52. Einokunarverslunin hin síðari -nokkrar pælingar

Gott framtakið hjá Neytendasamtökunum, að gagnrýna óeðlilega lága fría innkaupaheimild íslendinga á ferðum erlendis.

Enda er líklega hver einasti íslenski ferðamaður sem fer um græna tollhliðið að þverbrjóta 23/46 þús króna regluna.

 

Það er svo illa farið með íslenska neytendur, að maður furðar sig oft á að ekki skuli allt vera kraumandi í samfélaginu. Og má ég til með að nefna nokkur atriði:

1. Við erum, eins og Neytendasamtökin bentu á, föst í skattagildru Ríkisins. Okkur er bannað að kaupa vöru á ferðalögum erlendis fyrir meira en 46 þús. krónur samtals, án þess að þurfa að borga íslenska ríkiskassanum sitt: einhverja hæstu vöruskatta og tolla sem þekkjast í heiminum.

2. Hið opinbera hefur líka séð til þess að við erum föst í okurálagningargildru smásalans. Ef vara er t.d. keypt af vefbúð vestanhafs, er ekki nóg með að borga þurfi söluskatt og tolla, heldur þarf líka að borga afgreiðslugjald -gjald sem er rukkað af okkur fyrir þá þjónustu að fá að borga skatta og tolla.

Þetta afgreiðslugjald er einhversstaðar á bilinu 500-1000 kr (og nenni ég ekki að fletta því upp). Sem verkar í reynd sem hemill á innkaup erlendis frá á smávöru sem kostar undir 2-3000 krónur. -Þeir sem þekkja lögmál hagfræðinnar vita að með hækkuðum þröskuldum af þessu tagi grípa smásalar tækifærið og hækka verð sitt upp að þröskuldinum.

3. Svo ég fari nú ekki að tala um hvað skattar og tollar á vörur eru miklu mun lægri í öllum löndunum umhverfis okkur. Í New York, til dæmis, sem þykir með hvað svæsnasta skatta í Bandaríkjunum, er enginn skattur á matvælum, og föt bera enga skatta ef þau kosta undir 100$, að ég best man.

Enda kostar flestallt orðið 2-3 sinnum meira á Íslandi en það gerir í flestum þeim löndum sem búa við svipuð lífsgæði.

-Er ekki komið nóg? Mynduð þið, lesendur góðir, ekki örugglega kjósa mig á þing ef ég lofaði að kippa þessu í liðinn?


mbl.is Jólafötin tekin í tollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband