97. Líf 18 ára pilts eyðilagt

Eins og svo oft í íslenskum kynferðisbrotamálum er mjög áhugavert að lesa þennan dóm, sem aðgengilegur er á heimasíðu Hæstaréttar. (hér: http://www.haestirettur.is/domar?nr=5557)

Glöggir lesendur muna kannski eftir að ég skrifaði örlítið um fyrir umferð málsins fyrir dómstólum, sem vakti mikla hneykslan þegar drengurinn var sýknaður í héraði. (sjá hér: http://hnodri.blog.is/blog/hnodri/entry/444901)

Eftir að hafa hraðlesið nýja dóminn sýnist mér með ólíkindum að drengurinn, sem var 18 ára þegar meint brot var framið, skuli hafa verið sakfelldur, og efast stórlega um að sektardómur hefði getað fallið í máli ef þessu tagi í öðrum vestrænum réttarríkjum.

Jón Steinar Gunnlaugsson færir vönduð rök fyrir því í sératkvæðinu að verjandi nýtur ekki sannmælis fyrir dómstólum í seinni umferð málsins. Það er lagt á hinn ákærða að sanna sakleysi sitt, frekar en kærandann að sanna sekt hans.

Stúlkan er í glasi, hún gerir sér dælt við guttann. Þegar hann kemur inn á salernið til hennar sýnir hún engan mótþróa og á henni eru engir áverkar sem sýna að henni hafi verið þröngvað til samræðis. Framburður hans er stöðugur og studdur af sönnunargögnum. Framburður hennar breytist og skortir sönnunargögn.

Það er ekkert sem sannar það að mökin hafi verið nauðgun og verði þessi afleiti dómur fordæmisgefandi mega landsmenn nú fara að vara sig, því það hvílir eftirleiðis á karlmanninum að sanna að hvers konar mök sem hafa átt sér stað hafi verið með upplýstum vilja konunnar -hvaða kona sem er getur núna haldið því fram eftir þvingunarlaus mök að sér hafi verið nauðgað, og fengið fram sektardóm og bætur.

Það er ekki ómögulegt að brotið hafi verið á konunni, þó mér þyki reyndar flest benda til hins gangstæða. En það þarf meira til en möguleika til að hægt sé að dæma mann í refsingu. Það þarf sannanir. [Viðauki: Það sem meira er, hann gat ekki annað skilið af hegðun hennar en hún væri hlynnt mökunum -ef hann braut gegn henni, þá gerði hún honum það með engu móti ljóst að hún vildi ekki mökin, og hún segir það sjálf að það var ekki fyrr en að loknum mökunum að hún gaf óánægju sína í ljós með einhverju móti]

Það er örugglega sárt fyrir þolendur kynferðisbrota að þurfa að sjá þann sem á þeim braut komast undan dómi -en það þarf að gera ríkar kröfur um sönnun til að refsa megi mönnum fyrir meinta glæpi. Það er betra að 1000 nauðgarar komist hjá refsingu en að einn saklaus maður verði dæmdur sekur. 

Mig grunar að afstaða dómstóla litist af umfjöllun fjölmiðla og gagnrýni hinnar háværu siðavöndunarklíku á hvers kyns sýknudóma í kynferðisbrotamálum. Mig grunar líka að afstaða dómsins litist af því að hinn seki er af erlendum uppruna.

Unglingspiltur (hann er núna 19 ára) sem eitt kvöld átti skyndikynni með unglingsstelpu, sem með engu móti sýndi að hún væri mótfallin mökunum (nema síður sé!), þarf að eyða þremur af sínum bestu árum í fangelsi, reiða fram 1,5 milljónir í bætur og röskar 3 milljónir í málskostnað. Eftirleiðis verður hann með nauðgunardóm á bakinu.

Þetta er skelfileg þróun, og til skammar fyrir íslenskt réttarkerfi og íslenskt samfélag. Ég er hneykslaður og með miklar áhyggjur af því hvert stefnir.

Forvitnilegt væri að sjá þetta mál fara fyrir yfirþjóðlega dómstóla Evrópu.

p.s. Það er ánægjulegt að sjá að af þeim litlu viðbrögðum sem komin eru á Moggablogginu við þessu máli virðist meirihlutinn lýsa furðu á niðurstöðu dómstóla.


mbl.is Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

R var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa þröngvað A til samræðis og annarra kynferðismaka á salerni hótelsins S. Í málinu lá fyrir að R og A þekktust ekki og höfðu aldrei hist áður fyrr en A spurði R og félaga hans skömmu fyrir atburðinn hvar salerni væri að finna á hótelinu. Í dómi Hæstaréttar kom fram að af ljósmyndum sem teknar voru úr eftirlitsmyndavélum á hótelinu mætti ráða að ekki hefði getað liðið nema innan við ein mínúta frá því að R og A fóru af 1. hæð hótelsins og þar til A var komin ein inn á salernið í kjallaranum. Yrði því að telja með ólíkindum að á þessum örsakamma tíma hefðu þau samskipti farið fram milli þeirra, sem ákærði hélt fram. Var hafnað staðhæfingu hans um að tengsl hafi myndast þeirra á milli á þessari stuttu stund, sem leitt hafi til þess að A hafi samþykkt að R kæmi með henni inn á kvennasalernið og að í viðmóti hennar hefði falist samþykki við því að eiga við hann kynferðismök.

Bene (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 19:29

2 identicon

Af því líf 19 ára stúlku er minna virði? Á hún kannski að kenna sjálfri sér um? Afþví stelpur hafa ekki sama rétt og strákar að vera í glasi? Eða getur verið að hin þrávirka kynjasýn að konur eiga ekki að taka þátt í kynlífi hjálpi þér að réttlæta þetta. Því þar sem hún sagði ekki neitt meðan á gjörningnum stóð hlýtur að sýna að hún leyfði þetta. Í staðin fyrir að túlka aðgerðir hennar afhverju túlkum við ekki aðgerðir hans. Hann passaði ekki að athuga hvort hún vildi kynlíf. Hjálpi mér ef einhver færi að káfa á brjóstunum á mér bara afþví ég væri ekki búin að banna þeim það. Væri hægt að snúa því upp á mig að hafa brugðið við þetta athæfi og ekki stoppað það samstundis? Ég meina ef ég myndi kæra fyrir kynferðislega áreitni.

Ég er á því að "nei þýðir nei, nauðgun er glæpur" er vitlaust.  Þetta á að sjálfsögðu að vera "já þýðir já, allt annað er nauðgun" því konur eru alveg þess megnugar að láta kynlöngun sína í ljós. Geta jafnvel notið kynlífs. Og það að segja að mótmæli þurfi að vera til staðar til að gera þetta að nauðgun er rugl byggð á þeirri sýn að konur eiga ekki að njóta kynlífs heldur leyfa það.

Anna (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 20:23

3 identicon

Það er betra að 1000 nauðgarar komist hjá refsingu en að einn saklaus maður verði dæmdur sekur.

Þú hlýtur að vera veikur á geði maður.

linda (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 20:45

4 Smámynd: Promotor Fidei

Varðandi það sem Bene segir:

Vitna í sérálit:

Ályktun um að samskipti aðila hafi einungis getað staðið yfir í eina mínútu verður að mínum dómi ekki dregin á óyggjandi hátt af tímasetningum úr öryggismyndavél og framburði ákærða svo sem gert er í atkvæði meirihlutans. Stafar þetta af því að leiðir kæranda og ákærða lágu fyrst saman einhvern tíma á rúmlega þriggja mínútna tímabili þar á undan en þá voru þau stödd utan sviðs myndavélarinnar.

Það er annars alveg by the point hversu margar mínútur pilturinn og stúlkan höfðu til að kynnast áður en samfarirnar áttu sér stað. Það hefur ekki með lengd aðdragandans að gera hvort skyndikynni eru nauðgun eða ekki.

Varðandi athugasemdir Víðis:

Ég hef hvergi rekið augu í það í dómunum að "ráðist" hafi verið á eða inn á nokkurn mann, eða ógnað. Engum hurðum var sparkað upp og engum hótað með vopnum eða líkamsmeiðingum. Stúlkan sýndi enga áverka um árás og hún sagði hvorki nei né stopp.

Þegar tekið er tillit til ábendinga Jóns Steinars um þær mínútur sem strákurinn og stúlkan höfðu til að efna til kynnanna (sjá tilvitnun hér að ofan), þá rennir það enn betur undir þá skoðun að hún hafi gert sér dælt að piltinum. (ekki það að mínúturnar skipti máli, eins og ég hef áður nefnt)

Eins og Jón Steinar bendir á þá er það þannig í raunveruleikanum að aðdragandi samfara, hvað þá skyndikynna, er ekki formlegur.

Eins og gengur og gerist við slíkar aðstæður má gera ráð fyrir að vilji hans til kynmaka hafi komið fram með snertingu og atlotum fremur en formlegu tilboði í orðum.

Fyrst þú nefnir ímyndað dæmi, gerðu þér þá í hugarlund þetta:

Þú ert 18 ára unglingur á næturlífinu. Unglingsstelpa kemur til þín og spyr hvar klósettið sé. Hún leyfir þér að fylgja sér á salernið og (sbr. frumburð hans) spyr þig stuttlega út í hagi þína, aldur og nafn, gefur þér sopa af drykk sínum. Hún lætur það ekki trufla sig þó þú takir aðeins utan um hana á leiðinni á salernið. Hún er í glasi, en ekki ofurölvi. Þegar hún fer inn á salernið fer það í gegnum þinn graða unglingshaus að kannski sé hún að bíða eftir að þú takir af skarið -eins og okkur er innrætt að sé venjan í samskiptum karla og kvenna. Þú kemur inn til hennar og gerir þig líklegan til að hafa við hana samfarir, en hún stuggar ekkert við þér, hrópar ekki upp yfir sig þegar hún sér þig birtast á salerninu, segir ekki nei eða nokkuð annað.

Ef þú setur þig í þessi spor (svona var atburðarásin skv. stabílli frásögn ákærða, og er studd af m.a. skilningi Jóns Steinars), hefurðu á einhverjum tímapunkti haldið að þú værir að þröngva þér upp á stelpuna? Var það nokkurn tíma vilji þinn að brjóta á henni?

Það getur vel verið að sum fórnarlömb nauðgana "frjósi" og geti hvorki hreyft legg né lið eða rekið upp hljóð, og það getur verið að nauðgarar geti jafnvel komið vilja sínum þannig fram að engir áverkar um líkamlega þröngvun eru sjáanlegir -en þegar slíkt gerist er erfitt að sanna framvinduna og þá á ekki að snúa reglum réttarkerfisins um sönnunarbyrði á haus. Annað er einfaldlega ávísun á að saklausir menn verða dæmdir sekir, og það er það fordæmi sem þessi dómur skapar.

Og þú getur einfaldlega ekki snúið rökum mínum á þann veg að ég sé að halda fram að mönnum sé þá leyfilegt að brjótast inn í ólæst hús. Fáar myndlíkingar eiga við mál af þessum toga enda eru kynferðisleg samskipti kynjanna flókin og margslungin, og felast oft á tíðum á því að segja eitt en gera annað, gefa vísbendingar heldur en segja hlutina beint útt o.s.fr.v. (sá hendi fyrsta steininum sem ekki hefur staundað slíka leiki sjálfur)

Það sem þessi dómur gerir líka er að hræða fólk frá frjálslegri kynferðishegðun. Allt sem heitir ástríða í hita augnabliksins (sem þú vilt líklega ekki flokka undir að "haga okkur eins og siðað fólk") er nú orðið stórhættulegt og líklegt til að koma mönnum í steininn. Það er lagt á þann sem fyrir ásökun verður (s.s. karlinn) að sanna að aðdragandi makanna hafi verið "með eðlilegum og viðunandi hætti" s.kv. siðrænu gildismati þeirra sem raðast í dómarasætin.

(Ég veit annars ekki með þig, en ég held að flestir þeir sem reynt hafa geti verið sammála mér með það að stór hluti af galdrinum við skyndikynni er það sem fer fram með líkamlegum tjáskiptum, ósögð orð, ósvaraðar spurningar, augnaráð og bros, snerting. -Ekki undirritað eyðublað í votta viðurvist um vilja til þess að eiga samfarir.)

Þessi dómur þýðir, umfram allt, að konur (og karlar) með illan ásetning geta, eftir viljug mök, haldið fram atburðarás á þann veg að þeim hafi verið nauðgað -og fengið dóm sér í hag og bætur.

Anna:

Þú mátt taka til þín eitthvað af því sem ég skrifa Víði, og mátt líka alveg láta vera að ýja að því að ég sé að halda því með einhverju móti fram að konur séu ekki þáttakendur í kynlífi og hvaðeina.

Og það væri afskaplega lítið spennandi að búa í samfélagi þar sem allt annað en "já" er nauðgun. Ég held að ég hafi aldrei á ævinni gefið eða beðið um formlegt leyfi fyrir og yfirlýsingu um áhuga á kynlífi -ósögð orð, augnaráð, og snertingar verða til þess að eitt leiðir af öðru, og stundum á örskotstundu á ólíklegustu stöðum.

Til er sá hópur sem hefur áhyggjur af að konur séu bjargarlausar þegar kemur að kynlífi. Og þessi hópur fellst á það að það hljóti að vera nauðgun, ef kona heldur því fram, þó hún hafi ekkert gert til að sporna við "árásinni". Þessi hópur hefur valið að fara frekar þá leið að þrýsta á öfuga sönnunarbyrði fyrir dómstólum, og þannig leiða til refsingar saklausra manna. Betra hefði verið að fara þá leið að styrkja konur svo þær þori, og viti að þær geti, sagt nei, stopp, og lamið frá sér ef þurfa þykir.

Promotor Fidei, 4.12.2008 kl. 21:31

5 Smámynd: Promotor Fidei

Varðandi það sem Linda segir:

Það eru ekki rökræður að væna andmælendur um veilu á geði. Reyndu að vanda þig aðeins og koma með mótrök frekar en baknag.

Þykir þér fullkomlega eðlilegt ef dómskerfið er hannað þannig að allir sem eru sekir fái örugglega refsingu, á kostnað þess að t.d. hundraðasti hver sem fær dóm er í raun saklaus?

Myndir þú vilja búa við þannig réttarkerfi, þar sem þú ert sökuð um glæp og þarft þá að sanna sakleysi þitt, frekar en að ákæruvaldið þurfi að sanna sekt þína?

Auðvitað er það skelfilegt að 1000 sekir menn gangi lausir, en það er miklu mun skelfilegra, og raunar óendanlega skelfilegt, að einn seklaus sitji í steininum.  -Eða þannig ætti fólk sem almennt er ekki að brjóta lögin amk að hugsa.

Promotor Fidei, 4.12.2008 kl. 21:40

6 identicon

Alveg frábærlega vel mælt Víðir Guðmundsson. Promotor þarf bara að komst í eðlilega endurmenntun og lesa sér til vits.

Forgive them for they know not what they speak..

Gústa (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:02

7 identicon

Promotor Fidei:

Ég sagði hvergi að það þyrfti að vera já sagt upphátt. Því í venjulegum kringumstæðum þá eru þessi viðbrögð (bros, snertingar, daður, kossar) oft mjög hátt hrópað já. En að karl geti fylgt konu inn á salerni, innan við mínútu eftir fyrstu kynni, og tekið því sem gefnu að hún vilji kynlíf af því hún mótmælir ekki er fráleitt. Það að þetta stuttur tími leið gerir það fráleitt að halda að venjuleg tenging hafi skapast á milli þeirra, þeas. með daðri, snertingum, augnliti og orðum, ósögðum eður ei. Allt þetta þarf ekki að leiða til að þetta er nauðgun en mikið voðalega gerði hann okkur auðvelt að trúa því. Því ef hann segir sannleikann þá eru þetta aðstæður sem hann hefði átt að vara sig á. Passa sérstaklega vel að stelpan var með á nótunum því á þetta stuttum tíma geturðu alls ekki verið viss um hug hins aðilans. Svo hvað eigum við að segja, nauðgun af gáleysi? 

Ég neita að taka því gagnrýnislaust að bara konur eigi að passa sig á körlum. Það eru forréttindi karla að vera gjörsamlega áhyggjulausir hvernig þeir haga sér í kynferðismálum. Karlar hafa engan rétt á að vera þetta skeytingalausir á kostnað kvenna sem þurfa að passa hverja einustu gjörð til að gefa ekki færi á sér. Það er sárt að missa forréttindi sín, ekki satt? Þannig að ef þú ferð að sjá möguleika á falskri nauðgunarkæru í hverri konu þá ertu komin í spor okkar sem sjá möguleikan á nauðgun í hverjum karli. 

Þú segir að betra sé að láta konur vita að þær geti sagt nei, gott og vel, það er þín skoðun. En mín krafa er að karlar þurfa að fá samþykki áður en þeir taka því gefnu að þeir séu velkomir. Ætlarðu að segja mér að þegar einhver gangi fram á mig á förnum vegi meðvitundalitla eða jafnvel meðvitundarlausa að mér sé að sama þótt sá eigi við mig kynmök af því ég segi ekki nei? Og skiptir þá nokkru hvort ég liggi í götunni af áfengisdrykkju eða ákeyrslu? Afleiðingarnar eru þær sömu. Ég tel konur ekki vera bjargarlausar í kynlífi, en ég tel karla allt of skeytingalausa og virða konur ekki.

Graðir unglingstrákar eiga að hafa hemil á sér. Þeim á að vera kennt að ef þeir fara ekki að gát þá geta þeir meitt aðra og lent í vandræðum. Það er alls ekki of stór krafa á upprennandi karlmenn. Eða eiga bara stelpurnar að passa sig? Passa sig á öllum strákum, líka sætum strákum sem þeim langar kannski bara mest til að taka með sér heim og ríða alla nóttina. Því þessi ógn um nauðgun ef þú hagar þér ekki virkar voðalega vel til að hafa hemil á kynhvöt stúlkna og kvenna. Takmarkar líka ferðafrelsi þeirra. Sem er náttúrulega bara gott útfrá sjónarmiði feðraveldisins. Að aðeins annað kynið beri ábyrgð á kynhvöt sinni er hrópandi óréttlæti gagnvart báðum kynjum. Svo kennið sonum ykkar að virða konur og daðra við þær en í leiðinni gera þeim grein fyrir hvað hugsunarleysi getur haft hrikalegar afleiðingar og þvílík sálarmorð nauðgun er.

Anna (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:33

8 identicon

hann er líka augljóslega að ljúga, hvers vegna gerir hann það ef hann er saklaus?  við fyrstu yfirheyrslu segir hann að þau hafi gert það standandi en breytir því síðar þegar hann er spurður út í áverkana sem hún hafði á kynfærum.  Þá segir hann að hann hafi sest á klósettið og hún hafi svo sest klofvega yfir hann og þau hafi gert það þannig.  Samt vitnar hann ásamt félögum sínum að þeir hafi hlegið að stúlkunni þegar hún ætlaði út af klósettinu með nærbuxur og sokkabuxurnar á hælunum.  Hvernig átti hún að geta sest klofvega ofan á hann með bæði sokkabuxur og nærbuxur um ökklana?  Virðist ferlega mikið vesen og alls ekki kynþokkafullt, ef um fullan vilja væri að ræða, jafnvel ómögulegt.

ljona (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 03:42

9 Smámynd: Promotor Fidei

Mikið er gaman að sjá hvað þetta mál vekur miklar umræður, og að fólk skuli hafa lesið dóminn í þaula.

 

Anna:

 

En að karl geti fylgt konu inn á salerni, innan við mínútu eftir fyrstu kynni, og tekið því sem gefnu að hún vilji kynlíf af því hún mótmælir ekki er fráleitt.

 

Fráleitt og ekki fráleitt. Skyndikynni ber að með ýmsu móti. Ef ég tek afstöðu með piltinum og tek frásögn hans trúanlega þá mætti amk ger þá kröfu til konu að hún gefi það í skyn með einhverju móti að hún vilji ekki kynlífið. Það má alveg reyna að væna mig um alls kyns skoðanir á kvenfólki, en ef kona a) gefur manni undir fótinn og b) gefur það ekki til kynna með nokkru móti að hún vilji ekki eiga við hann mök þegar þar að kemur, þá er ekki hægt að halda öðru fram en að maðurinn hafi mátt ætla annað en konan hafi viljað eiga mökin.

 

Nauðgun af gáleysi, eins og þú orðar það, er nefnilega eitthvað sem fer nærri lagi. Það er inntakið í séráliti Jóns Steinars að það var ekki vilji drengsins að brjóta á stúlkunni, en hún gerði ekkert til að gera honum ljóst að hún vildi ekki mökin.

 

Þú ert annars komin langt út af sporinu, og þú dregur inn samanburð um það að hafa mök við rænulausan einstakling. Stelpan var ekki rænulaus og ekki heldur í áfengisdái. Það hefði alveg verið eðlilegt af drenginum að ætla að hún myndi vísa honum frá sér kærði hún sig ekki um mökin.

 

Þú talar um að karlmenn hafi á sér hemil, og séu ekki skeytingarlausir á kostnað kvenna. En það var enginn að missa á sér neina stjórn. Þetta voru skyndikynni á almenningssalerni, og ekkert í frásögn hins ákærða eða áverkum á stúlkunni sem ekki geta stemmt við snögg mök hæfilega drukkinna unglinga í smáu rými.

 

Ef þú ætlar að reyna að snúa út úr orðum mínum á þá leið að konur séu einfaldlega allar “gefin bráð” fyrir karlmenn og þær geti bara sjálfum sér um kennt um allt sem aflaga fer í samskiptum kynjanna, þá skal ég taka af þér ómakið. En það er hins vegar eðlileg krafa að konur beri ábyrgð á sjálfum sér og segi nei þegar karlmaður ætlar að hafa við þær mök sem þær ekki vilja.

  

Víðir:

 

Varðandi áverkana:

Roði á hægra hné, roði og eymsl á herðum –allt þetta getur gerst þegar fólk í glasi reynir að stunda mök í þröngu rými. Engin sönnun á nauðgun.

 

Varðandi áverkana við endaþarm:

Vitna í sérálitið:

Þar sem í forsendum dómsins er fjallað um áverka á kæranda við endaþarm er talin „fjarstæðukennd“ sú skýring ákærða að þessi áverki kunni að hafa komið við að kærandi hafi setið ofan á honum og limur hans ekki ratað á réttan stað. Læknirinn sem gefið hafði réttarlæknisfræðilega skýrslu, meðal annars um þennan áverka, kom fyrir dóm. Þar spurði dómari lækninn sérstaklega hvort þess áverki hefði getað myndast á þann hátt sem ákærði hafði getið sér til um. Þá svaraði læknirinn: „Mér finnst í rauninni ómögulegt að fullyrða um það.“

 

En það má svosem alveg líta framhjá því að leyfa hinum ásakaða að njóta sanngjarns vafa –hann hefur verið sakaður um nauðgun og hlýtur þá auðvitað að vera sekur, eða hvað?

 

Hjá stelpunni má “greina merki” áfallastreituröskunar (hæfilega loðið orðalag!) –en það þýðir ekki að hann hafi mátt ætla með nokkrum hætti að gjarðir hans væru gegn vilja hennar og myndu valda hanni einhverju áfalli.

 

Þú spyrð:

það má vera að þér þyki eðlilegt að þröngva þér inní þurr leggöng og rífa sár á endaþarm kvenna sem þú átt í samskiptum við

 

Ég bendi þá á að þetta eru unglingar sem við erum að tala um, hún í glasi og hann líklega líka –og vita ekki endilega alveg hvað þau eru að gera.

 

Þú segir:

Eins ef ég væri kvennmaður á kvennaklósetti þar sem ég bjyggist ekki við karlmanni, nema hann færi þar inn fyrir mistök, þá hugsa ég að mér fyndist það ógnandi. sérstaklega ef hann gengi að mér og ýtti mér inní klefann. ég yrði að öllum líkindum skelfingu lostinn.

 

..en, ef þú hefur gefið manninum ástæðu til að halda að þú viljir fá hann inn til þín, og þú sýnir ekki með nokkru móti að þú viljir að hann fari út aftur, er þá hægt að saka hann um að hafa framið glæp af ásetningi?

 

Þú tekur fram dæmi mitt um að það sé oft venjan í samskiptum karla og kvenna  að karlinn á að taka af skarið. Ef þú vilt ekki kannast við það þá veit ég ekki hvernig umhverfi þú hefur tekið út þinn félagslega þroska. Ferðu aldrei í bíó?

 

Ef kona hegðar sér með þeim hætti sem s.kv. félagslegum samskiptavenjum okkar vísar til þess að hún renni karlmann hýru auga (og n.b. hún ber sjálf ábyrgð á því ef áfengisneysla gerir hana spenntari fyrir kynlífi en venjulega), og bægir honum svo ekki frá sér þegar hann kemur að henni einni til að efna til nánarri kynna, þá hefur karlmaðurinn ekki ástæðu til að ætla að hann sé að brjóta á konunni. Svo einfalt er það!

Og ef við förum að dæma á annan veg, þá þýðir það einfaldlega að fólk getur farið að ljúga upp á aðra nauðgun og komist upp með það fyrir dómstólum!

 

Varðandi framburð hins ákærða og hversu stabíll hann er:

Ég nefni dæmi úr sératkvæði:

Vikið er að mismunandi framburði kæranda og ákærða um hvar þau hafi fyrst hist áður en leiðir þeirra lágu niður í kjallara hótelsins, þar sem salernið var. Einungis er sagt að þessi munur hafi ekki þýðingu um niðurstöðu málsins. Hér hefði átt að geta þess að frásögn ákærða um þetta fær staðfestingu á myndum úr öryggismyndavél í anddyri hótelsins, sem þá jafnframt sýnir að frásögn kæranda er ekki rétt.

...

er sagt að kærandi hafi ekki kannast við frásögn ákærða um að hann hafi haldið utan um mitti kæranda á leið niður stigann frá 1. hæð. Þar er því sleppt að segja frá framburði kæranda við fyrri aðalmeðferð málsins, þar sem hún svaraði spurningu verjanda um þetta svo að þetta „gæti alveg vel verið“. Við síðari aðalmeðferðina var hún líka spurð um samskiptin við ákærða á leið niður stigann og svaraði því þá meðal annars til að hún myndi ekki eftir að hafa verið „að kyssa hann eitthvað“. Kærandi hafði fullyrt fyrir dómi að hún hefði farið ein niður stigann en ákærði komið á eftir henni. Þegar nefnt var við yfirheyrsluna að öryggismyndavél sýndi að þau hefðu gengið niður stigann hlið við hlið svaraði hún að „það gæti vel verið“.

 

Sumsé, ef maður tekur ekki fyrirfram afstöðu með stúlkunni, þá er ljóst að framburður henner er lélegur og framburður hans ágætur, og ekki er hægt að sanna með hæfilegri vissu  það að drengurinn hafi gert það sem hann er sakaður um.

 

Ljona:

Við fljótlestur á dómnum kem ég ekki auga á það hvar hann breytir frásögn sinni um mökin sem snúa að endaþarmsmökunum. Sorry.

 

Fólk getur annars gert ýmislegt með nærbuxur og sokkabuxur á hælunum.

 

Ef ég svo á að túlka atburðarásina, út frá því sem ég hef hraðlesið í dóminum, og þá án þess að taka sjálfkrafa afstöðu með stúlkunni, þá myndi ég halda að hún hafi verið verið í glasi, ákveðið að láta vaða þegar strákurinn kom inn til hennar, en ekki verið sátt við hvernig mökin fóru og síðan séð eftir því sem hún leyfði að gerast.

 

En illa heppnað kynlíf er ekki nauðgun.

 

Harkalega orðað, kannski, en ekki ósennilegt, og ekkert minna sennilegt en sú niðurstaða sem dómstóllinn kemst að.

Promotor Fidei, 5.12.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband