74. Fáfræði, hýstería og smáborgarar á skrímslaveiðum.

Hann er leiðinlegur tónninn í frétt Mbl.is. Dregin er upp mynd af dýri sem reynir að berjast fyrir lífi sínu, en er síðan drepið með eitri af sigursælum veiðimönnum lögreglunnar.

Þá riðu hetjur um héruð, eða hitt þó heldur.

 

spiderÞað er alltaf leiðinlegt ef drepa þarf dýr -meira að segja áttfætt- og boðar ekki gott ef fólk er svo skert samúð með annarri lifandi veru að búin er til svona skemmtirásögn af dýradrápi, og það á dýri sem stafar engin hætta af.

Tarantúlur eru nefnilega ekki hættuleg dýr. Þær tegundir sem haldnar eru sem gæludýr eru friðsamar og bíta ekki heldur þvert á móti róast þegar þær eru teknar upp í hlýjar og mjúkar hendur. En eins og öll dýr getur tarantúlan bitið ef henni finnst lífi hennar ógnað, eða ef verið er að meiða hana. Bit tarantúlunar er hins vegar ekki banvænt mannfólki, og jafnast helst á við geitungsbit. Sumir geta sýnt sterk ofnæmisviðbrögð við bitinu, og þurfa þá að leita sér strax aðstoðar.

Svo er rétt að það fljóti með að áður en þær bíta, reyna tarantúlurnar að ógna, lyfta upp framfótunum eða frambúkinum, og sumar gefa frá sér örlítið hvæs. Ef sá sem ógnar köngulónni lætur sér ekki segjast, þá slær hún til hans með framlöppunum, og ef það dugar ekki til þá flýr köngulóin ef hún getur, en bítur annars.

Þetta eru annars hin mestu meinleysisskinn, þó þær verki mis krúttlegar á fólk.

 

Það er svo rétt að minna á að þær tegundir köngulóa sem hættulegastar eru láta yfirleitt lítið yfir sér. Sicarius (Six eyed sand spider), Loxosceles (Recluse spider), Phoneutrea (Brazilian wandering spider), Atrax (Australian venomous funnel-web spiders) og Svarta ekkjan eru þær tegundir sem helst geta verið hættulegar mannfólki. Í nær öllum tilvikum er þó hægt að lágmarka skaða og koma í veg fyrir andlát með því að leita strax til sérfræðing og fá mótefni við eitrinu. Hættulegustu tegundirnar láta fólk yfirleitt í friði.

 

Hitt er líka merkilegt hvers kónar fólk ræðst til starfa hjá lögreglunni, því það virðist stutt í drápsfýsnina. Hver man ekki eftir rebba sem reyndist of mannelskur í einhverju sjávarplássinu hér um daginn, og var þess vegna plaffaður niður af löggunni fyrir að virða ekki bæjarmörkin. Þetta eru óneitanlega spes týpur sem halda uppi lögum og reglu.

Ef við svo skoðum tölfræðina, þá kemur í ljós að lögreglumenn eru valdir að miklu fleiri dauðsföllum en tarantúlur nokkurntíma. Í mínum huga er ekki nokkur spurning hvort er meira "skaðræðiskvikindi".


mbl.is Tarantúlan reyndi að flýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flott grein... og ég er sammála öllu því sem þú hefur sagt hér.

Þessi lög gegn skordýrum, áttfætlum, lindýrum og skriðdýrum eru svo löngu úrelt að það nær ekki nokkurri átt.

Gísli Baldur Bragason (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 18:11

2 Smámynd: halkatla

dásamleg grein. Haf þökk fyrir.

halkatla, 5.2.2008 kl. 18:14

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Vel mælt.

Kveðja,

Baldur F. 

Baldur Fjölnisson, 5.2.2008 kl. 18:18

4 identicon

Var það ekki heilbrigðiseftirlitið sem drap og fargaði dýrinu?

Lögreglan handsamaði aðeins dýrið.

En annars var greinin þín ágæt en ég vill halda í bann á innfluttning dýra, sérstaklega þar sem við vitum ekki hvað þau geta borið með sér af sjúkdómum og slíku.

Lognið Stormsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 20:55

5 Smámynd: Promotor Fidei

Ah jú, rétt er það að heilbrigðisfulltrúinn sá um drápið. Lögreglur eru eftir sem áður miklir asnar oft á tíðum í dýramálum, og Heilbrigðisfulltrúar eru miklir fantar.  

...er skemmst að minnast þess þegar allar dúfurnar í húsdýragarðinum voru drepnar út af fuglaveiki-hysteríu.

Tarantúlur eru merkilegt nok ágætis gæludýr, þó ég sé persónulega meira fyrir hvolpa og kettlinga.

Tarantúlur eru ódýrar í rekstri, auðveldar í ummönnun og skilja ekki eftir sig nein ósköp af óþrifnaði né heldur gefa frá sér lykt.

Ástæður þess að hömlur eru settar á innflutning dýra af þessu tagi er að hamla því að hingað berist nýir dýra- og plöntusjúkdómar, en það er varla nokkur hætta af því að dýr með kalt blóð lifi af íslenskt veðurfar ef þau sleppa, og því varla hætta á að Tarantúlur fari að herja á lunda, lóur og spóa ef þær komast á flakk.

Hins vegar sýnir útbreiðsla þessara dýra að það er ekki mikið vandamál að smygla þeim inn til landsins, og væntanlega hægt að geyma tarantúlu eða snák í góðu yfirlæti í krús á meðan flogið er yfir atlantshafið. Þú smyglar ekki jafnglatt inn ketti eða hundi.

Það væri þá kannski betra ráð að leyfa sölu og innflutning á þessum dýrum, en með hæfilegu (en ekki íþyngjandi) eftirliti. Þannig mætti amk gefa þeim smá heilsutékk við komuna til landsins.

Promotor Fidei, 5.2.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband