76. Einföld leið til að stórlækka bensínkostnaðinn: meira frelsi og minni ríkisafskipti

Mönnum er tíðrætt um síhækkandi bensínverð á Íslandi. Það er samt til sáraeinföld leið til að lækka bensínreikninginn um amk. 50%: kjósa frelsi og lægri skatta.

Á hvern bensínlítra er lagt olíugjald upp á 41 kr og 24,5% virðisaukaskattur að auki. Þá bætist við að launatengdir skattar og tekjuskattar verða til þess að álagning olíufyrirtækjanna er meiri en hún væri annars.

Ef ekki væri fyrir okur hins opinbera væri bensínlítrinn í dag að kosta um 70,5kr.

 

Svo má bæta því við að ef ekki væru lögð á vörugjöld og virðisaukaskattur á bíla myndi verðið á bílum hér á landi líka vera uþb 50% lægra. Þá myndi kaggi á borð við Ford Mustang kosta frá uþb 1,4 milljónum en ekki frá 3,5 milljónum eins og er í dag.

 

Þökk sé ofsköttun hins opinbera er rekstur bifreiðar sumsé að kosta amk tvöfalt meira en hann þyrfti að kosta.

..og mikið afskaplega kunna pólitíkusarnir að fara vel með peningana okkar, finstérekki?


mbl.is Eldsneyti hækkar mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju ættu bílar að vera lausir við vörugjöld og virðisaukaskatt en ekki aðrar vörur?

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Promotor Fidei

Allar vörur ættu að vera lausar við vörugjöld og virðisaukaskatt. Raunar ættu ekki heldur að vera lagðir skattar á hagnað og laun. Þá yrðu lífsgæði okkar amk 50% betri en þau eru í dag.

Promotor Fidei, 12.2.2008 kl. 20:51

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég er sammála því að skatta- og gjaldatrylltir og ríkisútþensluóðir kommúnistar sem hér hafa ráðið síðustu áratugina hafa þanið ríkisapparatið út úr öllu korti. Það er hvert forsjárhyggjubatteríið ofan á öðru hjá þessum kommúnistum og slysist þeir til að leggja einhverja ríkisstofnun niður þá dúkka strax upp þrjár atvinnuleysisgeymslur í staðinn. Síðan monta þeir sig af því að atvinnuleysi sé nánast ekkert. En þetta er nú einu sinni stefna og markmið kommúnista og fólk kýs þá einhverra hluta vegna.

Baldur Fjölnisson, 12.2.2008 kl. 21:07

4 Smámynd: Promotor Fidei

Ég má til með að bæta því við að besta leiðin til að bæta úr almenningssamgönguvanda á Íslandi er að leggja niður strætó og fella niður skatta á bíla og bensín.

Nefni sem dæmi rekstur og kaup á nýjum Frod Ka, miðað við tölur Bílgreinasambandsins um rekstrarkostnað í núverandi skattaumhverfi:

Í dag: kostar um 46.500 kr per mánuð að reka Ford Ka

Í framtíð án skatta og gjalda: kostar að hámarki 29.800 kr á mánuði að reka glænýjan Ford Ka.

Í dag: Einstaklingur með 300.000 kr í grunnlaun þarf að verja um 19% af útborguðum launum sínum í rekstur á Ford Ka

Í framtíð án skatta og gjalda: Sami einstaklingur þarf að verja um 6% af ráðstöfunartekjum í rekstur bílsins.

Promotor Fidei, 12.2.2008 kl. 22:01

5 identicon

Kæri Promotor.

Ég gæti næstum lofað því að jeppaglaðir Íslendingar myndu frekar (í þessari skattalausu framtíð) verja 19% af launum sínum í Toyoyta Land Cruiser en 3% í Ford Ka bílinn.

"Nöldrarinn:"

Útkeyrslupiltarnir frá Aðföngum gætu alveg losnað við þessa "skattpíningu" með því að skipta yfir í rafknúna sendibíla, eins og hefur færst í vöxt í Lundúnaborg.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:10

6 Smámynd: Promotor Fidei

Bragi Þór

Það er hið besta mál að fólk verji peningum sínum eins og því hentar best, hvort sem það eru Ford Ka eða Land Cruiser. Ef maður sem nú hefur aðeins efni á Ford Ka getur fengið sér Land Cruiser þegar ríkið fellir niður skatta- og gjaldaokur, þá er það bara gott og blessað og eykur þau lífsgæði sem hann leggur mesta áherslu á.

Ég veit ekki alveg hvað þú ert að fara, en það stendur eftir sem áður að þökk sé ofurálögum hins opinbera kostar það amk tvöfalt meira en ætti, að reka bíl.

Þetta er ekkert smáræði, og ekki ímyndaðir peningar heldur alvöru. Ríkið er heldur ekkert að fara óstjórnlega vel með peningana sem það tekur af okkur.

Ég veit ekki heldur hvað þú ert að fara þegar þú minnist á rafknúna sendibíla. Bera rafmagnsbílar eitthvað lægri virðisaukaskatt og vörugjöld en bensínbílar? Það er annars gott og blessað að nota rafmagnsbíla ef það hentar jafnvel og að nota bensínbíla, en er utan við efnið um skattlagningu.

Eftir stendur að það er lítið sem mögulega getur réttlætt hvað hið opinbera rýrir lífsgæði okkar mikið með skattpíningunni.

Promotor Fidei, 12.2.2008 kl. 22:29

7 identicon

Það eru engin vörugjöld á rafmagns- og vetnisbílum.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:54

8 identicon

Ég verð nú aðeins að segja mitt álit á sköttum. Ég er nefnilega nokkuð hrifin af þeim, og borga mína með gleði hér á klakanum. Ég bjó í þónokkur ár í Bandaríkjunum þar sem ég, tæknilega séð, borgaði minni skatta, eins og af bensíni, launum osfrv, en ég fékk jafnframt mun minna til baka frá stjórnvöldum. Þegar litlir skattar eru á eldsneyti, þarf að fjármagna vegakerfið með öðrum aðferðum, t.d. vegatollum (sem eru t.d. við allar brýr - væri ekki gaman að keyra frá Rvík til Ak og stoppa við hverja brú og borga 300kr?). Og ekki spurja mig einu sinni um heilbrigðiskerfið - maður þarf að borga aukalega tryggingu, bara til þess að geta farið til læknis ef á þarf að halda (og tryggja það að sjúkrabíllinn keyri mann á spítala ef maður lendir í slysi!). Og hvernig er þessi auka "trygging" öðruvísi en skattur? Jú, hún er helmingi hærri, og ég fæ helmingi verri þjónustu! Uh... nei takk...

Ágústa Loftsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:36

9 Smámynd: Promotor Fidei

Ágústa

Það þarf alls ekki að vera dýrara að borga vegatolla með reglulegu millibili á leiðinni til Alureyrar, en að borga svimandi háa skatta á bílum og bensíni.

Ætli sparneytnustu bílar eyði ekki í dag ca 5000 kr tanki á þessarri vegalengd, og eru þá 2.500 kr að fara í skatta á meðan. Þú myndir því þurfa að stoppa við amk 8 vegatollhllið til að ná sama kostnaði í skatta- og bensíngjaldalausu kerfi.

En reyndar er mestur aksturinn hjá fólki ekki slík langferðalög um litið notaða vegi, heldur venjulegt innanbæjarsnatt á vegum sem eru samnýttir með þúsundum bíla hvern dag. Við sem höfum valið okkur búsetustað með hagkvæmni samgangna í huga þurfum því miður að bera kostnaðinn af samgöngum hinna sem sjálfir velja að búa þar sem samgöngur eru óhagkvæmar.

Ef eitthvað er þá er vegalagning-í-gegnum-skattgreiðslur til þess fallin að valda því að hagkvæmnirök ráða ekki för þegar vegir eru lagðir, heldur einhver önnur sjónarmið. Á íslandi fá pólitíkusarnir t.d. ítrekað að leika þann leik að bora göng og leggja malbik út að hverjum bæ og hól í þeim kjördæmum þar sem vægi atkvæða er hagstæðara en á höfuðborginni.

Heilbrigðisþjónusta er önnur vara mjög sérstaks eðlis, enda varðar bæði líf og limi að fá bestu heilbrigðisþjonustu á ögurstundu og neytandanum er oftar en ekki stillt upp við vegg þegar hann þarf þjónustuna.

Ameríska kerfið er auðvitað meingallað, en það þýðir ekki að einkarekstursfyrirkomulagið geti ekki fúnkerað vel í þessum geira -að skapa megi samkeppnismarkað þar sem markaðurinn hampar þeim sem býður mesta hagkvæmni í rekstri og mest gæði þjónustu.

Athugaðu að í félagslegu heilbrigðiskerfi fær fólk heldur ekki að njóta ávinnings af því að gæta eigin heilsu, en fær að bera kostnaðinn af lífsstílsákvörðunum fólks sem, vitandi, eyðileggur eigin heilsu. Slíkt umhverfi verkar í raun letjandi á fólk að hugsa vel um sig, enda geta þau stólað á að læknar og lyfsalar leysi fyrir þau vandann þegar komið er í óefni -á kostnað annarra.

Bæði þar sem vegagerð og heilbrigðiskerfi er rekið af hinu opinbera gegnum skatheimtu skapast umhverfi þar sem fólk getur tekið óhagkvæmar ákvarðanir í lífinu, en látið aðra bera kostnaðinn. Í slíku kerfi tapa allir miklu meira, til lengri tíma litið, en ef kostanður og ávinningur af ákvörðunum hvers og eins væri borinn af honum sjálfum.

Promotor Fidei, 13.2.2008 kl. 00:58

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Aha, frjálshyggjupostular íhaldsins hafa sem sagt í gegnum tíðina komið því inn í hausinn á öðrum hugmyndafræðingum flokksins að ríkisrekstur sé bara eins og hver önnur "söluvara" og síðan hefur offramleiðsla þessarar "vöru" verið gjörsamlega stjórnlaus eins og hver maður sér.

Baldur Fjölnisson, 13.2.2008 kl. 09:35

11 identicon

Er ég eini maðurinn á landinu sem finnst það meika mest sens til að uppreisna gegn þessu, að eiga einfaldlega ekki bíl? 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:24

12 Smámynd: Promotor Fidei

Hang in there Helgi Hrafn. Þó lýðræðið sé ekki fullkomið, þá verðum við að vona að skynsemin sigri að lokum.

-Og kannski verður komið alvöru hægriframboð á kjörseðilinn fyrir næstu kosningar.

Promotor Fidei, 14.2.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband