15.12.2007 | 17:55
61. Þröngsýnt lítið fólk
Mikið ósköp er þetta lítið fólk, sem getur ekki afborið að vera með bílnúmer sem raðast á þennan eða hinn veginn.
Þetta vitnar um þrögnsýni og smáborgarahátt, að geta ómögulega unað við að númeraplatan raðist GAY eða HIV eða HYR. Er þetta lið með svo lágt sjálfsmat, að það getur ekki hrist af sér skotin frá hinum smásálunum?
Er þetta fólk ekki búið að taka út félagslegan þroska eftir að grunnskóla sleppti?
Og mikið ósköp skína fordómarnir í gegn. Þetta er þá liðið sem á tyllidögum "hefur ekkert á móti hommum" eða "hefur fullan skilning á aðstöðu HIV-sjúkra", en getur engan veginn afborið að handahófsröðuð númeraplata sé á bílnum, -þvi hún gefur svo mikið í skyn.
Hvað svo? Hvaða karlpungur fer síðan í kleinu yfir að fá bílnúmerið KVK, DIS, EVA, UNA, ROS? -fólk gæti haldið að hann vær keddling! Hver fer svo að kveinka sér yfir STD (fólk heldur að ég sé með kynsjúkdóm!), KKK (fólk heldur að ég sé í klaninu!), XXX (fólk heldur áð ég sé klámhundur!), KUK (fólk heldur að ég sé að kúkur!), PIS (hann Mulli á dekkjaverkstæðinu kallaði mig pissúdúkku!), RUM (fók heldur að ég sé alki!), POT (fólk heldur að ég reyki hass!) ... osfrv.
Smásálir. Pakk.
-En svei mér, ef ég hef ekki fengið hugljómun. Ef fólk kann ekki nógu vel við HIV eða GAY, þá er sjálfsagt að skipta út plötunni fyrir eitthvað meira viðeigandi, og byrja á stafaröðinni FOL.
Blátt bann við dónalegum bílnúmerum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þar aftasti og næst aftasti stafirnir í þessum blessuðu númerum liggja ekki saman þar sem skoðunarmiðinn kemur á milli þeirra mynda þessi númer ekki orð. Ég sé heldur ekkert dónalegt við orðið GAY t.d.. og tel ég þetta jaðra við fordóma gagnvart samkynhneigðum. En skoðanir fólk eru víst misjafnar en mér þykir þetta full langt gengið að taka þessi númer út.
Aðalheiður Kristjánsdóttir, 15.12.2007 kl. 19:45
Mér finnst líklegra að þessi maður hafi verið hræddur um að fólk myndi líta á númeraplötuna sem yfirlýsingu, það eru fleiri sem lesa gay útúr þessu heldur en G - A - Y. Og HIV er ekkert svo huggulegt heldur, þú lítur ekki á þetta frá sjónarhorni þeirra sem fá svona númer. Það finnst mér örlítið þröngsýnt.
Sunna (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 21:02
Hversvegna voru númer sem byrja á OJ ekki tekin út úr eldra kerfinu?
Reyndar hefði verið hægt að koma í veg fyrir svona með því að hræra saman tölunum og bókstöfunum. Ætli fólk færi kannske líka að gera sama vesen yfir G1A7Y?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.12.2007 kl. 21:26
Sunna: þetta er bílnúmer, á [friggin'] plötu! Það er eitthvað að ef fullorðið fók hefur ekki sterkari sjálfsmynd en svo, að óttast álit almennings út af uppröðun bókstafa á númeraplötunni á bílnum!
Æ, þú ert fattlaus. Fyrst þér þykir sjónarhornið mitt þröngsýnt, reyndu þá að sjá fyrir þér hvernig það horfir við samkynhneigðum og HIV sjúkum að fólk geti ómögulega sætt sig við að bókstafirnir GAY og HIV raðist saman á bílnúmerinu þeirra!
Og að halda því fram að númer sem raðast upp GAY eða HIV eða KVK eða hvaðeina séu dónalegri en hver önnur uppröðun, er auðvitað ekkert annað en fordómar. Fólk sem missir sig yfir að hreppa slíkt númer, vill augljóslega setja sem skýrust skil á milli síns litla sjálfs, og þess sem stafirnir á númeraplötunni tákna.
Fari þetta pakk í fúlan.
Promotor Fidei, 15.12.2007 kl. 22:50
Maður getur nú eiginlega ekki annað en hlegið að barnaskap og spéhræðslu þessa fólks sem þorir ekki, mannorðs síns vegna, að keyra um með svona bílnúmer. Þetta er eitthvað svo sorglega lame að ég hefði nú frekar búist við þessu frá Færeyingum...en svona er Ísland í dag!
Það var viðtal við eiganda umrædds bíls í fréttatíma stöðvar 2 í kvöld...ég trúi ekki öðru en að karl greyið verði fyrir meiri stríðni eftir þetta viðtal heldur en hann hefði látið sig hafa að keyra um á þessu "dónalega" númeri. Hann hefði átt að fá FA-G69 í staðinn!
Róbert Björnsson, 16.12.2007 kl. 01:32
Þegar þú sérð númeraplötu sem stendur á HEITUR hugsarðu þá ekki vá... aldeilis er þessi góður með sig... eða FOLI... eða eitthvað í ætt við það. Ef þú heldur að ég sé fordómafull gagnvart samkynhneigðu fólki þá er það rangt. Ég vissi nú ekki fyrr en ég las þetta blogg að til væru fordómar í garð fólks smitaðs HIV. En þú hlýtur að geta séð afhverju fólk sé ósátt við þetta, þó svo að þú sért það ekki og finnist það alveg fáránlegt.
Sunna (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 02:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.