24.11.2007 | 17:49
54. Er konan klikk? -Stórt er spurt
Kona að nafni Guðrún Magnea Helgadóttir er skráð fyrir blogginu gudrunmagnea.blog.is.
Guðrún þessi virðist vera ansi upptekin af Geirfinnsmálinu, og hefur sett á netið langt skjal "Mál 214" þar sem hún nafngreinir heildsala nokkurn og sakar hann um að vera valdur að dauða Geirfinns og bætir um betur með því að saka hann um tvö morð til viðbótar.
Ég setti komment inn á blogg hennar, sem virðist hafa verið tekið út.
Þar spurði ég Guðrúnu ósköp einfaldlega, og málefnalega, hver tengsl hennar væru við málið, -hvers vegna hún léti sig það varða svo mjög. Einnig spurði ég hana hvernig á því stæði að hvorki fjölmiðlar né alþingismenn virtust gefa nokkurn gaum margítrekuðum tilraunum hennar til að koma kenningum sínum á framfæri.
Bað ég Guðrúnu um að veita mér sínar skýringar á málinu, m.a. til að slá á þann grun sem hlyti að vakna hjá mörgum við lesninguna -að konan sé einfaldlega snarrugluð, og að heildsalinn hafi einhverveginn gert henni grikk.
Þar sem Guðrún sá ekki ástæðu til að svara spurningu minni, þó hún hafi eytt miklu púðri í að sverta orðspor heildsalans, þá neyðist ég til að hallast enn meira í þá átt að hér sé á ferð kona sem ekki er með öllum mjalla.
Eftir að hafa lesið ýmsar bloggfærslur hennar styrkist sá grunur minn að konan sé ekki alveg á réttu róli.
Ég bið því lesendur hnoðrabloggsins um að varpa ljósi á þessa konu ef þeir geta. Hver er Guðrún Magnea? Hvernig tengist hún Geirfinnsmálinu, og því fólki sem hún sakar heildsalann um að hafa myrt? Er þetta kona með lausa skrúfu, eða eru þingheimur og fjölmiðlar að taka sig saman um yfirhylmingu?
Ef Guðrún sjálf vill tjá sig um málið má hún setja hér inn komment. Lofa ég að eyða ekki athugasemdum hennar líkt og hún gerði við mína.
Og svona til að taka af allan vafa er ég með öllu ótengdur því fólki sem Guðrún Magnea sakar um glæpi -er aðeins forvitinn aðili úti í bæ. Ég þarf að taka þetta fram því svo virðist sem að Guðrún dragi þær ályktanir að þeir sem kommenta krítískt á hana í bloggi hennar eigi hagsmuna að gæta í samsærinu.
Athugasemdir
-Vaknar þá upp sú spurning hversu klikk er Ólafur Skorrdal?
Promotor Fidei, 28.11.2007 kl. 14:46
Promotor Fidei. Hver sem þú ert... Hvernig væri fyrir þig að skrifa bloggið þitt undir fullu nafni í það minnsta svo hægt sé að svara þér... Það er auðveld lausn fyrir aðstandendur glæpalýðs og löggunna, hugleysingjana... að fela sig á bak við nafnleysi þegar þeir úthrópa einstaklinga geðveika sem hafa hugrekki til að segja sannleikann... Hvernig er það með þig...Ertu siðblindur og alvarlega geðveikur einstaklingur sem gleymt hefur að taka inn geðlyfin sín?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.11.2007 kl. 15:00
Og enn er þeirri spurningu ósvarað, hver tengsl Guðrúnar Magneu eru við "mál 214", og fólkið sem hún ýmist heldur að hafi verið myrt og fólkið sem hún sakar um morðin.
En þetta síðasta komment er ekki beinlínis til að maður telji konuna vera með allar skrúfur á sínum stað, og því spurning hvort "mál 214" sé eitthvað annað en árátta.
Promotor Fidei, 5.12.2007 kl. 01:37
Tengsl Guðrúnar Magneu við Geirfinnsmálið. Mál 214 .. eru engin..
Guðrún Magnea Helgadóttir, 14.12.2007 kl. 17:41
En hverjar eru þá mögulegar skýringar á því, hvers vegna ekki er tekið mark á henni, hvorki á þingi né hjá lögreglu?
Hvað getur mögulega skýrt að hvergi virðist Guðrun Magnea hafa verið tekin alvarlega?
Hvernig komst hún að þeim niðursötðum sem hún nefnir í skjali sínu, og hvers vegna er þetta mál henni svona hugleikið? -Einhver hljota tengsl hennar að vera, eða hvað?
Promotor Fidei, 14.12.2007 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.