30.11.2008 | 22:42
94. Almennir starfsmenn RÚV einnig með eðalkaup
Það er gaman að rýna betur í launatölurnar.
Ekki er nóg með að lykilstjórnendur fyrirtækisins séu með firnagott kaup, heldur eru meðallaun almennra starfsmanna alls ekki amaleg miðað við það sem gengur og gerist á fjölmiðlamarkaði.
Í ársskýrslunni kemur fram að laun voru 1.756 milljónir (og launatengd gjöld 393 milljónir). Þetta skiptist á 324 störf.
Ef við drögum frá lykilstjórnendurna og launin þeirra gerir það að meðaltali 437.000 kr á hvern undirsáta í fyrirtækinu per mánuð (og 96.000 kr að auki í launatengd gjöld).
Eitthvað þekki ég til á fjölmiðlamarkaði og þykist vita að þetta þættu fjarskagóð laun á þeim fjölmiðlum sem ekki njóta ríkisstyrkja og skylduáskriftar.
Viðauki:
Margt annað áhugavert leynist í ársreikningnum. Launakostnaður fyrirtækisins hefur næstum þrefaldast frá síðasta tímabili (laun úr 692 milljónum í 1.756 milljónir).
Fjármagnsgjöld hafa fjórfaldast, voru 160 milljónir 2007 en eru nú 874 milljónir!!
Tekjur af afnotagjöldum aukast um 1,7 milljarða (154%), úr 1,1 milljarði í 2,8 milljarða, Auglýsingatekjur fara nærri því að þrefaldast, úr 516 milljónum í 1,36 milljarða. -Þrátt fyrir þessa miklu aukningu tekna (sem að stórum hluta skrifast á hækkuð afnotagjöld handa þjóðinni, lendir fyrirtækið í svona drastískri krísu.
Ef ég ætti fyrirtækið þá myndi ég skipta um yfirstjórn, eftir svona frammistöðu.
...hver á annars þetta fyrirtæki?
Árslaun útvarpsstjóra 18 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til að hafa samanburðinn raunhæfan þá þarf að taka fyrra tímabilið og uppreikna það til 12 mánaða. Fyrra tímabilið er einungis fimm mánuðir en seinna er fyrsta heila reikningsár RÚV ohf.
Samt svakalegt að sjá hvernig Páli og meðreiðarsveinum hans gengur að eyðileggja stofnunina.
Stöndum vörð um RÚV!
101 (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 23:28
Takk fyrir þessa ábendingu 101. Ekki fyrir óinnvígða að túlka þennan ársreikning
Promotor Fidei, 30.11.2008 kl. 23:33
Ráðningu Páls á sýnum tíma kallaði ég stöð 2 væðingu RUV það er greinilega að koma á dagin og ohf. bullið greinilega ýtt undir.
Kristján Birnir Ivansson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 23:40
Munið núna eftir því þegar Geir Hilmar gat ekki skilið hversvegna fréttamaður spurði hann um lausatök í ríkisfjármálum. Hann hefur einfaldlega verið að vitna í viðbjóðslegt rán yfirmanns síns úr ríkissjóði, öðrum orðum kistan sem geymir skattana okkar. SIÐLEYSI!!!!!!
g (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 01:12
Kæri dulnefningur. Ég er það sem þú kallar undirsáti á RÚV og mín laun komast ekki nálægt þessum 437.000 krónum sem þú telur vera meðallaun "undirsáta".
Þú þarft að fara betur yfir þetta, ég held að þú sért að skauta framhjá ýmsum atriðum eins og t.d. millistjórnendum o.fl.
Gudmundur Benediktsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 02:00
400.000 hver lifir svo sem af því góðu lífi? Amk hafa þessir ríkisstarfsmenn gefið upp allar sínar tekjur og greitt í Kassann sem fjármagnar sameiginlegu neysluna okkar. Hvað er með alla Verktakana sem vinna stöðugt undir yfirskini Listamannalauna? Finnst ykkur réttlátt að þeir komist skyndilega á atvinnuleysisbætur?
Káta (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 03:47
Kæri Guðmundur Benediktsson
Meðallaunin 437.000 kr eru fengin með því að deila í launalið ársreikningsins með þeim fjölda starfa sem tilgreint er í ársreikningnum að séu hjá fyrirtækinu.
Þá hef ég dregið frá 11 lykilstjórnendurna og laun þeirra.
Ef þú ert ekki að fá 437.000 kr er einhver annar innan fyrirtækisins að fá þeim mun meira. Meðaltalið lýgur ekki.
Promotor Fidei, 1.12.2008 kl. 11:26
Ég hef ekki farið yfir þennan ársreikning, en þeir sem ég vinn með eru ekki með 437.000 krónur á mánuði mér finnst eitthvað vanta í þetta. Reyndar vinna margir vaktavinnu og það telur.
En finnst þér 437.000 vera ofurlaun?
Gudmundur Benediktsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:18
437.000 kr þykja heldur betur góð laun á þeim fjölmiðlum sem ég þekki til -meira að segja þó vaktavinnuálag sé tekið með í reikninginn.
svo má það liggja milli hluta hvort meðallaunin eru "há" á Rúv eða einfaldlega déskoti "lág" á öðrum stöðum.
Promotor Fidei, 2.12.2008 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.