53. Viltu vinna milljón? -smá útreikningar

Frétt af hagnaði Borgarsjóðs bókstaflega hrópar á smá útreikninga, svona til að minna fólk á hversu miklum peningum það er að veita til borgarinnar.

Útsvarstekjur 42. milljarðar, og deilist á um 117.000 manns = 360.000 kr á hvert mannsbarn

eða 1.450.000 kr á 4 manna fjölskyldu.

Samanlagðar skatttekjur (útsvar og fasteignaskattur) 50,7 milljarðar = 430.000 kr á hvert mannsbarn

eða 1.730.000 kr á hverja 4 manna fjölskyldu.

 

Nú lítur út fyrir 2ja milljarða hagnað á borgarsjóði (þeas. þeir -hjá borginni hafa aðeins náð að eyða 48,7 milljörðum af 50,7).

Það gerir tæplega 70.000 kr á hverja 4 manna fjölskyldu. -Munar ekki flesta um minni upphæðir en það? Ætli séu nokkrar líkur á að borgin endurgreiði íbúunum umframskattheimtuna, eða vilja ekki pólitíkusarnir frekar ráðastafa peningunum til að bólstra eigin frægð og auka eigin völd?

 

Þetta eru alvöru peningar, þó svo að fólk virðist varla taka eftir því þeir hverfa úr launaumslögunum smátt og smátt yfir árið.

Ef borgin hætti að taka til sín þessa miklu skatta, þá færu peningarnir í okkar vasa. Svo einfalt er það.

Munar ekki um 1,7 milljónir aukalega á venjulegu heimili?

 

Í hvað er svo peningurinn að fara? Í hvaða svarthol hverfa þessir 50 milljarðar? Þykja heimilunum í borginni þau fá þjónustu í samræmi við það að borga Borginni reikning árlega upp á 1,7 milljónir? Getur ekki verið, að okkur væri betur treystandi sjálfum til að ráðstafa peningunum til kaupa á þeirri þjonustu sem okkur vantar, á frjálsum markaði?

Viltu vinna milljón? Veldu þá minni ríkisafskipti og lægri skattheimtu, og þú færð vinninginn þinn greiddan út amk einusinni á ári.


mbl.is Gert ráð fyrir 2 milljarða hagnaði á borgarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Promotor Fidei

Ég held að allar venjulegar fjölskyldur muni um upphæð eins og 70.000 kr. Fyrir þann pening má kaupa nýja þvottavél, eða skreppa í veglega helgarferð til útlanda, -og munar um minna í bókhaldinu á flestum heimilum.

Ekki nenni ég að grafa upp tölur yfir hlutfallslega tekjudreifingu borgarbúa, en samt leyfi ég mér að áætla að 80% borgarbúa séu "meðaltekjufólk", og sé hvert meðalheimili hæglega að borga borgarsjóði á bilinu 1 til 1,5 milljón í útsvar og skatta.

Það ekkert smávegis! Og erum við að fá peninganna virði í þjónustu og sámfélagslegri samtryggingu? -það held ég aldeilis ekki.

Promotor Fidei, 20.11.2007 kl. 18:49

2 identicon

Alveg ljóst í hvaða flokki þú ert í..

Helgi (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband