85. Er Dharma-bloggið hætt?

Ég hef verið óvenjulatur að lesa blogginn síðustu vikurnar og mánuðina. Brá mér heldur betur þegar ég ætlaði í dag, laugardagsfrídaginn 19. apríl, að kíkja á Dharma-bloggið, project-dharma.blog.is

Það virðist sem bloggið sé horfið af yfirborði jarðar, og hef ég hvergi getað googlað fram einhverja skýringu.

Þykir mér leitt að missa þetta afbragðsgóða og þarfa blogg úr annars grámyglulegu litrófi íslenska bloggheimsins.

Þekkir einhver skýringuna á hvarfi Dharma? Gerðist eitthvað dramatískt, eða var þetta bara þessi venjulega sparka-í-dauðan-hest -þreyta sem hlýtur að plaga hvern þann sem reynir að segja íslensku þjóðinni og stjórnmálamönnunum til syndanna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð/aður! Ég rak augun í blog frá þér síðan árið 2007, flíspeysur og jogging buxur - skólafatnaður.

Ótrúleg tilviljun þar sem að við erum að byrja að setja upp vefverslun með skólafötum frá Englandi, þar sem ég er búsett. Þetta sem þú skrifar er nákvæmlega það sem ég hef verið að segja við þau þarna heima. Ein spurning, má ég nota textann þinn inn á upplýsingarsíðunni okkar www.skolafot.com

Sendu mér endilega póst hvort sem þú leyfir eða ei.

Kær kveðja

María Hjaltadóttir

Maria Hjaltadottir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Promotor Fidei

María: mátt mín vegna alveg vitna í þetta

Promotor Fidei, 27.4.2008 kl. 18:43

3 Smámynd: Promotor Fidei

P.S. ég hef það fyrir satt að Dharma blogginu hafi ekki verið lokað af MBL-mönnum. Þetta hefur verið hans eigin ákvörðun

Promotor Fidei, 27.4.2008 kl. 18:44

4 Smámynd: Promotor Fidei

María: sé reyndar að þú hefur nú þegar copíað pistilinn yfir á síðuna þína. iss...

Promotor Fidei, 27.4.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband