrir kílóið, þegar ég hef ferðast of þungt.
Ef við drögum frá þá upphæð, sitja eftir að lágmarki 2.500 kr til Icelandair, per kíló.
Og ég á bágt með að trúa að IATA aðild sé að ráða því hvaða verð er á yfirvigt. Síðustu tvö árin hef ég flogið nokkuð með flugfélögum innan Evrópu og aldrei hefur yfirvigtin kostað jafn svakalegar upphæðir og hjá Íslensku flugfélögunum.
KÍLÓIÐ ER MIKLU DÝRARA HJÁ ÍSLENSKU FLUGFÉLÖGUNUM EN HJÁ ÖÐRUM FLUGFÉLÖGUM!
-OG ÞAÐ HEFUR ENGINN REYNT AÐ ÚTSKÝRA HVAÐ RÉTTLÆTIR ÞENNAN MIKLA MUN.
-ENGINN HEFUR HELDUR REYNT AÐ ÚTSKÝRA HVERS VEGNA FERÐAST MÁ MEÐ 56 kg TIL BNA, EN Á EVRÓPSKUM FLUGLEIÐUM AÐEINS 30KG.
Yfirvigtargjöldin eru svívirðilegt okur, sem flugfélögin gæta þess að halda hæfilega leyndu þar til farþeginn er kominn að innritunarborðinu.
Promotor Fidei, 25.10.2007 kl. 16:10
mikið ertu málefnalegur!
Hér fyrir ofan skrifar þú: Vitsmunaleg viðbrögð óskast.
en merkilegt nokk þá getur þú ekki tekið neinum staðreyndum sem skrifað hafa verið. Þú um það.
Kynntu þér nú reglur flugfélaga svo að þetta hafi ekki svona rosalega neikvæð áhrif á þig ef að þetta skyldi koma aftur upp.
Þú getur líka hringt í þjónustusíma Icelandair til þess að fá allar þessar upplýsingar. 5050 300
Björk (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 16:41
Nú! svo er auðvitað alveg sama hvort mahr er 55 kg. eða 140, ekki má léttari manneskja vera með þyngri farangur, skrítið ha :(
nannan (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 16:41
Nanna : Það er aldrei farið í manngreiningarálit! Eitt gengur yfir alla, ella væri um mismunun að ræða sem hvergi er líðandi!
Eva R. (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 16:50
Eva: Ég er alveg sammála því en mig langaði bara að pota þessu inn, ég er ekkert að pirra mig á neinu sem þetta varðar, enda hefur þetta aðeins hent félaga mína sem komu heim úr námi með svaka farangur, það mætti nú samt fara milliveg í þessu máli.
En svo er líka eitt samt sem mér finnst bara leiðinlegt og það er að fólk kaupir föt í t.d. thailandi þar sem fólk þarf virkilega á túristanum að halda til að halda lífi beinlínis og þar er sko strangt tekið á vigtinni.
nannan (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:05
svo er naturlega skrítið að það ereinungis i lagi að hafa 10 kg i handfarangri við innritunn en er maður er buinn að sýna passan getur madur farid allveg a utursnuning og bætt 20 - 30 kg i töskuna ...... sérstakt.
magni (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 22:29
6 kg í handfarangur, 9 ef þú ferðast á Saga Class. En satt er það að fólk getur svo sett endalaust í þetta eftir að farið er í gegnum security. En það hefur komið fyrir að handfarangurinn sé tekinn á hliði.
Eva (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 23:38
Finnst eins og fólk sé dálítið mikið að gleyma einum punkti sem höfundur benti á í byrjun, en það er að fyrir golfáhugamenn kostar það 2000-2500 að taka með sér 10kg í aukafarangur (golfsettið), en fyrir aðra almenna farþega kostar það 9500 að taka 10 auka kg með sér.
Auðvitað skiptir það máli að fólk taki ekki endalaust með sér í vélarnar, það þurfa jú að vera þyngdartakmarkanir því við viljum hafa flugið sem öruggast og allt það, en þessi mismunun á kílógjaldi er frekar furðuleg.
Þorsteinn Ásgrímsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 02:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.