99. That's all folks

Það er hætt við að ekki verði fleiri færslur á Hnoðrablogginu.

Segi ég, og tek sénsinn á að vera dramatískur.

Morgunblaðið lokaði fyrir fréttatengingar í nafnlaus blogg í byrjun árs. Þetta blogg hefur einkum verið til að kommenta við fréttir, og aðalhvatinn fyrir skrifunum að leyfa rödd frelsis til athafna og siða að heyrast í þeim mikla siðavöndunar- og forræðishyggjukór sem yfirleitt hljómar í bloggtengingum við fréttir.

Ákvörðun Morgunblaðsins er svosem skiljanleg, en ekki sérstaklega göfug. Nafnlaus umræða er erfið viðfangs en oft á tíðum nauðsynleg til að allar skoðanir fái að heyrast. Þær skoðanir sem setja þarf fram í nafnleysi eru ekki endilega rangar, og raunar oft réttari en það sem maður getur óhræddur sagt á torgum. Þess þekkjast mörg dæmi í sögunni að vitrir einstaklingar hafa þurft að tjá sig nafnlaust um viðkvæm mál og móta þær skoðanir sem þeir gátu sett fram í skjóli nafnleysis viðhorf okkar í dag, til hins betra.

Þetta hefur verið ágætis törn. Mikið hefur t.d. þurft að skrifa um fráleita dómahegðun í kynferðismálum þar sem farið er að refsa harðlega unglingum fyrir að sofa hjá öðrum unglingum. Einnig hafa skattar og einkennilegar stjórnmála- og skipulagsáherslur verið til umræðu.

Þegar litið er yfir ferilinn þá virðist flest hafa verið ágætlega skrifað. Það er helst áberandi hversu afskaplega mikið af víðáttuheimskum hugmyndum kemur fram hjá þeim sem einhverju ráða hér á landi, hvort heldur það eru skipulagshugmyndir um lestar eða tillögur kennarafélaga um að ekki megi kenna á leikskóla án þess að vera með framhaldsgráðu frá háskóla.

Full þörf hefur aldeilis verið fyrir þetta blogg, en nú er þessu lokið í bili.

...eða kannski maður skelli sér í pólitík? Launin eru ekki svo amaleg á þingi.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég mun sakna allra radda sem þagna á þessum erfiðu tímum Hnoðri minn.  Varðu vel með þig og endilega skelltu þér út í pólitíkina, hina nýju tökum höndum saman um að stofna nýtt Ísland.  Réttlátara opnara og virðingarverðara samfélag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Tiger

Uss, ég skil ekki þessa reglu hjá Mbl.is - hefði verið alveg nóg að loka bara fyrir tengingar við fréttir - en að sjá til þess að bloggið birtist hvergi nema í stjórnborði hjá bloggvinum - fynnst mér algert frat. Hætti sjálfur í mánuð vegna þessa ... en er byrjaður aftur samt.

Tiger, 5.2.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband