91. Farið fádæma illa með stórar fjárhæðir: útreikningar

Hröð gúgglun leiðir í ljós að landsframleiðsla 2005 var 1012 milljarðar (um, 3,3 milljónir á hvert mannsbarn)

Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu og prósentutölunum sem koma fram í greininni má ætla að fjöldi námsmanna sé:

5-14 ára: 44.500

15-19 ára: 18.000

20-30 ára: 17.400

Samtals eru þetta rétt tæplega 80.000 námsmenn.

Mun um 8% af vergri landsframleiðslu hafa verið varið í að mennta þetta fólk, sem gerir rétt tæplega 8,1 milljarð.

Að meðaltali gerir það rétt rösklega milljón á hvern námsmann.

 

Þetta er alveg geypileg fjárhæð og blasir við hversu afspyrnuilla er farið með peningana. Það blasir líka við að einhvers staðar eru peningarnir að hverfa í algjöra vitleysu.

Hversu mikil er viðvera háskólastúdents í hugvísindafagi? Kannski 15 klst á viku, sem gerir þá 540 klst yfir veturinn. Hver klukkustund af kennslu er að kosta 1.851 kr per nemanda. Ef ekki nema 15 manns eru í kennslustundunni ætti kennari að fá borgaðar 27.000 kr fyrir hverja klukkustund sem hann kennir. Eftir 10-20 kennslustundir í mánuði ætti kennarinn að vera komin með gott mánaðarkaup, og eiga þó eftir 140 klukkustundir af vinnuskyldu til að stunda rannsóknir og fræðibókaskrif.

Eða grunnskólarnir: Ef skólaárið kostar 1 milljón, kostar hver af 9 kennslumánuðum 111.000 kr. Ef ekki nema 20 krakkar eru í bekk gerir það um 2,2 milljónir á mánuði til að greiða fyrir menntunina. Hversu mörg stöðugildi þarf til að kenna 20 krökkum sem þurfa að vera 6-7 klst í skólanum á dag? Ef tveir deildu verkinu með sér ættu þeir, ef tölurnar eru réttar, hvor um sig að geta haft röska milljón í laun fyrir að vinna hálfan vinnudag.

 

Hvert eru allar þessar geypilegu fjárhæðir að hverfa? Hvar er ofmannað? Hver er ekki að vinna vinnuna sína? Hvernig stendur á því að við eyðum manna mest í að mennta krakkana okkar, en erum að sýna hvað minnstan námsárangur?

Getur það ekki örugglega verið að frjáls menntamarkaður gæti leyst þetta verkefni betur? Er það ekki deginum ljósara að hið opinbera menntakerfi er óskilvirkt?

 

Svo má endilega bæta því við að ef landsframleiðslu 2005 er deilt á alla vinnandi menn það árið gerir það tæplega 6,3 milljónir á hvern þeirra. Hvar í ósköpunum eru þeir peningar? Hver er að fá þetta í sinn hlut? Ef landsframleiðslan deildist jafnt á alla ættu meðal mánaðarlaun að vera röskar 500.000 kr. Hvert eru þessir fjármunir að fara?


mbl.is Ísland ver mestu til skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Helmingur kostnaðar í rekstri eru laun, þannig þú getur byrjað á því að deila með 2, Háskólanám er ódýrara en þeir sem yngri eru.

Hvert grunnskólabarn kostar "bara" um 750þ. svo eru það börn með sérþarfir sem kosta þá heilt stöðugildi með launatengdum gjöldum eða 8-12mil. á ári. Þetta er náttúrulega miklu ódýrara hjá þeim 84% heimsbyggðar sem mennta ekki eða bera út börn með sérþarfir.

Kennslan er 25% af ágúst, og 33% af júní, þá eru frímánuðirnir bara 0,66+1+0,75= 2,41, Það er bara 10vikur og þá eru kennarar á hálfum launum og þurfa sumarfrí.

Kennarinn kostar semsagt 5mil. með launtengdum gjöldum og skólinn fær 15mil. fyrir 20 nemendur og það þarf sund og íþróttir og ferðalög, gangaverði, gangbrautaverði, skólaakstur, húsnæði yfir höfuð, yfirstjórn ritara, bækur.

Stundum eru færri en 20 nemendur td. 10 þá þarf framlagið væntanlega að vera nærri helmingi hærra. og kennarar geta orðið veikir, forfallakennarar eru dýrari og þá eru 2 á launum fyrir sama hlut.

En það sem við erum sammála um er að það er mjög mikilvægt að það séu 20-28 í bekk, þó að það kosti töluverðan akstur, því annars verður dýrt að eiga heima í sveitarfélaginu.

Háskólar leggja líka niður kúrsa ef nemendur eru færri en eitthvað ákveðið og sum nám byrja bara á haustin og önnur jafnvel bara annað hvert ár. Margt þarf maður að læra erlendis.

Svo ekki sé talað um hagnaðinn af því að eiga nóg af sprenglærðu fólki.

Ef við gefum okkur að stúdent er með 200þ. á mánuði og 3ára háskólagenginn með 300þ. og borgar þannig 50þ. meira í skatt í 40ár eða 24mil. Enda fengið 10+4+3ára nám sem kostaði um 13mil. en fyrstu 10árinn eru nú líka pössun ekki eigum við að fara að láta undir 16ára vinna.  Síðustu 7 árinn kosta 5-7mil og þær eru fengnar 4-6falt til baka.

Johnny Bravo, 9.9.2008 kl. 13:20

2 identicon

Ef þú vissir hvað skólagjöld erlendis, t.d. í Bandaríkjunum væru, efast ég um að þér fyndist milljón mikið

Ásdís (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:34

3 identicon

Miljón! Fyrir öll mannvirki sem standa háskólanema eins og sjálfum mér til boða ásamt allri þjónustunni.

Blessaður vertu þetta er ekki neitt og fyndist mér ekkert að því að tvöfalda þessa tölu, það er að ríkið leggji fram 16 milljarði, ef það er gerlegt og loksins gera kennurunum eins hátt undir höfði og þeir eiga skilið.

Hrafn (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:49

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Hér í frjálshyggjulandinu Bandaríkjunum hef ég gengið í ríkis-háskóla þar sem 40% skólagjalda eru niðurgreidd af fylkinu (Minnesota) og fyrir hvern $1 sem ég borga í skólagjöld greiðir fylkið $1.07 á móti til skólakerfisins. (sjá hér)

Fyrir utan "Academic and Cultural Sharing Scholarship" sem býðst öllum erlendum nemendum og $10,000 dollara laun í boði fyrir 20 tíma vinnuviku sem "Graduate Assistant", telst mér til að The Great State of Minnesota hafi pungað út a.m.k. tveimur milljónum króna fyrir mína menntun!  Geri aðrir betur. 

Róbert Björnsson, 9.9.2008 kl. 17:42

5 Smámynd: Promotor Fidei

Jafnvel þó ég bæti leikskólanemendum inn í reikningana þá á ég fjarskaerfitt með að skilja hvert þessar upphæðir eru að fara.

Hversu svakalegur peningur er að fara í aðra kostnaðarliði þegar aðeins helmingur af kostnaði skólareksturs er að fara í laun, eins og "Hrafn" heldur fram? Hversu mikið getur húsnæðið utan um 20 manna bekk kostað? Hversu dýrt getur það verið að bjóða upp á sérúrræði fyirr krakka með námsörðugleika? Hversu marga þarf að hafa í fullu starfi til að þjónusta þau börn sem þurfa mesta aðstoð?

Ég get ekki öðru trúað en að nýtingin á peningunum sé ekki í lagi. Ef heimilin í landinu væru að borga eina milljón í skólagjöld á ári fyrir hvert barn -milliliðalaust, í stað þess að láta Ríkið taka peninginn af laununum og beina síðan í skólana- þá myndi heldur betur vera gerð krafa um meiri árangur og betri þjónustu en nú þegar er veitt.

Ég efast ekki um að með aðhaldi frjáls markaðar myndi nýtingin á peningunum snarbatna, og gæði menntunar á íslandi um leið.

Promotor Fidei, 20.9.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband