25.10.2007 | 16:25
47. Af því að Biblían segir mér að gera það...
Hróður heimildamyndarinnar For the Bible Tells Me So breiðist nú um Bandaríkin eins og eldur um sinu.
Myndin, sem skoðar fordóma gegn samkynhneigð í nafni kristninnar, rakar að sér verðlaunum og tilnefningum og bæði áhorfendur og gagnrýnendur halda vart vatni.
Sjálfur frétti ég af myndinni á bloggi Glenn Greenwald, sem ég mæli eindregið með ef fólk hefur áhuga á almennilegri rýni um bandarískt samfélag.
Vonandi að þessi mynd rati sem fyrst í kvikmyndahús og sjónvarp á Íslandi -og að ekki þurfi að bíða lon og don eftir að henni skoli inn á eitthvert filmfestivalið.
Hér er trailerinn:
Mega svo þjóðkirkjan og Jón Valur Jensson bíta í boruna á sér.
Athugasemdir
Takk fyrir ábendinguna. Þó svo þetta sé sennilega ekki "feel good movie of the year" þá er ég búinn að hafa uppá eina bíóinu í fylkinu sem sýnir þessa mynd og ætla að gera mér ferð um helgina og kíkja á þetta.
Og já...megi þetta lið bíta í boruna á sér. Maður er frekar svekktur og undrandi á því sem hefur bersýnilega komið í ljós á undanförnum dögum, vegna fjölmiðlaumfjöllunar um "hjónabandið" og ýmissa bloggskrifa í kjölfarið, hversu grunnt er á hinu ljóta fési hommafóbíunnar á Íslandi. Ég sem stóð í þeirri saklausu trú að Jón Valur ætti sér tiltölulega fáa skoðanabræður á Íslandi...það virðist hafa verið full mikil bjartsýni. Baráttunni er greinilega hvergi nærri lokið.
Róbert Björnsson, 26.10.2007 kl. 03:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.