66. Aumingjakvóti kvenna

Að Glitnismenn skuli láta hafa það eftir sér að  það sé "sjálfsagt mál að fylgja þessu".

 

Ekki myndi ég vilja vera kona í stjórn norsks fyrirtækis eftir áramót. -Norskar konur í stjórnum munu hér eftir alltaf vera með það merki á sér að hafa ekki fengið starfið í krafti eigin verðleika, heldur vegna einhverskonar "aumingjakvóta".

Greindar og hæfileikaríkar konur, þessi 6% sem áttu sæti í stjórnum norskra fyrirtækja áður en löggjafinn fór að skipta sér af, þurfa nú að sætta sig við að störf þeirra eru metin fyrst út frá kyni -síðan út frá hæfni.

 

Hversu mörg fyrirtæki ætli fari þá leið að bæta sætum í fullskipaða stjórn, og pota þar konum upp á punt til þess eins að uppfylla skilyrði lagana? Hversu margar fimm-manna stjórnir eru nú orðnar níu-manna, þar sem fjórar konur úr kompaníinu fá stjórnarsetutitillinn bara til skrauts, og fá ekki að hafa neitt að segja um rekstur fyrirtækisins. -Mikill sigur fyrir konur það.

 

Þegar norsk kona sækist eftir starfi á alþjóðlegum markaði eftirleiðis, verður það algjörlega marklaust fyrir hana að flagga því að hafa átt sæti í stjórn fyrirtækis.

 

Ekki myndi ég heldur vilja eiga norskt fyrirtæki í dag -þar sem löggjafinn meinar mér að ráða því sjálfur hvaða starfsmenn mér þykja hæfastir í hverja stöðu. Nú þyrfti ég að meina hæfari mönnum um stjórnarsetu, vegna þess að þeir eru ekki með réttu kynfærin. -Aldeilis jafnréttið.

 

Það sem blessaðir Norðmennirnir er að gera, jafn vel meinandi og þeir eru, er ekkert annað en að rústa faglegu orðspori hæfra kvenna, eyðileggja norska vinnumarkaðinn fyrir konum, og setja norsk fyrirtæki í spennitreyju.

 

Menn sem eru á móti mismunun, og hlynntir viðskiptafrelsi, geta ekki annað en kennt í brjósti um Norðmenn.


mbl.is Kynjakvóti tekur gildi í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er nú búsettur hérna úti og ég get lofað ér að meira að segja málsmetandi konur í norsku atvinnulífi orðuðu sig ákaflega kuldalega um þetta mál þegar það var á umræðustigi.  Ein sem þorði að tala hátt sagði þetta vera einfalda og skilvirka aðferð til að eyðileggja faglegan trúverðuleika kvenna um ókomin ár.  Heyr heyr.  En ég vil þó bæta við að þessi reglugerð á aðeins við um fyrirtæki sem eru skráð sem almenn hlutafélög (ASA) og bréf þessa fyrirtækja eru seld á opnum markaði.  Önnur fyrirtæki sem eru hlutafélög en ekki skráð á verðbréfamarkað (AS) þurfa ekki að ráða til sín aðrar konur en þær sem passa fullomlega í stjórnarsætið sem laust kann að vera.

U (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband