98. Hvenær var það samþykkt að endurbyggja húsin?

Einhvern veginn fór hún fram hjá mér sú umræða sem endaði með því að ákveðið var að endurbyggja þessa kumbalda.

Hvaða pólitíkus á heiðurinn að þessari niðurstöðu? Ágætt að halda því nafni til haga.

Ekki voru þetta spennandi hús og komin úr algjöru samhengi við byggingarnar sem reistar hafa verið í kring. Á þessum reit á að vera amk 4-5 hæða bygging, en ekki tveggja hæða gervi-antík með kebab-búllu og næturklúbb eins og var.

Byggingin má svo vera smekkleg og vönduð, leita innblásturs í Apóteksbyggingunni og Hótel Borg frekar en eitthvað annað. Eitthvað í anda fallegri bygginganna á Oxford stræti eða Champs-Élysées gæti gert mikið á þessum stað.

Og þá kannski fer að verða einhver von til að hjarta miðbæjarins öðlist einhverja reisn.


mbl.is Timburþilið lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er ég sammála því

Guðbergur Geir Erlendsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:11

2 identicon

Já það væri góð hugmynd, frekar dapurt þetta kofa rusl í rvk

pixxy (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:25

3 identicon

Þessir kofar eru miðborginn!! þetta kemur fólk að sjá ekki einhver hús í anda oxford.... ef fólk vill sjá það þá ferð það til oxford og það eina sem er að drepa reisn 101 er allar þessar forljótu nýbygingar sem passa alls ekki inn í umhverfið. það sem þarf að gera er að viðhalda þessum "gömlu kofum" og setja þá í gott stand!!

101 (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:36

4 identicon

Það á að rífa þetta drasl

Högni Brekason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:45

5 identicon

Nýtt deiliskipulag var auglyst í vor á þessu ári og samþykkt einhvern tíman núna í haust. Hérna á vef Reykjavíkurborgar geturðu skoðað skipulagið og þrívíddarmyndir: http://reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-1604/2425_read-10951

Mér lýst bara vel á það. Það á að hækka húsið við Lækjagötu um eina hæð svo það verður 3 hæðir + ris, svo gaflinn á kassabyggingunni (Iðuhúsið) við hlið þess verður ekki jafn áberandi. Einnig á að endurbyggja Nýja Bíó sem var mjög falleg bygging. Þetta deiliskipulag er nákvæmlega í þeim anda sem ég vil sjá, þar sem virðing er borin fyrir byggingarsögu borgarinnar og dregið fram það sem er sérstakt við miðborgina. Það væri út í hött og mundi gjörsamlega gera miðborgina steingelda, ef allar gamlar og hefðbundnar byggingar gamla bæjarins væru þurkaðar út og eitthvað í anda Borgartúns byggt þar í staðinn.

Hlynur (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:57

6 identicon

Stórborgir.. oj.

 Það fallegasta við Reykjavík eru einmitt gömlu húsin í miðbænum. Það er að mínu mati nóg pláss fyrir stórhýsi og svoleiðis níhílisma (já ég sagði það!) annars staðar.

 En á hinn boginn þá er ég utan af landi og á ekkert með að segja ykkur hvernig þið ættuð að fara að þessu. Ég fer bara útí Flatey og nýt mín til fulls :)

smeppi (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:21

7 Smámynd: Promotor Fidei

Hlynur. Takk fyrir þennan hlekk.

Það á semsagt ekki bara að feika þetta, heldur á að  brengla arkitektúrinn á húsunum enn meira en nú er með því að copy-pasta bara sísvona inn einni auka hæð þar sem þarf.

Mér þykir þetta aldeilis ekki smekkleg götumynd.

Lítil og rómantísk gömul hús eru góð og gild, en það er bara búið að byggja þannig upp þarna í  kring að feik og lágreist antík harmónerar engan veginn við umhverfið, ekki frekar en ullarhosur við jakkaföt. Til að heildarmyndin yrði þá ásættanleg þyrfti að rífa nýrri hlutan ofan af Héraðsdómi, fjarlægja Iðuhúsið, Jómfrúarhúsið, og helst líka Eymundssonbygginguna. -En það gefur auga leið að slíkt er ekkert að fara að gerast. Einmitt á þessu svæði í bænum eiga bara lágreistir gervitimburhjallar ekki neitt erindi.

Þetta er miðjan á miðju miðbæjarins, en það vantar samræmingu á borgarmyndina á þessu svæði -sú samræming fæst með því að byggja hús sem er svipað að hæð og stærð og húsin í kring -en klassískt í hönnun svo það harmóneri vel við heildarblæinn á miðbænum.

Það er svo nóg af lágreistum húsum á Laugaveginum og í Grjótaþorpinu.

Svo ótal, ótal margt mælir gegn því að byggt verði eins og nú stefnir í.

Hér er mín tillaga, geta lesendur giskað hvaða bygging þetta er.

http://k43.pbase.com/g6/35/90635/2/80598442.YgP75zZ4.jpg

Promotor Fidei, 10.12.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband