Færsluflokkur: Bloggar

40. Eru grunnskólarnir að bruðla með peningana okkar?

Frétt Mbl.is af meðalkostnaði á hvern nemanda í grunnskólum vekur upp ýmsar spurningar.

968.000 kr er engin smávegis upphæð, og þarft að spyrja hvað skattborgarar eru að fá fyrir peninginn. Á heimasíðu Hagstofunnar er ekki að finna neinar ítarupplýsingar í fljótu bragði, svo Hnoðri þarf að taka sig til við útreikningana:

 

Kennarar eru ekki með nein ofurlaun, en þó þarf aðeins sem jafngildir einu stöðugildi til að kenna heilum bekk. Þetta er auðvitað einfaldað dæmi, og róterast kennslufög milli kennara vitaskuld, en eftir situr að aðeins ein manneskja vakir yfir bekknum hverju sinni.

Ef við gefum okkur að 20 börn séu í bekk að jafnaði, og grunnskólakennari með 300.000 kr í mánaðarlaun ætti því mánuðurinn að kosta 15.000 kr á barn, og árið þá litlar 180.000 kr.

Vitaskuld bætist við húsakostnaður, einhver skrifstofukostnaður, en hann getur varla verið svo geigvænlegur, enda ganga grunnskólabörn ekki um með brotum og bramli og geta varla verið svo þung í vöfum skriffinskulega séð.

Svo er víst matur kominn í dæmið líka. [Of]áætlum að ein máltíð á dag kosti 300 kr úr vasa sveitarfélagsins -það gerir þá 60.000 kr á barn yfir 200 daga skólaár.

 

Hvar liggur þá kostnaðurinn? Hvað veldur því að sveitarfélögin eru að borga tæpa milljón á hvert barn, á meðan raunkostnaðurinn við meðal króa ætti ekki að vera nema í hæsta lagi 300-400 þús. kr.

Jú, vitaskuld eru einhver börn sem þurfa sérstaka aðstoð og úrræði, en það getur þó varla verið svo dýrt að það þrefaldi meðaltalskostnaðinn á börnin öll.

 

Þá vaknar líka sú spurning, hvort landanum væri ekki betur borgið ef skólarnir væru einkareknir. Það held ég að almenningur myndi aldeilis vilja fá úrvalsþjónustu fyrir sitt barn, sama hvað, ef borguð væru undir það skólagjöld milliliðalaust, upp á tæpa milljón árlega -og jafnvel þó skólagjöldin væru helmingi minni en það.

Er nokkuð svo vel séð um börnin í því kerfi sem sveitarfélögin borga með skattpeningum okkar? Eru ofvirk börn, lesblind og önnur sem eiga í erfiðleikum að fá þjónustu í samræmi við það sem borgað er? Og það sem meira er: eru úrvalsbörnin, þau sem bera af námslega, að fá að njóta sín til fullnustu í metnaðarfullu skólaumhverfi?

 

Væri kannski peningunum okkar, sem teknir eru úr launaumslaginu af misvitrum pólítíkusum, betur varið hjá okkur sjálfum? Væri hagsmunum barnanna okkar ekki betur borgið ef við fengjum að verja peningunum eftir eigin höfði á samkeppnismarkaði, á þeim stað þar sem við fáum mest fyrir peninginn?


mbl.is Grunnskólanemendur kosta milljón á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

39. Ofmetin ljósapera

Gvöð! Mikið gasalega er þetta frumlegt hjá henni Yoko. Alveg bara mergjaður heiður að þessi rosalega hæfileikalíki listamaður, sem hefur hlotið frægð eingöngu fyrir sakir eigin verðleika, skuli láta Íslendinga borga fyrir ofur-listræna ljósaperu.

 

...Eitthvað er það við hana Yoko Ono sem fer í mínar allrafínustu.

 

Hvurnin var það annars með ljóskastarana sem var komið upp í New York á sökkli tvíburaturnanna? Ef ég man rétt var eftir alltsaman ekki hægt að hafa kveikt á þeim nema örfáa daga á ári, og þá stutta stund í senn, að sögn vegna þess að ljósið raskaði rútínunni hjá farfuglum eða eitthvað álíka.

-Ætli Ono-ram peran verði kannski eftir allt saman höfð slökkt lungað úr árinu vegna fuglalífsins í borginni?

 

Og svo er það hitt. Yoko er svo tíðrætt um hvað ísland er æðisleg a hreint og ómengað -en eiga svona ljósvarpanir nokkuð að sjást í tæru lofti? Þarf ekki birtan að endurkastast af sótögnum til að njóta sín? Verður ljóssúlan þá ósýnileg, eða aðeins til að lýsa upp mengunina? (leiðr. menninguna)

 

Annars heyrðist þessi ósmekklegi brandari um daginn:

Hvað er gult, ljótt og sefur eitt síns liðs?

 ...og gettu nú!


mbl.is Mánuður þar til friðarsúlan verður afhjúpuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

38. Af draugum og drekaflugum

hippieÉg rak fyrir tilviljun augun í færslu Katrínar Snæhólm Baldursdóttur, þar sem hún segir frá því þegar drekafluga sveimaði eitt sinn kringum hana og vinkonu hennar, og lýsir því hvernig hún telur að drekaflugan hafi verið að reyna að koma prívat skilaboðum áleiðis til vinkonunnar.

Katrín kallar líka bókina Nornin frá Portobello eftir Paulo Coelho "snilldarverk", alveg kinnroðalaust.

Gat ég ekki á mér setið að setja inn litla athugasemd, sem virðist hafa espt upp í henni Katrínu mikinn móð, um allskyns skynjun og skilning fyrirbærum sem ekki eru á allra færi að nema.

Og Katrín spyr, í nýjustu færslu sinni um undarlegar upplifanir fólks, og varpar í leiðinni fram:

Eru takmörk fyrir því hvað mannveran getur skilið um sjálfa sig og er um við kannski miklu meira og stærra en við höldum?

 

Stóðst ég ekki að setja inn litla athugasemd við færsluna, sem ég endurbirti hér að neðan,

-og bæti um betur með nokkrum skemmtilegum hlekkjum í hinn bráðgóða þátt Penn og Teller, þar sem þeir taka fyrir nokkur tengd fyrirbæri.

 

Fúll á móti hérna aftur.

Frummenn áttu það til að halda að orð, og jafnvel bara hugsanir, byggju yfir einhverjum mætti; að með því að ákalla veiðiguðinn yrði fengsælt, og með því að óska einhverjum dauða væri hann feigur. Ef einhver fengi nafnið Sterki Björn yrði hann stæðilegur og þyrfti ekki að óttast nafna sinn úr dýraríkinu.

Við sjáum í börnum margt af einföldum hugsunarhætti forfeðra okkar, og þekkjast t.d. vel dæmi þess þegar börn, fá samviskubit þegar eitthvað slæmt gerist fyrir tilviljun vegna þess að þau "hugsuðu það" eða "óskuðu þess".

Vísindamenn hafa skrifað heilu bókaflokkana um þessa frumstæðu hegðun sem, þegar að er gáð, er uppspretta allra trúarbragða og siða sem við þurfum að lifa með í dag og eru allt frá því að vera heimskulegir til þess að vera skaðlegir.

Að fólk skuli halda að talan 13 sé verri en aðrar tölur, og talan 7 betri en flestar, eða að svartir kettir boði ógæfu eru t.d. birtingarmyndir þessarar ímyndunarveiki, sem án vafa hefur valdið ótöldum svörtum köttum, og fasteignasölum, ónauðsynlegum þjáningum.

 

Hér má skjóta því að að nýverið fjallaði Kastljósið  alveg gagnrýnislaust um raupið í nýaldarkjána sem hélt því fram að hugsanir hefðu áhrif á okkur, og sýndi því til sönnunar myndir af vatnskristölum sem höfðu orðið fyrir hugsunum.

Það er til skammar að fréttaþáttur skuli fjalla með svona gagnrýnislausum hætti um slíka endemis vitleysu, en smá rannsóknarvinnahefði leitt í ljós að "tilraun" Masaru Emoto var algjört bull og vitleysa frá rótum.

-en trúgjarnar kerlingar hafa ekki fyrir því að lesa gagnrýnina, enda er óneitanlega gaman (og eflaust huggandi) að lifa í þeirri trú að heilinn í ekkert-sérstaklega-vel-gefinni húsmóður búi yfir einhverskonar undarlegum galdramætti.

 

Af sama meiði er svo sú trú að stöður himintungla hafi einhver áhrif á framvindu lífs okkar hér á jörðunni (við verðum fyrir álíka miklum kröftum frá þessum plánetum og við verðum fyrir af mýflugu sem sest á handarbak okkar á meðan þessi pistill er lesinn), eða að litríkir kristallar og steinar geti haft einhvern áhrifamátt þegar þeir komast í snertingu við okkur.

Verst er þó þegar fólk notar trúgirni annarra vitleysinga til að hafa af þeim fé, og jafnvel með því að bjóða þeim falslækningar við alvarlegum sjúkdómum. Mikill fjöldi fólks hefur miklar tekjur af því að heila, lesa í spil og spákúlur, búa til görug seyði og hvaðeina -allt saman hrein og klár vitleysa sem aldrei hefur getað staðist rannsókn.

 

Og þessa hegðun, og þennan frumstæða/einfalda hugsunarhátt, á ekki að umbera.Því þó það geti verið ósköp gaman að ímynda sér að drekaflugur eigi í samskiptum við okkur hin, og að afi og amma séu að tala til okkar huggandi orðum frá hinni hliðinni, og að stjörnurnar haldi yfir okkur verndarhendi og hvaðeina -þá er engum greiði gerður af því að lifa í blekkingu. Sér í lagi þegar blekkingin er síðan farin að kosta fólk fúlgur fjár í greiðslum til allskyns kukklara og lófalesara -fúlgur fjár sem væri betur varið í að leysa raunveruleg vandamál, uppræta hungur og lækna sjúkdóma.

Þessi trú á hverskonar galdralausnir og töfra og "alheimsorku" eða hvaða nafni svo sem það nefnist, er að tefja okkur í því mikilvæga starfi að skilja okkur sjálf og takast á við eigin vandamál með raunhæfum hætti.

 

Það getur vel verið að allt sé fullt af álfum og draugum og málglöðum drekaflugum í kringum okkur, og að heilinn sé mun merkilegri en við höldum. En það er ekkert mark takandi á fullyrðingum um slíka hluti sem ekki hefur tekist að færa á einhverjar vísindalegar sönnur. Það sem ekki er hægt að sanna, er líkast til lygi, ímyndun eða misskilningur -og breytir þá engu þó að heil hjörð af nýaldarkerlingum séu alveg ólmar í að trúa á spennandi galdra.

 

Eftir stendur að ég á hvað erfiðast með að trúa að nokkrum manni þyki bækur Paulo Coelho góð lesning

 

Og svo nokkrir góðir tenglar: 

Penn og Teller um andlegar upplifanir við dauðans dyr

Penn og Teller um Dalai Lama

Penn og Teller um Móður Teresu

Penn og Teller um geimverur

Penn og Teller um umhverfishippa

Penn og Teller um andasæringar


37. Rauðar flíspeysur -getum við ekki kennt börnunum að klæða sig smekklega í leiðinni?

skolabuningarÞað er merkilegt hvað Íslendingar eru veikir fyrir flíspeysum. Flíspeysan virðist vera orðin hinn nýji þjóðbúningur, jafnpokaleg og tilbrigðalaus flík og hún er.

Jogginggallinn er önnur bráðvinsæl flík, og litlu smekklegri. Lægsti samnefnari fataheimsins, en Íslendingar eru víst oft bráðhrifnir af lægsta samnefnara.

Og úr hverju samanstendur svo "skólabúningurinn" sem börnin í Sæmundarskóla fá? Jú, blágráum joggingalla og rauðri flíspeysu.

-Það er ekki einu sinni litasamræmi á milli flíka!

 

Börnin eru því klædd upp eins og dæmigert íslenskt úthverfapakk. Vantar bara að blokkaríbúð í Breiðholtinu, flaska af bónus-kóla og áskrift að Sýn fylgi með.

 

Skólabúningar eru ágætis uppfinning. Það skyldi enginn vanmeta áhrif einkennisbúninga til að innræta fólki ákveðna hegðun. Fötin skapa viðmótið: hver tæki t.d. mark á úrskurðum Hæstaréttar ef dómararnir væru í rauðum flíspeysum og jogginggöllum?

Virðulegir skólabúningar skapa þannig agað og samheldið umhverfi í skólum. Ekki síður gera skólabúningar skólastarfsmönnum auðveldara fyrir að sjá hvort eitthvað barn hefur bæst í hópinn sem ekki á heima á skólalóðinni.

Skólabúningar geta líka gagnast til að kenna börnum að klæða sig smekklega -en það gera flíspeysu-joggingallasettinn ekki.

 

Það væri þá betra að sjá börnin í almennilegum virðulegum skólabúningum að breskum sið. Fatnaði sem, í alvöru talað, er til þess fallinn að gera börnin myndarlegri frekar en að láta þau líta út eins og algjörir plebbar.

Íslendingar eru síst of smekklegir í klæðaburði, og dylst það engum sem fer til borga á borð við París eða Mílanó að þrátt fyrir alla peningana erum við í Reykjavík flest hver klædd eins og smekklausir flís-durtar.

Ég læt það eftir mér að fantasera um að það myndi kannski smita út frá sér, upp á við, ef börnin væru í klassískum og smekklegum búningum í skólanum.

Hér fylgir svo með mynd af almennilegum skólafatnaði, aldeilis klæðilegri en gerviefna smekkleysan sem virðist ætla að verða ofaná í íslenska skólakerfinu.


mbl.is Flestir vilja vera í skólabúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

36. Um blokkir, birtu, og gullinsnið á 64. breiddargráðu

Chrysler bygginginReykjavík er flöt borg, og raunar má halda því fram að það sé vöntun á stöku turni og spíru til að nota sem kennileiti.

Ef ekki væri fyrir það að allsstaðar sést í Esjuna í norðri, þá væri varla nein leið fyrir aðkomumann að ná áttum á Reykjavíkurflatlendinu.

 

Og eins og Reykjavík er flöt, þá er hún dreifð. Og kannski fullmikið úr henni teygt, sem hefur kannski helst þann fylgifisk að strekkja á samgönguleiðum og torvelda uppbyggingu brúkanlegs almenningssamgöngukerfis.

Það má byggja hærra en gert er, og þéttara. Raunar mættu flest hús í Reykjavík vera einni eða tveimur hæðum hærri, án þess að það kæmi að sök -þau eru ekki orðin háhýsi fyrir því. Við verðum samt að fara varlega í því að byggja heilan skóg af turnum, birtunnar vegna.

Buenos Aires er dæmi um borg sem byggð er mjög hátt og þétt. Hús upp á 9-10 hæðir þykir ekki gnæfa yfir umhverfið, og húsalengjurnar eru ekki aðskildar með nema tveggja akreina götu. -En í Buenos Aires er líka alltaf sól, og nokkurnvegin beint ofaná húsin, svo það skapast enginn drungi í skugga bygginganna.

Manhattan er líka þétt byggð, og byggð mun hærra en Buenos Aires, en nýtur þó ekki alveg sömu birtuskilyrða. Þar hafa menn líka gripið sérstaklega til byggingarreglna til að gæta þess að hleypa birtu niður á götu. Mér skilst að þar megi ekki enn byggja upp í beinni línu frá lóðarmörkum, heldur verði byggingin að falla inn um svo og svo margar gráður frá lóðarmörkum, svo að hún kasti ekki jafnmiklum skugga.

 

TunisÁ Íslandi fellur sólin yfirleitt lárétt á landsmenn. Það þarf ekki að byggja háa turna og marga til að mynda vegg sem varpar löngum skugga.

Blokkirnar sem nú standa við Keilugranda, jafnljótar og þær eru, taka merkilegt nok tillit til þessarar staðreyndar, enda aðeins byggt 3-4 hæðir upp, en svo tekur við mikið aflíðandi þak með um 45° halla, um 2,5 hæðir í viðbót. Þannig er meiri birtu hleypt í svæðið milli blokkanna.

Ef þeir gera það ekki nú þegar þurfa þeir sem ráða byggingastefnunni á Íslandi að huga sérstaklega að birtuskilyrðum, svo ekki myndist drungi yfir borginni.

Um leið verðum við þó að láta það eftir okkur að byggja stöku spengilegan turn, og alls ekki falla í þá gryfju að byggja háhýsin lárétt eins og gert var í Breiðholtinu að Rússneskum sið. Það þarf að byggja þétt, en þó þurfa húsin að vera í klösum sem eru ekki svo þéttir að þeir hleypi ekki birtu inn í plássið sem milli þeirra er.

 

Sú leið sem virðist hafa gefist best til að þétta byggð hér á landi er að byggja lágt, en mjög þétt, eins og og í Þingholtunum. -Þar er enginn garður á milli húsa, heldur bara fyrir framan og aftan. Lágreist byggð þar sem húsin snertast er hæglega þrefalt þéttari en ef garður væri í kringum hvert hús, en hleypir um leið birtu.

Við ættum kannski frekar að líta til Lundúna til fyrirmynda, þar sem hús rísa 3-4 hæða og standa þétt saman. Þar láta þeir heldur ekki sama arkitektinum eftir að hanna heilu hverfin, svo að götumyndin verður ekki eins og kæliskápadeildin í raftækjaverslun.

Ef gullinsnið væri svo notað sem viðmið um breidd götu og hæð húsanna sem við hana standa, þá ætti að vera tryggt að götumyndin er bæði björt og í góðu hlutfallslegu jafnvægi.

Sóhó Torg í Lundúnum


mbl.is Á fimmta hundrað íbúa í nágrenni Keilugranda andmæla skipulagstillögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

35. Fáum við þá arð?

Viðauki (24.08.07): Fréttin um milljarðahagnað Landsvirkjunar var með síðustu fréttum til að birtast á Mbl.is fimmtudaginn 23. ágúst. Fréttin var sett á vefinn kl. 19.39, og tilkynning um hagnað Landsvirkjunar var send út á markaði kl. 17.11.

Getur verið að fréttatilkynningin hafi verið tímasett þannig að hún næði síður í blað morgundagsins eða kvöldfréttatíma sjónvarpsstöðvanna? Það tekjur jú fjölmiðlamenn alltaf smá stund að vinna úr því sem þeim berst, og þegar frétt kemur í hús kl. 17 er hæpið að hægt sé að gera eitthvað af viti við hana fyrir deddlænið.

Þegar síðan Mbl.is vaknaði næsta morgun hrúguðust inn ferskar fréttir sem ýttu hagnaði Landsvirkjunar út af forsíðu, og þar með úr augsýn netnotenda og Moggabloggara, sem ætla mætti að hefðu margir viljað gaspra um svona rosalegan hagnað hjá þjónustufyrirtæki hins opinbera.

Tilviljun? Taktík?

 

Það er fjarskaánægjulegt að rekstur Landsvirkjunar skuli ganga jafnvel og frétt Mbl.is gefur til kynna.

19.13 milljarðar á aðeins 6 mánuðum er ekkert slor:

63.000 kr rúmlega á hvern íslending

265.000 kr á hverja 4,2 manna fjölskyldu.

-og það sumsé aðeins á hálfu ári.

 

Í tilkynningu Landsvirkjunar kemur einnig fram að eignir fyrirtækisins nema um 293 milljörðum, en það gerir rétt tæpa milljón á hvern þjóðfélagsþegn. Rösklega fjórar miljónir þegar allir heimilismeðlimir leggja í púkk. Upphæð sem ætti að duga fyrir flestum neysluskuldum á dæmigerðu heimili og gott betur, -svona til að setja upphæðina í samhengi.

 

Er ég einn um það að þykja þetta óhugnanlega háar upphæðir? Hvað gerist þegar svona rosalegir fjármunir eru settir í hendurnar á fyrirtæki með einokunarstöðu á markaði, og þar sem stjórnendur eru ráðnir af pólitíkusum?

Og fyrst þetta fyrirtæki er í eigu Ríkisins og Reykjavíkurborgar, langar engan að selja góssið, og innleysa eins og eitt drossíuverð á hvert fjögurra manna heimili í landinu?

 

Er það ekki til marks um að álagningin er of há í fyrirtæki sem er í almenningseign og ætlað að þjónusta almenning, þegar svona rosalegur hagnaður er til staðar?

Væri þá ekki ráð að lækka rafmagnsreikninginn, eða vilja pólitíkusarnir sem ráða í stjórnina frekar að peningunum verði varið í verkefni sem henta þeirra pólitísku hagsmunum?

Jafnvel þegar bara er litið á rekstrartekjur og rekstrargjöld það sem af er árinu, þá eru tekjurnar tvöfalt hærri en gjöldin. Má þá ekki álykta sem svo að rafmagnið sé tvöfalt dýrara en það ætti að vera?

Rekstrartekjurnar eru um 5,5 milljarðar á ári umfram gjöld, sem gerir um 73.000 kr á 4 manna heimili -er það ekki fjárhæð sem munar um?

 

Hvað býr að baki því að þessi góði rekstur skilar sér ekki beinustu leið til neytenda i lægra orkuverði? Er verið að safna fyrir einhverju þjóðþrifaverkefni? Á kannski að fara að kolefnisjafna eitthvað sniðugt? Eða er verið að stýra neyslu landans, svo hann fari ekki yfirum í rafmagnsnotkuninni?

 

Þetta er undarlegt, og vonandi getur einhver lesandi þessa bloggs haft fyrir því að útskýra fyrir mér það sem ég hlýt að vera að misskilja.

Hver á að njóta góðs af þessum hagnaði, og hvenær? Fáum við sem "eigum" fyrirtækið að njóta góðs af, eða fá þeir sem "stjórna" fyrirtækinu að leika með peningana?

 

Hér fylgir með mynd af 40'' Samsung flatskjássjónvarpi frá Bræðrunum Ormsson, en fyrir hagnaðinn sem af er árinu gæti Landsvirkjun keypt eitt slíkt sjónvarp á hvert fjögurra manna meðalheimili í landinu.

Einnig læt ég fljóta með mynd af Ford Explorer jeppadrossíu. Ef íslendingar deildu með sér eignum Landsvirkjunar gæti hvert fjögurra manna heimili keypt sér einn slíkan jeppa næstum skuldlaust.

-Ef tollar og álögur á bíla væru ekki jafnhá og raunin er á Íslandi, mætti meira að segja kaupa tvo Explorera á hverja familíu.

Ford Explorer


mbl.is 19,1 milljarðs króna hagnaður hjá Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

34. Þriðji hver prestur hómófóbískur

AlnæmiEnn og aftur sýnir íslenska prestastéttin hvað hún er algjörlega úr sambandi við raunveruleikann. Andaktin er svo mikil í þessu liði að það þeir ná engu jarðsambandi, þessir menn og konur sem taka það svo að sér að prédika yfir okkur hinum um hvað eru réttir siðir og rangir.

Nokkur atriði vil ég taka fram í tilefni af frétt á Mbl.is um könnun Íslensku þjóðkirkjunnar

1. Eins og oft vill gerast vantar nánari upplýsingar um framkvæmd og niðurstöður könnunarinnar. Rösklega þriðjungur svarenda er svo hómófóbískur að hann vill ekki einusinni vígja samkynhneigða saman. Sögunni fylgir ekki að um netkönnun var að ræða og svarhlutfall aðeins 75%, og leyfi ég mér að ætla að sá fjórðungur aðspurðra sem ekki tók afstöðu séu einmitt af allraforpokuðustu sortinni, sem líklega loka netkönnun med det samme þegar orðið "samkynhneigð" birtist á tölvuskjánum.

2. Af þeim sem svöruðu voru 20% mjög andvígir að vígja saman samkynhneigð pör. Má því ætla að fimmti hver prestur sé virkilega róttækur í afstöðusinni gegn samkynhneigð.

3. Það er ofboðslega þreytandi að hjúskapur samkynhneigðra skuli vera nefndur öðru nafni en hjúskapur gagnkynhneigðra. Það er móðgun og réttindabrot að veita samkynhneigðum pörum ekki sömu vígsluna með sama nafninu (og auðvitað alveg sömu réttindum og skyldum).

Það er til marks um fordóma þegar fólk getur ekki talað um hjónaband og giftingu samkynhneigðra, heldur grípur til afsláttarorða eins og staðfest samvist og staðfestingu. Það held ég svei mér að gagnkynhneigð pör myndu móðgast ef presturinn byðist til að staðfesta hjá þeim samvistir.

Samkynhneigðir eru ekki annars flokks þjóðfélagsþegnar, og sambönd þeirra og ástir ekki annars flokks heldur -nema auðvitað í augum þjóðkirkjunnar.

 

En prestunum, jafn heilagir og sjálfumglaðir og þeir eru, væri svosem frjálst að stunda sína hómófóbíu og mismuna samkynhneigðum eins og þá lysti ef kirkjan væri frjáls félagasamtök. En um er að ræða stofnun sem fær að njóta sérstakra sponslna úr vasa skattgreiðenda. Við borgum marga milljarða ár hvert fyrir mannréttindabrotin, og dregur kirkjan sér jafnmikið úr launaumslögum gagnkynhneigðra og samkynhneigðra.

Það er löngu tímabært að skera á tengsl ríkis og kirkju, og binda endi á þau sérfríðindi sem lútersk evangelíska kirkjan nýtur umfram önnur trúfélög á landinu. Enda alveg hreint fáránlegt að upplýst nútímasamfélag taki siðrænt mark á valdastofnun sem byggir prédikanir sínar á ofsjónum kvenhatandi þrælahaldara sem stunduðu hjarðmennsku fyrir botni miðjarðarhafs á bronsöld. -Valdastofnun sem trekk í trekk í veraldarsögunni hefur staðið í vegi fyrir framförum og mannréttindum, og jafnvel verið hvatinn að mörgum mestu hörmungum og stríðsátökum sem dunið hafa á mannkyninu.

Verkin sýna að valdastofnunin hin kristna kirkja er enn söm við sig, og veldur ómældu tjóni og þjáningum.

Og nú vil ég sjá eitthvert hommaparið eða lesbíuparið taka sig til, og heimta að þau verði gefin saman með sömu athöfn, sama nafni og sömu lagalegu afleiðingum og ef þau væru gagnkynhneigt par. Hver sá sem stendur í vegi fyrir vígslunni, hvort heldur það verður einhver bjúrókrati hjá sýslumanni, skrifstofulumma hjá Biskupstofu eða skattaspekúlant hjá Ríkisskattstjóra, verður kærður fyrir brot á 65. grein Stjórnarskrárinnar. Það dugar ekkert minna en að siga dómstólum á þetta lið, og getur þá tvennt gott hlotist af: að þjóðkirkjan verði að beygja sig undir mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar, ellegar að hún segir skilið við þjóðkirkjutitilinn og þau sérfríðindi sem honum fylgja.

Ég læt hér fylgja með mynd af Alnæmissjúklingi í Afríku, sem bíður dauðans. Svona rétt til að mina á hvað það kostar stundum að hlusta á vitleysuna sem kemur frá hinni kristnu kirkju, en Páfanum er mikið í mun að Afríkubúar noti ekki smokkinn, -enda hefur Vatíkanið margoft lýst því yfir þvert á það sem allir vita og vísindamenn hafa margítrekað sannað, að smokkurinn veiti enga vernd gegn HIV smiti, og auki jafnvel hættuna á smiti.

Það má líka fylgja með að Utanríkisráðuneytið ver um 193 milljónum króna árlega til mannúðarmála og neyðaraðstoðar, en Þjóðkirkjan fær um 3,5 milljarða árlega úr vösum skattgreiðenda.


mbl.is Meirihluti presta hlynntur heimild til að staðfesta samvist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

33. Frakkar á réttri leið

Antoníus hinn fagriÞað held ég að Frakkar hafi hitt naglann á höfuðið, að höndla barnaníðinga sem sjúklinga.

Pedófília, það að laðast kynferðislega að einstaklingum sem ekki hafa byrjað kynþroska, er  af geðheilbrigðisstétt flokkað sem geðsjúkdómur (að vissum skilyrðum uppfylltum). Hótun um fangelsisvist og refsingu læknar fólk ekki af geðsjúkdómum, síðast þegar ég vissi.

Engin lausn er í sjónmáli fyrr en hægt er að ræða um pedófíliu af yfirvegun og á upplýstan hátt, þar sem haft er í huga að pedófílar eru sjúklingar. Hamslaus bræðin sem oft vill grípa um sig (og sést svo skýrt á Moggablogginu með reglulegu millibili) þegar pedófílía er í fréttum, þar sem fólk iðulega hrópar á útskúfun og blóðsúthellingar, er ekki líkleg til að leysa neinn vanda.

 

Gaman væri að sjá íslensk stjórnvöld skoða frönsku leiðina, og raunar væri afbragð ef einhver fjölmiðillinn tæki sig til og skoðaði hvernig sálfræði og geðlækningar eru notaðar í íslenska refsikerfinu til að bæta menn og breyta þeim, svo þeir verði kannski bættari menn þegar út í samfélagið er komið.

 

Hnoðri getur ekki á sér setið við þetta tækifæri, að minna á þá staðreynd sem svo margir eiga erfitt með að kyngja, að það er munur á pedófílíu og ephebófílíu -en hið síðarnefnda er hugtak sem alltof fáir þekkja (en setja iðulega undir sama hatt og pedófílíu).

Ephebófília er það að laðast kynferðislega að táningi, einstaklingi sem er byrjaður á kynþroska. -Og slík hneigð er ekki talin sjúkleg í læknisfræðilegum skilningi, þó að mörgum svelgist á þeirri staðreynd að táningar, unglingar, eru líffræðilega séð kynverur.

Menn sem laðast að einstaklingum sem ekki hafa byrjað kynþroska eiga fullt erindi til læknis, en ephebófílar ekki. Er áhugavert í því ljósi að skoða að löglegur aldur til samræðis er 15 ár í Frakklandi, svo það getur verið að með hinu nýja úrræði Frakklandsforseta sé verið að setja fullheilbrigða menn á geðsjúkrahús, enda má færa fyrir því rök að líffræðilegur kynþroskaaldur sé lægri en 15.

Svo ekki sé minnst á lönd eins og Bandaríkin, þar sem löglegur lágmarksaldur til samræðis er 16-18 ár eftir ríkjum. Þar er raunar verið að refsa mönnum fyrir hegðun sem er bæði fullkomlega náttúruleg og heilbrigð.

Það eru afbökuð kristin siðagildi sem hafa gert það samfélagslega og/eða löglega óásættanlegt að fullorðinn einstaklingur eigi í kynferðislegum samskiptum við táning, þó það sé í fullu samræmi við náttúruna sem er innrituð í erfðaefni okkar. Samskonar siðagildi hafa bannað ýmiskonar aðra fullkomlega eðlilega hegðun á tímum, og má t.d. nefna samkynhneigð og kynlíf utan hjónabands í því sambandi.

 

Ég læt hér fylgja með mynd af styttu af hinum unga Antoníusi, sem var elskhugi Hadríanusar Rómarkeisara frá 13 eða 14 ára aldri. Antoníus drukknaði í Níl tvítugur, og átti harmur Hadríanusar sér engin mörk. Voru borgir stofnaðar í nafni Antoníusar, slegnar myntir með ásjónu hans og styttur reistar af hinum fagra Antoníusi um gervallt Rómarveldi (Ein sú frægasta þeirra prýðir Vatíkanið). Var Antoníus lýstur guð, og hann tilbeðinn allvíða.

Rithöfundurinn Marguerite Yourcenar skrifaði bók um ástarsamband Hadríanusar og Antoníusar sem að margra mati er talin einhver fegursta ástarsaga sem rituð hefur verið.

Í dag yrði Hadríanusi stungið í fangelsi í sumum hlutum heimsins, og í frakklandi yrði hann settur á hæli. Á Íslandi yrði hann liklega gerður að skotspæni Kompáss, og Moggabloggarar myndu keppast við að kalla hann perra.


mbl.is Barnaníðingum haldið þar til læknar ákvarða annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

32. Víti til varnaðar -breytumst ekki í Texas

Mál Arons Pálma ætti að minna okkur á hversu hættulegt það er þegar róttæk kristin siðfræði, hystería og pólitík blandast í einn graut.

Hún er ekki löng leiðin, frá því að pólitíkusar í slagtogi við kvenfélög og trúfélög skipti sér af ráðstefnuhaldi dónamyndafremleiðenda, til þess að þessir sömu pólitíkusar láti það eftir háværum hóp siðapostula að stinga börnum í fangelsi fyrir læknisleiki.

 

Því miður hafa fjölmiðlar á Íslandi ekki staðið sig í stykkinu í umfjöllun um mál Arons, því hvergi er hægt að finna nákvæma lýsingu á því hvað fór fram milli Arons 14 ára gamals og piltsins sem þá var 6 ára (að því ég kemst næst var þarna um annað brot Arons að ræða, en hann hafi fengið dóm fyrir eitthvað fikt með öðrum pilti nokkrum árum áður). Í fljótu bragði má aðeins finna þessa skrá hjá "Almannaöryggisnefnd", þar sem ártöl og aldur koma skýrt fram. (Aldur bæði Arons og hins aðilans í málinu er mikið á reiki í umræðu á misgáfulegum Moggabloggum)

RFJ hópurinn svokallaði talar um "kynferðislega áreitni" gagnvart "leikfélaga" í bænabréfi til ríkisstjóra Texas.

Einhverjir segja á spjallþráðum að Aron hafi "sett lim annars pilts í munnin á sér".

En þar sem málsatvik hafa hvergi komið fram á skýran hátt frá áreiðanlegri heimild er ekki hægt að leggja nógu gott mat á hversu fáránlegur dómurinn er. Ef um "alvöru nauðgun" var að ræða, þá má vel vera að Aron hafi átt skilið einhverja hirtingu og betrun, þó auðvitað sé ekki til vitlausari leið til að binda enda á kynlífsfikt Arons með öðrum piltum en að stinga honum í unglingafangelsi í nokkur ár.

Hitt virðist þó líklegra, að um ósköp sakleysislegt fikt hafi verið að ræða, en þar sem Aron var þegar "kominn á skrá" fyrir fyrra fiktið nokkrum árum áður, eru engin minnstu grið gefin og róttæk hægri-siða löggjöfin sér annaðhvort bara svart eða hvítt, og börn í læknisleik eru sett í hóp með nauðgurum.

Einhversstaðar heyrði ég því fleygt að þar sem um brot á öðrum pilti væri að ræða fengi Aron þyngri dóm. Það er ekki óútbreitt í bandaríska dómskerfinu að kynferðisglæpir hljóti að vera alvarlegri þegar einhver grey angans saklaus pilturinn lendir í því að "hommast".

 

Höfum það hugfast næst þegar Moggabloggið fer að rauðglóa yfir einhverju siðferiðshneykslinu, að hrópa ekki alveg strax á tjörgun og fiðrun og lagasetningu til að ráða siðum fólks. Fyrr en varir erum við þá farin að fikra okkur niður sama veg og Texasbúar.


31. Mig langar að stofna alvöru frelsisflokk

Ég held það sé mikil vöntun á alvöru hægriflokki í íslenskum stjórnmálum.

Sjálfstæðisflokkurinn er kominn svo langt inn á miðju, og farinn að hafa svo miklar áhyggjur af einkalífi og neyslu borgarans, að hann stendur varla undir nafni lengur sem hægriflokkur.

Frjálslyndi flokkurinn virðist vel meinandi á ýmsum sviðum, einkum þegar kemur að einkavæðingu og markaðsfrelsi, en er með kolranga skattastefnu.

 

Hvar er flokkurinn sem berst ekki fyrir öðru en afskiptaleysi ríkisvaldsins? Hvar er flokkurinn sem vill í alvöru lækka skatta svo eftir verði tekið, og færa sem mestan rekstur af hendi hins opinbera?

Hvar er flokkurinn sem er með hreinan skjöld, ekki með tengsl í valdablokkir í allar áttir og ekki með innra uppeldiskerfi sem sér til þess að enginn nema þeir valdagráðugustu, ríkustu og slóttugustu komast á toppinn í flokkinum.

Hvar er flokkurinn sem vill ekki skipta sér af siðferðismálum borgaranna, og meinar það þegar hann segir að kominn sé tími til að skilja að ríki og trúarbrögð?

Myndu ekki margir Reykjvíkingar kjósa flokk sem hefði þá skýru og einföldu stefnu að lækka skatta, einkavæða þjónustu og skipta sér ekki af lífi borgaranna?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband