96. Cry me a river

Ég á ósköp bágt með að vorkenna fasteignasölum.

Þegar maður lítur á sölutölurnar, núna þegar markaðurinn er helfrosinn, þá er ekki annað að sjá en fasteignasalarnir  eigi að geta haft það bærilegt miðað við marga aðra.

Forsendurnar eru þessar:

Heildarvelta síðustu söluviku var 1.185 milljónir á helstu sölusvæðum.

Ef maður skimar heimasíðu félags fasteignasala má þar telja eitthvað yfir 200 löggilta félagsmenn

Algeng söluþóknun er 1,5%

1.185.000.000 kr x 1,5% / 200 fasteignasalar x 4,3 vikur mánaðarins = 382.000 kr í mánaðarlaun að jafnaði.

Auðvitað þurfa grey skinnin að standa straum af einhverjum rekstrarkostnaði, en þeir ættu alveg að geta lifað af þessu.

Á bak við þessa veltu eru 41 eign, sem jafngildir að hver löggiltur meðlimur í félagi fasteignasala þurfi að selja 0,8 eignir á mánuði. -Ég held það sé ekki amalegt að fá nærri 400.000 kr fyrir að framkvæma tæplega eina sölu á vinnumánuði.

Og þetta eru launin sem þeir eru með í algjörri markaðskreppu. Hvernig var þá ástandið á þeim þegar veltan var margfalt meiri?


mbl.is Um 80% hafa misst vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Þeir þurfa nú að reka fyrirtæki eins og aðrir, ég er hræddur um að margar aðrar starfsstéttir myndu reiknast með nokkuð hærri laun en raunin er ef ekki væri gert ráð fyrir neinum kostnaði nema launakostnaði.

Hitt er annað mál að við þurfum ekki að vorkenna þeim til að vilja hjálpa þeim, hagsmunir þeirra fara saman við hagsmuni húseigenda á landinu. Ef það losnar ekki um markaðinn þá hrapar allar eignir í verði. 

Páll Jónsson, 3.12.2008 kl. 14:29

2 identicon

Þú gerir þér grein fyrir því að á bakvið eina fasteignasölu eru kannski ekki nema 1-2 löggiltir fasteignasalar, hinir eru sölufulltrúar ríflega 70-80 %fasteignasala eru ekki löggiltir, heldur sölufulltrúar. Þannig að þessi útreikningur hjá þér er ekki alveg að ganga upp.......

Solla (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:31

3 identicon

Þeir eiga sök á þessu ástandi hjá fólki með græðgi og  meyga gráta mín vegna og þeir sem verða eftir eru sölumenn ,

ADOLF (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:39

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

það eru ekki bara fasteignasalar sem vinna á fasteignasölum þar koma aðrir að líka, svo væri nú gott ef að þú tækir rekstrarkostnað inn líka en ég veit fyrir víst að hann er drjúgur þannig að ef að þú tækir þessar tölur og reiknaðir uppá nýtt er ég ekki svo viss um að það væri girnilegt að vera í þessari starfsstétt.

Kristberg Snjólfsson, 3.12.2008 kl. 14:43

5 Smámynd: Promotor Fidei

Solla: Já, stór hluti þeirra sem hafa verið að selja fasteignir síðustu ár eru sölufulltrúar -ósérhæfðir "sölumenn" sem hafa verið með fúlgur í laun á meðan fasteignabólan vara að vaxa, og ég leyfi mér að fullyrða að höfðu ekki mikið fyrir kaupinu. Ætli þetta séu ekki þessi 70-80% sem er verið að grisja af fasteignasölunum núna, og þó það nú væri.

Þetta var fyrir löngu orðin feit stétt, og tími til að hún færi í megrun, og fengi í leiðinni að hafa aðeins fyrir laununum. Ég þykist viss um að ég geti ekki fundið þann sem selt hefur fasteign síðsutu árin sem getur haldið því fram að fasteignasalinn hafi með sann unnið fyrir söluþóknuninni, -óska ég hér með eftir þeim sem hafa reynt annað)

Og jújú, reiknum inn í einhvern rekstrarkostnað, en hún þarf að vera dýr, leigan á skrifstofunni, ef ekki verður eitthvað bærilegt eftir af 400.000-kallinum.

Reiknum þá líka inn í hagnaðinn síðustu, kva... 8 árin? Hafa fasteignasalar þá einhverja ástæðu til að kvarta?

Aðgerðirnar sem Fasteignasalar hafa svo verið að leggja til: hærri vaxtabætur, hagstæðari lán o.s.fr.v. þykja mér litaðar af bæði lélegri þekkingu á lögmálum hagfræði -og það skín í gegn að fasteignasalar vilja að hið opinbera (þ.e. skattborgarar) dæli inn peningum í einni eða annarri mynd á fasteignamrakaðinn, til að skjóta verðinu aðeins upp, svo fasteignasalarnir fái aðeins meira að gera, þangað til bólan springur aftur.

Heilbrigðasti fasteignamarkaðurinn er sá sem er algjörlega laus við ríkisafskipti, hvort heldur í formi ríksstyrktra íbúðalána eða vaxtabóta. Hvers kyns tilraunir hins opinbera til að lækka byrði almennings af því að eiga fasteign leiða bara til þess að markaðurinn hækkar verðið aftur upp að greiðsluþoli kaupenda.

-Hagsmunir fasteignasala held ég að fari alls ekki svo vel saman við hagsmuni húseigenda, líkt og Páll heldur fram hér að ofan.

Promotor Fidei, 3.12.2008 kl. 15:13

6 identicon

Já einmitt. Þetta er svona einfallt eða hitt og heldur. Ég mæli með að menn tjá sig ekki um umræðuefni sem þeir hafa ekki hundsvit á !

Ingólfur G. (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 15:43

7 Smámynd: Promotor Fidei

Leiðréttinga er óskað á hvers kyns rangfærslum sem fram koma í þessu bloggi eða athugasemdum við stakar færslur.

Promotor Fidei, 3.12.2008 kl. 17:13

8 Smámynd: Promotor Fidei

Já, og p.s. ef einhverjir fasteignasalar telja að sér vegið eða stéttinni í heild þá mega þeir endilega lýsa nánar (og nafnlaust) kjörum sínum nú og síðustu árin, og hvernig vinnudeginum er varið -hversu margar vinnustundir, útgjöld og erfiði fylgja venjulegri sölu.

Promotor Fidei, 3.12.2008 kl. 17:19

9 Smámynd: Promotor Fidei

p.p.s. Einn fasteignasali bloggar við sömu frétt og heldur því fram að söluprósenta íslenskra fasteignasala sé með lægasta móti, og hafi lækkað óhóflega eftir að fleiri komu inn á fasteignasölumarkaðinn.

Gaman væri að fá reiknað hvað fasteignasalar eru að jafnaði með í tímakaup, og á hvaða grundvelli sú hefð hefur þróast að þóknun fasteignasala sé prósenta af þeim verðmætum sem þeir annast sölu á. Bera fasteignasalar einhverja ábyrgð eða áhættu á sölunni/eigninni? Hefur reynt á þá ábyrgð svo einhverju nemi og eru þá dæmin fleiri eða færri um að fasteignaslar komist undan ábyrgð frekar en hitt?

Hitt hef ég líka fyrir satt að útí í heimi séu þóknanir fasteignasala einmitt lægri, algent að sé um 1%, en hins vegar bætist oft ofan á þá þóknun kostnaður við þjónustu sérhæfðs lögfræðings eða nótaríusar sem gengur úr skugga um eignarhald og veðbönd á eignini (í löndum þar sem ekki er til apparat svipað veðbók sýslumanns eins og við búum við hér), þá er það oft svo að bæði seljandi og kaupandi eru með sinn "agent" og gætir þá hvor fyrir sig hagsmuna síns skjólstæðings.

Ég held ég sé ekki einn um þessar skoðanir/spurningar um fasteignasalastéttina íslensku og fagna því ef einhver innanbúðarmaður vill leiðrétta það ef ég er með ranghugmyndir.

Promotor Fidei, 3.12.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband