Færsluflokkur: Bloggar

20. Hugleiðing um Moskvuferð borgarstjóra og kirkjubyggingar

Minnislaus á mannréttindi í MoskvuKristin trúarbrögð, eins og önnur trúarbrögð, eru blekking og hjátrú sem ekki gera annað en hægja á andlegum og veraldlegum farmförum mannkyns í besta falli, en í versta falli kosta milljónir mannslífa ár hvert og ómælda þjáningu. Heilög stríð nútímans og samlegðaráhrif HIV faraldursins og smokkabanns Páfa eru tvö nýleg og skelfileg dæmi í mannkynssögunni.

En af kristnum söfnuðum þykir höfundi þessa pistils skemmtilegast að heimsækja (þó alltaf með hæfilegum snert af óbragði) byggingar rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar, sem hefur það umfram hina minimalísku íslensk-lúthersku kirkju að leggja mikið upp úr drama, skrauti, reykelsum, dýrlingum og hrikalegum munkasöng.

Að ganga inn í Kazansky Sobor í Pétursborg framkallar sterk hughrif, svo maður kemst eitt andartak í snertingu við múgsefjunina. Að ganga inn í Hallgrímskirkju, hins vegar, er eins og að koma inn í rúmgóða vörugeymslu.

 

En kirkjubyggingin sem Reykjavíkurborg hefur nýlega gefið Rússnesku réttrúnaðarkirkjunni byggingarreit undir, verður engin Kazansky Sobor. Af myndum að dæma er um að ræða samanherpta litla skemmu, sem nær hvorki að vera áhugaverð fyrir frumleika eða falleg fyrir klassísk byggingarlögmál.

Litlir næpulagaðir turnstubbar draga athyglina eitt andartak frá því hvað restin af kirkjubyggingunni er ljót. Staðsetningin, við Mýrargötu, er líka aldeilis óáhugaverð. Jafnvel þó til standi að ryðja allt svæðið í kring og byggja þar fleiri-fleiri hús í mjólkurfernu-stílnum sem íslenskir arkitektar stunda nú, þá er Mýrargata eftir sem áður allverulega hallærisleg staðsetning. En kannski meiningin að hafa kirkjuna í færi við höfnina, svo halarófan af subbulegum rússneskum sjómönnunum þurfi ekki að fara of langt inn í borgina þegar þeir vilja signa sig áður en lagt er úr höfn.

 

En svo er það hin hliðin á málinu:

Vilhjálmur Þ er í Moskvu núna með hvorki meira né minna en 30 manna föruneyti, sem hið opinbera borgar væntanlega undir flug, fæði, gistingu og dagpeninga. Þeirra á meðal eru Gísli Marteinn, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson. Allt hefur þetta lið við eitthvert tækifæri sagst vera miklir stuðningsmenn réttindabaráttu samkynhneigða. Af Hönnu Birnu keypti ég eitt sinn barmnælu í Gay-pride göngu skömmu fyrir borgarstjórnarkosningar (Gísli var líka að selja nælur ef ég man rétt, en Hanna Birna er miklu söluvænni), og gott ef ekki hefur sést til Vilhjálms Þ. spássera fremstur í flokki göngufólks.

Lesendur hnoðrabloggs eru kannski ekki enn búnir að gleyma þeim fréttum sem bárust fyrir á árinu, þegar friðsamur hópur var barinn niður af ofstækismönnum og handtekinn af lögreglu þegar hópurinn reyndi að ganga að skrifstofum borgarstjóra Moskvu til að fara þess á leit að mega ganga gleðigöngu.

Borgarstjórinn Moskvu, Júrí Lúshkov, lét þessi grófu mannréttindabrot viðgangast og hefur látið hafa eftir sér að honum þyki gleiðgöngur samkynhneigðra "satanískar".

Júrí, blessaður, virðist annars ekki barnanna bestur. Hefur beint eða óbeint stuðlað að minniháttar og meiriháttar mannréttindabrotum í Moskvuborg, og er grunaður um stórvægilega spillingu í tengslum við byggingafyrirtæki hans.

 

Nú er stóra spurningin, hvort Villi Þ., Gísli Marteinn, Hanna Birna, og Björn Ingi eru bara hommavæn á tyllidögum, eða hvort þau hafa tekið réttindi samkynhneigðra til alvarlegrar umræðu á fundi Moskvuborgarstjora.

Fréttir segja frá því að "rætt hefur verið" um opinn loftferðasamning milli Reykjvaíkur og Moskvu (vá! eins og steinsteypuflæmið Moskva, grasserandi í spillingu og fátækt, er aldeilis spennandi og heillandi áfangastaður!) og aukna samvinnu í umhverfis-, mennta- og menningarmálum (=senda fleiri hæfileikalausa listamenn milli landa á kostnað skattborgara).

Hvergi er minnst á mannréttindin, sem virðist svo auðvelt að verja í hátíðarskaranum í miðbæ Reykjavíkur.

 

Nei, kæri lesandi, mig grunar sterklega að borgarstjórinn og fylgdarlið hans, sem öll þykjast miklir mannréttindafrömðir þegar blásið er til hinsegin daga, hafi ekki minnst einu orði á sjálfsögð mannréttindi samkynhneigðra á fundinum með Júrí.

Þess í stað veita þau byggingarland undir kirkju sem er fjandsamleg samkynhneigðum í meira lagi. Við Mýrargötu verður reist bygging, í boði borgarstjórnar, þar sem von er á að yfirlýsingu Rússnesku orþódoxkirkjunnar frá ágúst 2000 verði gert hátt undir höfði og samkynhneigð kölluð pervertísk, glæpur gegn eðli mannsins, og að fólk sem er hlynnt réttindum samkynhneigða megi ekki koma að fræðslu barna og ungmenna.

 

Þesum pistli fylgir mynd af Hönnu, Júlíusi og Gísla, með littla hommahataranum Júrí. Hanna Birna virðist sú eina í hópnum sem ekki hefur geð í sér til að skælbrosa.

Ef einhver veit betur, og getur sagt með góðri samvisku að einhver af 31 fulltrúum Reykjavíkur hafi vakið máls á réttindum samkynhneigðra, þá má sá hinn sami láta vita í athugasemd við þetta blogg, og lofa ég að kjósa viðkomandi borgarfulltrúa í næstu kosningum.


mbl.is Rússnesk kirkja byggð í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

19. Þetta myndu margir vilja sjá á Íslandi

Hvar er hann núna, kórinn sem hrópar á aftöku í hvert skipti sem [iðulega óljósar og villandi hasar-] fréttir berast af misnotkun barna?

Það er svo merkilegt að þau lönd þar sem hvað lengst er gengið í að vernda börn og ungmenni á kynferðislega sviðinu eru iðulega sömu lönd og ganga hvað lengst í að brjóta á mannréttindum hópa á borð við konur og samkynhneigða.

Getur verið, að það séu tengsl á milli þess að sýna frjálslyndi þegar kemur að kynferði ungmenna, og þess að virða mannréttindi annarra þjóðfélagshópa?


mbl.is Þýskur unglingur ásakaður um barnamisnotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

18. Endalok trúarinnar

Sam HarrisSam Harris veitti einstaklega áhugaverðan fyrirlestur hjá félagsskapnum New York Society for Ethical Culture.

Hægt er að nálgast upptöku af fyrirlestrinum á youtube.com, í átta bitum.

Fyrsta bitann er hægt að nálgast hér en Sam nær hvað mestum hæðum að mínu mati í 3. hlutanum sem er hér

Hann færir fyrir því sterk rök að ekki sé lengur hægt að umbera trúarbrögð, og að trúarbrögð séu ekki, og megi ekki vera hafin yfir málefnalega gagnrýni. Hann minnir á að sú staðreynd að ekki virðist mega gagnrýna trúarbrögð sé að kosta milljónir mannslífa á hverju ári.

Endilega hlýðið á fyrirlesturinn og uppljómist.


17. Lymskulegar felu-auglýsingar og blekkingar Betsson á unglingavef?

Eitthvað varð til þess að mig grunaði strax að maðkur væri í mysunni þegar tenglasíðan B2.is birti 29. maí s.l. hlekk á bloggsíðu undir yfirskriftinni "Íslensk stelpa vann 126 þús á Betsson".

Svo ótalmargt við bloggsíðu "stelpunnar" benti til þess að bloggið væri allt uppspuni, og tæki til að auglýsa á lymskulegan hátt veðmálasíðuna Betsson, sem er að stórum eða öllum hluta í eigu íslenskra aðila.

Í dag birtist svo annar hlekkur, að þessu sinni í ákaflega loðna frétt á "fréttasíðunni'" Panama.is, og yfirskriftin nú að "Íslendingur vinnur 6,2 milljónir á Betsson". -og fyrir "fréttasakir" er látinn fylgja með hlekkur í veðmálasíðu Betsson.

Af þessu tilefni leitaði ég uppi hlekkinn um stelpuna, og viti menn -það hefur ekki bæst við ein færsla í "bloggið" hennar síðan hlekkurinn birtist á B2.is á sínum tíma. -Merkilegt!

 

Mér sýnist full ástæða til að ætla að verið sé að beita sérdeilis lymskulegum brögðum til að auglýsa veðmálastarfsemi gegnum B2.is. Það sem meira er, verið er að beita lygum og falsfréttum til þess að ginna nýja viðskiptavini inn á Betsson síðuna.

Og það sem kannski er verst af öllu: B2.is er unglingasíða og má ætla að stór hluti af notendum síðunnar séu ekki orðnir sjálfráða. Það er því verið að beina þessum slæga auglýsingaáróðri að auðsveipum markhópi sem lagalega má ekki taka þátt í fjárhættuspilum.

 

Ég skora á lesendur hnoðrabloggsins að kíkja á hlekkina tvo, sérstaklega "bloggið" stelpunnar, og segja hvað þeim finnst.

 

Ég freistast kannski til að senda línu á viðkomandi eftirlitsstofnanir, svo málið verði rannsakað betur. Í anda frelsisins er ég alveg galopinn fyrir því að fólk fái að tapa öllum sínum peningum í fjárhættuspilum ef það er nógu vitlaust á annað borð til að láta plata sig út í veðleiki. Fjárhættuspil eru skattur á heimsku, eins og maðurinn sagði.

En ef litli vel-meinandi einræðisherrann í mér fengi að ráða myndi ég vilja að fjárhættuspil legðust af. Því það á sér ekki stað nein framleiðsla eða auðgun andans í slíkri starfsemi -bara eintómt peningaplokk sem nýtir sér fíkn og flónsku þeirra sem minnst mega við því að tapa peningunum. Þannig gjalda fjárhagslegir hagsmunir mínir í sameiginlegri auðlegð þjóðarinnar fyrir það að vitleysingum sé leyft að láta plata sig í veðmál, frekar en að beina fjármunum sínum t.d. í verslun og þjónustu. En hugsjónanna vegna verð ég víst að leyfa frelsi einstaklingsins til að grafa eigin gröf að hafa betur í því tilvikinu.

Hins vegar er mér, í anda hins upplýsta og frjálsa markaðar, þvert um geð þegar fólki eru gefnar rangupplýsingar til að láta blekkjast til viðskipta.

Það sýnist mér allt benda til að Betsson sé að gera gegnum B2.is

-því þori ég að veðja!


16. Smá vangaveltur um Þjóðkirkjuna og hvað hún kostar

Hnoðri er alveg sérdeilis andsnúinn Lútersk-evangelísku kirkjunni sem gefið er móralskt átoritet yfir Íslendingum.

Kíkti Hnoðri aðeins á fjárlög og einnig á fjármálaupplýsingar á heimasíðu Biskupstofu og má til með að deila með lesendum Hnoðrabloggs nokkrum staðreyndum:

Þjóðkirkjan fær frá ríkinu 3,5 milljarða á ári -hvorki meira né minna. Eru þá ótaldar tæpar 750 milljónir sem fara til reksturs kirkjugarða.

Af þessum milljörðum eru 1,8 milljarður sóknargöld, sem tekin eru með hálfgerði leynd af tekjum landsmanna. Aðrir söfnuðir fá samanlagt 205 milljónir. Sóknargjöld eru greidd í samræmi við stærð söfnuða, og nemur að mig minnir um 6000 kr á ári á hvert sóknarbarn 16 ára og eldra.

Þegar hins vegar allar greiðslur ríkisins til þjóðkirkjunnar eru taldar saman fær hún uþb tvöfalt meira á hvert sóknarbarn en aðrir trúarsöfnuðir í landinu.

Ég er ekki viss um hvort inni í þessum 3,5 milljörðum eru síðan laun um, að mig minnir, 100 presta og tylftar af biskupstofustarfsmönnum sem eru "opinberir starfsmenn" og fá laun sín greidd frá ríkinu.

Enginn einasti af hinum söfnuðunum er með starfsmann á launum hjá hinu opinbera, að því ég kemst næst.

 

Til að setja þessar tölur í eitthvað samræmi má nefna að það kostar um 300 milljónir á ári að reka Menntaskólann í Reykjavík.

Kirkjan fær nærri þrefalt meiri upphæð en ríkið ver í þróunaraðstoð árlega.

Það kostar 6,8 milljarða að reka allan Háskóla Íslands, þar sem þúsundir manna starfa og mennta sig og rannsaka leyndarmál heimsins. Það ætti því að vera hægt að efla starfsemi Háskólans um helming ef hann fengi peningana sem kirkjan fær.

 

Hnoðri skoðaði líka hvað Kirkjan gerir við peningana. Hún byggir meðal annars fleiri kirkjur. Byggingarnefnd kirkjunnar veitir tugum og hundruðum milljóna í styrki  árlega til að byggja nýjar kirkjur, og stykkið er að kosta hæglega kvartmilljarð króna, og er þá orgelið ekki innifalið.

Til samanburðar eyrnamerkir Utanríkisráðuneytið 193 milljónir "Mannúðarmálum og neyðaraðstoð" í fjárlögum 2007.

 

Ef kirkjan starfaði í raun eftir því sem trúin boðar yrði stofnunin sem slík lögð niður. Hugsið ykkur bara hvað mætti bjarga mörgum mannslífum ef þessum 3,5 milljörðum yrði varið í heilsugæslu og forvarnir í þróunarlöndum?

En nei, við verjum 3,5 milljörðum svo prestastéttin geti gengið um pattaraleg með yfirlætisbrag hræsnarans, í tvöfaldri röð til hátíðarmessu, með hvíta 15. aldar-kraga um hálsinn sem endurspegla 15. aldar hugsunarháttinn innan þessarar stofnunar.

Svona grínlaust, er ekki komið nóg af vitleysunni? Tekur einhver lengur mark á trúnni? Fer nokkur maður með fullum mjalla lengur í messu? Sér fólk ekki í gegnum blekkinguna og sérhagsmunavörsluna hjá prestastéttinni?

Ég get skilið að ólæsir miðaldamenn hafi látið blekkja sig til að halda að skeggjaður maður á himnum réði hvernig heimurinn snýst, en geta upplýstir nútímamenn virklega annað en hlegið að þessum göldrum sem byggjast á ofsjónum vannærðra hjarðmanna niðri við miðjarðarhaf á brönsöld?

Og getur svo einhver sem í góðri trú játar á sig kristni virkilega talið það kristilegra að moka hálfum fjórða milljarði undir kirkjubyggingar og hommahatandi prestahyskið frekar en að verja peningunum í að hjálpa þeim sem eru í neyð?


15. Eydd færsla. Bannað að tala um kynlíf unglinga

Katrín Anna Guðmundsdóttir bloggar, og auglýsir eftir leiðum til að sporna gegn kynferðisbrotum gagnvart börnum. Þetta gerir hún í tilefni af frétt um að Norrænir ráðherrar ætli að taka netperra sérstaklega til skoðunar á einhverri ráðstefnunni.

Ég setti inn athugasemd við færsluna, sem síðar var eytt.

[G]úddera ég ekki alla nafnlausa umræðu - þ.m.t. þar sem verið er að réttlæta kynmök fullorðinna með unglingum. Þeir sem vilja taka þá umræðu hér á þessu bloggi verða að gjöra svo vel að þora að láta sjá framan í sig.

Segir Katrín Anna af því tilefni að hafa eytt út athugsemd minni.

Það er aldeilis.

Það er ekki að ástæðulausu að Hnoðrabloggið er nafnlaust. Samfélagið hér er svo agnarsmátt og engar ýkjur að maður getur sett líf og limi, eða í minnsta falli starfsframa og samfélagssess í hættu með því að viðra skoðanir í Íslensku samfélagi sem ekki eru samhljóma háværum siðapostulunum.

Hnoðri hefur ritað nokkrar færslur um það áður að siðferðisumræðan sé komin út á mjög hálan ís hér á Íslandi, og ef ekki heyrast raddir sem mæla á móti þeirri tísku að vilja stjórna siðferði fólks með lögum er hætta á að umræðan berist inn á Alþingi og færi Ísland hægum en öruggum skrefum nær því að verða eins og Bandaríkin, þar sem við heyrum reglulega af fáránlegum dæmum þess að ungmenni jafnt sem fullorðnir hafi hlotið þunga dóma fyrir kynferðisathafnir sem hér á landi hefði þótt hlægilegt að refsa fólki fyrir.

Fyrir tilviljun á Hnoðri afrit af færslunni sem Katrín Anna gat ekki leyft að vera á sínum stað. Birtist færslan hér að neðan.

Stutt "umræða" hefur sprottið á vef Katrínar Önnu, sem virðist reyndar hafa snúist upp í hálfgerða vitleysu, þar sem undarlegar ásakanir ganga á víxl milli Katrínar og jákvenna hennar og eins manns sem er ekki alveg sammála kynferðishysteríunni. Umræðuna má sjá hér, og getur hver dæmt fyrir sig hver talar af meira viti, Hnoðri eða kórinn á Katrínarblogginu.

(Þið afsakið að greinaskilin eru í hönk. Það er eitthvað basl á að copy-peista úr word yfir í blog.is forritið)

 

Það þarf að fara mjög varlega í lagasetningu um kynferðismál, og ef eitthvað er betra að hafa löggjöfina of víða en of þrönga. Annars endum við á að refsa fólki fyrir fullkomlega eðlilega hegðun, og þá er löggjöfin orðin verri en glæpirnir sem henni var ætlað að hindra.
Hysterískar lagasetningar siðapostula voru t.d. ástæða þess að Aron Pálmi fékk að dúsa í steininum fyrir það sem hér á landi væri kallað sakleysislegt kynlífsfikt. Líf ungs pilts eyðilagt af ástæðulausu, til að elta glæp sem var ekki til staðar og enginn skaðaðist af.Það er seinni tíma uppfinning að fólk sé börn til 18 ára aldurs, og tilhneigingin til að vilja lengja og lengja þann tíma sem fólk er talið vanhæft um að ráða sér sjálft.

Á sama tíma sjáum við t.d. vestanhafs fjöldamörg tilfelli um lagalegar þverstæður, þar sem táningar eru í einu máli talin varnarlaus og vanþroskuð börn þegar þeir eru fórnarlömb, en í öðru máli talin nægilega vitsmunalega þroskuð til að vera dæmd eins og fullorðinn maður þegar þau eru sökuð um glæp.

Það er staðreynd að táningar, sem sumir vilja kalla börn, eru orðin kynverur löngu fyrir 18 ára aldurinn. Það er líka staðreynd að margir, sérstaklega foreldrar, kunna ekkert alltof vel við það að "litlu börnin" þeirra séu komin með kynhvöt. Hitt er líka staðreynd að líffræðilega er ekkert afbrigðilegt við það að laðast kynferðislega að táningi í blóma frjósemi sinnar. -Í því siðferði sem nú ríkir á vestrænum löndum (sem að stórum hluta byggir á eða leiðir amk út frá uppskrúfaðri kristinni siðspeki), er það álitið í besta falli slepjulegt ef að eldri einstaklingur á í kynferðislegum samskiptum við táning, en það þarf ekki að þýða að brotið sé á nokkrum manni.Auðvitað eru ekki allar kynlífsupplifanir á táningsaldri jákvæðar. Við gerum öll mistök. Ég gerði hluti sem ég hefði betur sleppt þegar ég var táningur, en ég gerði líka hluti sem ég hefði mátt sleppa þegar ég var orðinn sjálfráða. Ég lærði af þessum mistökum, og er ekki andlega lemstraður þó ég óski þess stundum að ég hefði sleppt sumu. Boð og bönn löggjafans geta ekki stöðvað fólk í að misstíga sig á siðferðissvellinu. Ef eitthvað er, þá er fræðsla og  opinská umræða það eina sem er líklegt til að gera gagn. Það er hins vegar auðveldari lausn að banna og skamma en að skilja og fræða.Þegar ég var táningur sængaði ég hjá fólki sem var það mikið eldra en ég að í Bandríkjunum hefðu þau verið að brjóta lög. Þegar ég varð eldri sængaði hjá yngra fólki, og hefði mátt eiga von á langri fangelsisvist fyrir í sumum fylkjum Bandaríkjanna, en það var ekki brotið á neinum, og kynferðisleg samskipti voru ekki annað en falleg, innileg og verðmæt reynsla báðum aðilum.Lögin eins og þau eru í dag á Íslandi eru meira en nógu gott öryggisnet. Lögin viðurkenna að 14 ára einstaklingar geta hæglega lifað fallegu og heilbrigðu kynlífi, en vernda að sama skapi fólk upp að 18 ára aldir fyrir því að vera blekkt, tæld eða borgað fyrir kynlíf, og að uppeldisaðilar og umsjónarmenn þeirra misnoti aðstöðu sína. Þar með eru táningar og börn t.d. vernduð fyrir því að einhver tæli þau til fundar við sig á netinu á fölskum forsendum. Þegar hér er komið sögu er rétt að benda á muninn á ephebófíliu og pedófíliu. Ephebófília er það kallað að laðast kynferðislega að unglingum, fólki sem náð hefur kynþroska. Pedófília er hins vegar að laðast að börnum, fólki sem ekki hefur byrjað kynþroska. Ephebófília er af læknastétt talin innan ramma eðlilegrar kynhegðunar, en pedófília ekki.

Hins vegar gera fjölmiðlar sjaldan greinarmun þar á, og allir settir undir sama hatt. Það gefur hins vegar auga leið að það er reginmunur á að hafa t.d. mök við 16 ára einstakling og 6 ára barn. Hið fyrrnefnda er kannski siðferðislegur löstur í augum sumra, en hið seinna augljós glæpur.

Þegar síðan umfjöllun og umræða gerir engan greinarmun á ephebófíliu og barnaníð, er hætt við að pólitíkusar í atkvæðaveiðum freistist til að setja lög til að stjórna siðferði allra eftir skipunum háværs minnihluta sjálfskipaðra siðapostula.Þá vitum við ekki fyrr en Ísland er orðið litla Texas, og fólki refsað fyrir að gera eins og náttúran forritaði okkur.Og eitt enn: Mikið er rætt um hækkaðar refsingar og strangari lög, en aldrei nokkurntíma er minnst á hvort hægt er að hjálpa þeim sem sækja í kynlíf með börnum og efni sem sýnir þau á kynferðislegan hátt. Á meðan fjöldi vefsíða, stofnana og félagasamtaka bjóða fórnarlömbum styrk og stuðning og leita uppi þá sem brotið hafa af sér, er enginn sem vill rétta brotamönnunum hjálparhönd.Af hverju er ekki löngu búið að setja upp vefsíðu þar sem fólki sem hefur áhyggjur af eigin hneigðum er veitt fræðsla svo það skilji hvort það eigi við vanda að stríða, og sýndar leiðir til að leita sér aðstoðar?"Barnaperrarnir" verða alltaf til staðar, og finna alltaf leiðir til að fá hvötum sínum útrás, sama hversu margar netlöggur eru settar á launaskrá ríkisins, eða hversu háar refsingar verða lagðar við brotunum. Það er ekki nema reynt sé að hjálpa þessu fólki áður en þau gera hvatir sínar að raunveruleika, að hægt er að fyrirbyggja glæpinn. Það er ekki nema foreldrar og skóli tali opinskátt við börn sín og kenni þeim að vara sig og ræða málin við foreldra sína, að lausn á vandanum er í sjónmáli.Gerum ekki þau mistök að hrópa á harðari refsingar. Það er bara popúlarísk blekking, -skyndilausn sem lítur vel út á pappír en leysir engan vanda.

 

Og eitt enn:

Óvenjumikið hefur verið af fréttum undanfarið af fólki sem nappað er af löggunni með barnaklám, og heljarinnar barnaklámshringi sem leystir hafa verið upp með tilheyrandi fjöldahandtökum.

Umræðan er komin á fleygiferð, en einkennist meira af hneykslan og hrópum á þyngri refsingar og útskúfun -og minna af tilraunum til að skilja vandann.

Ónákvæm hasarumfjöllun fjölmiðla bætir ekki úr skák, þar sem iðulega er bara hálf sagan sögð og enginn greinarmunur gerður á ephebófílíu og pedófíliu.

Það er ofboðslega mikil hætta á að pólitíkusarnir láti plata sig með á nornabrennuna. Þegar Hnoðri þorir ekki einusinni að tala fyrir opinskárri umræðu nema undir dulefni á litlu bloggi, hvaða stjórnmálamaður haldið þið að þori annað en að segja jájá og amen við siðapostulunum sem með trillingsglampa í augum hrópa á blóð?


14. Illa menntuð ríkisstjórn

Hnoðri var að grúska á Alþingisvefnum og varð heldur betur gáttaður þegar hann skoðaði æviágrip ráðherra hinnar nýju ríkisstjórnar.

  • Fjármálaráðherra er dýralæknir og fisksjúkdómafræðingur, og ekki að sjá að hann sé með meistaragráðu.
  • Viðskiptaráðherra er með BA í sögu og heimspeki
  • Landbúnaðarráðherra + sjávarútvegsráðherra er með BA í stjórnmálafræði
  • Heilbrigðisráðherra er með BA í stjórnmálafræði
  • Utanríkisráðherra er með Cand. Mag í sagnfræði (er ekki Cand. Mag. svona skemmri skírn í mastersgráðu?)
  • Félagsmálaráðherra er með verslunarskólapróf og mikla reynslu sem flugfreyja
  • Samgönguráðherra er með iðnskólapróf og kennarapróf
  • Umhverfisráðherra er með BA í stjórnmálafræði

 

Af 12 ráðherrum eru aðeins 4 með ígildi meistaragráðu, eða meira.

  • Þorgerður Katrín (menntamál) er með lögfræðipróf
  • Björn Bjarnason (dómsmrh) er með lögfræðipróf
  • Geir Haarde, þessi elska, er með tvær MA gráður frá virtum bandarískum háskólum. Aðra í hagfræði og hina í alþjóðastjórnmálum.
  • Össur Skarphéðins er með hæstu menntagráðuna, doktor í lífeðlisfræði, þó spurning er hversu vel það gagnast í iðnaðarráðuneytinu.

 

Hvernig er það, er gefið frat í gildi menntunar á Alþingi?

Eða er það kannski eftir pólitíkinni á Íslandi að láta fisksjúkdómafræðing sjá um fjármálin og heimspeking sjá um viðskiptin?

 

Blessaðir ráðherrarnir eru eflaust allir með mikla reynslu á bakinu úr nefndum og ráðum, og hafa ágætis vit á málaflokkunum sem þeir hafa verið settir yfir. Hins vegar hlýtur ítarleg og löng menntun í viðkomandi málaflokki að skapa miklu dýpri skilning og betri fótfestu fyrir ákvarðanir en reynsla af pólitísku karpi í sölum Alþingis.

Gerðar eru ríkar menntakröfur til lækna, lögfræðinga og endurskoðenda, enda varðar það mikla hagsmuni að þeir séu starfi sínu vaxnir. Enginn fær í dag stjórnunarstöðu hjá framsæknu fyrirtæki nema hafa amk mastersgráðu. Þetta er fólk sem stóla þarf á að þekki sitt svið til hlítar.

-Er kannski hægt að gera sömu kröfu til þingmanna, eða í það minnsta til ráðherra?

(smávægilegar villur lagfærðar 7. júlí 2007)


13. Aftur byrjar refsingakórinn. Hvað með forvarnir?

Aftur berast fréttir af barnaníðingum, og aftur byrjar moggabloggskórinn að viðra mis-gáfulegar skoðanir sínar og heimta morð og blóð.

Fólk sem þykir það hafa allra manna best vit á hvað er hið eina rétta siðferði umbreytist á augabragði í blóðþyrstan lýð sem vill refsa strax, spyrja spurninga síðar.

Fréttin á MBL.is er, eins og svo oft gerist, frekar grunn umfjöllun um efnið, og orðalag í fréttum BBC um efnið sömuleiðis ekki mjög afgerandi. En það kemur ekki í veg fyrir grimmdarlegar yfirlýsingarnar frá æstum lýðnum.

Áður en lengra er haldið, og áður en fólk fer að hrópa á að mér verði varpað á bálköstinn, er rétt að ég taki það fram að kynferðisleg misnotkun barns eða unglings er hörmulegur glæpur að mínu mati og getur sannarlega haft hræðileg áhrif á allt líf fórnarlambsins.

Hins vegar má deila um hvað er "barn" og hvað er "misnotkun" og hvað er "barnaklám" og þykir mér umræðan um þessi mál vera á villigötum. Tilfinningahitinn í umræðunni leggst saman við einfaldaða frásögn fjölmiðla sem síðan kemur í veg fyrir yfirvegaða og málefnalega umræðu þar sem virkilega er kafað ofan í málin.

Stór kór fólks hrópar jafnvel í geðshræringu á dauðarefsingu og pyntingar, en enginn reynir að fjalla um orsakir vandans, í hvaða aðstöðu þeir eru sem leiðast út í kynferðisbrot á börnum eða sækja í barnaklám, og enginn ræðir um hvort kannski geti forvarnaraðgerðir sem beinast að líklegum brotamönnum hindrað að þeir geri óra sína að veruleika.

Fjöldi stofnana og samtaka leita uppi brotamenn og veita fórnarlömbum stuðning, en enginn virðist sinna því að byrgja brunninn með öðru en hótunum, og bjóða þeim aðstoð sem telja sig eiga á hættu að þróa með sér kenndir sem ekki geta leitt af sér neitt gott.

Halda menn virkilega að hótanir um æ þyngri refsingar geti stöðvar kynferðislegar hvatir?

Man fólk eftir nýlegum fréttum frá Íran þar sem klámmyndaframleiðendur- og leikendur mega vænta dauðarefsingar? Sér fólk ekki hvert stefnir á endanum, þegar siðferðishysterían yfirgnæfir alla umræðu?

 

Eins og venjulega er auðveldara að dæma og refsa en að reyna að skilja og lækna.

 

Og aftur hef ég ástæðu til að rifja upp áhyggjur mínar af því hversu ónákvæm umræðan um "barnaklám" og "misnotkun barna" er.

Í sumum löndum er það kynferðisleg misnotkun á barni að eiga eðlileg og upplýst mök við 17 ára ungling.

Í mörgum löndum er það líka alvarlegt lögbrot að horfa á myndir af 17 ára ungling í kynferðislegum athöfnum, á meðan flestir sálfræðingar og mannfræðingar myndu vera sammála um að það er fullkomlega náttúrulegt og heilbrigt að laðast kynferðislega að einstaklingum á þessum aldri.

Það er reginmunur á að vera staðinn að því að eiga tölvu fulla af kynferðislegum myndum af unglingum, og að vera með tölvu fulla af kynferðislegum myndum af börnum. En enginn vill ræða um þennan mun.

Fréttir af "barnaníðingum" og "barnaklámi" gera ekki nógu skýran greinarmun á pedófílíu og ephebófílíu, en það er svosem ekkert nýtt að fréttamenn leggja meira upp úr æsingi og skrímslasögum en jarðbundinni umræðu.

Allt er sett undir sama hatt, og æstur lýðurinn sem þekkir oftar en ekki varla hálfa söguna hrópar á blóð, og ekkert svigrúm verður lengur fyrir upplýsta umræðu. Hver sem vogar sér að tala á móti kórnum er púaður niður og sakaður um allt illt.

Og á meðan gerist ekkert til að leysa vandann.


mbl.is Ekki vitað til þess að Íslendingar tengist barnaklámshring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

12. Frídagasvindlið mikla

Það var varla nokkuð jólafrí, páskafríið var í mýflugumynd og nú lendir 17. júní á sunnudegi!

Hvenær ætla déskotans stéttarfélögin að fara að vinna fyrir skerfinum sem þau hrifsa til sín úr launaumslaginu um hver mánaðamót og berjast fyrir annars fáum frídögum aðframkominna Íslendinga?

Fjöldamargar þjóðir hafa fyrir löngu fest það í lög eða kjarasamninga að frídögum fækki ekki þó að vikudagarnir raðist óheppilega niður á dagatalið. Það sem meira er, þá er frídögum hnikað til ef hentar, t.d. frídagur sem lendir á þriðjudegi tekinn út á mánudegi í staðinn, og þannig búin til löng helgi.

Það er svo gott að fá frídag. Ó, hvílík sæla! Lögbundnir frídagar eru svo einstaklega nærandi og hressandi. Þetta eru dagarnir sem maður sefur út og haldnar eru grillveislur og búnar til minningar í góðra vina hópi. Þetta eru dagarnir sem maður notar til að taka til í geymslunni eða skreppa í rómantískan bíltúr út fyrir bæjarmörkin.

Kroppurinn slakast allur, sálin hreinsast og ástin blómstrar.

Ósköp er illa með okkur farið, að vera rænd þessum dögum. Og það er fullvíst að nú sem aldrei fyrr veitir okkur ekki af hvíldinni.

Og hvaða máli skiptir það svosem fyrir hagkerfið þó fólk fái að taka frí aðeins oftar? Kaupum við eitthvað minna af sófasettum þó mublubúðirnar séu lokaðar í nokkra daga á ári? Fara bankarnir í keng ef að gjaldkerarnir fá að hvíla lúin bein aðeins oftar? Leggur fólk bara ekki inn á reikninginn næsta dag?

Það held ég þá svei mér að bætt lífsgæði og aukin vellíðan vegi upp á móti þeim agnarsmáu umframtekjum sem hagkerfið missir við það að leyfa fólki að eiga sína frídaga í friði.


mbl.is Hátíðahöld hafa gengið mjög vel um land allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

11. Annaðhvort einkabílamenning eða ekki

Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu snúast víst um "annaðhvort-eða", en málið varðar stærri spurningu en þá hvort á einum stað eigi að rísa mislæg gatnamót, eða á öðrum stað vera grafin göng.

Málið snýst um að taka afdráttarlausa afstöðu um hvort samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eiga að byggjast á einkabílum eða almenningssamgöngum.

Það vantar að skrefið sé stigið til fulls í aðra hvora áttina

-Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk noti almenningssamgöngur þegar langt er á milli vagna, leiðakerfið er gisið og miðaverð hátt. Með markvissum fjárfestingum þarf að eyða öllum þessum hindrunum til að almenningssamgöngur verði æskilegur ferðamáti

-Það er heldur ekki hægt að bjóða upp á einkabílinn sem valkost þegar tollar og opinber gjöld tvöfalda söluverð á bílum, og margfalda verðið á bensíni.

Bandaríkin eru bílaland, en þar getur líka hver sem er keypt sér nýjan bíl fyrir amk helmingi minna verð en boðið er upp á hérlendis, og bensínið kostar, að mig minnir, einn þriðja af því sem hér fær að viðgangast. Að reka einkabíl er raunhæf lausn, bæði fyrir þá blönku og þá fjáðu. Hægt er að kaupa einn bíl á hvern fjölskyldumeðlim ef því er að skipta, og þar sem tryggingar eru lágar er rekstrarkostnaðurinn ekki að sliga fólk. Þess vegna er ekki sama þörfin fyrir góðar almenningssamgöngur.

Lundúnir eru almenningssamgönguland. Þar er bensínið dýrt og háir innflutningstollar á bílum, og innan borgarmarkanna eru allskyns hömlur og gjöld lögð á umferð bíla. En að sama skapi er almenningssamgöngukerfið þétt, ferðir tíðar og fargjöld vel boðleg. Allir geta notað strætó eða lest á hvaða tíma sólarhringsins sem er, jafnt ríkir sem fátækir.

Í Reykjavík er stöðugt þrætt um samgöngumál, en reynt að fara báðar leiðir í einu -til hálfs- og árangurinn lélegur eftir því. Þeir sem lítið eiga af peningum hafa ekki efni á að reka bíl, og almenningssamgöngur eru ekki nægilega þægilegur ferðamáti fyrir hina til að segja skilið við einkabílinn. Síðan reynist gatnakerfið bara fara hálfa leið, og ekki gert til að bera uppi allan einkabílaflotann, svo bílaröðin nær frá Kringlunni og langleiðina inn í Garðabæ þegar umferðin er hvað þyngst.

Og eins og íslenskra stjórnmálamanna er siður reyna þeir að prútta og liðka til hér og þar, halda að það eitt að fella niður fargjöld leysi einhvern vanda, eða að það eitt að byggja mislæg gatnamót hér og þar lagi vanda bíleigenda.

Nei. Meðan skrefið er ekki stigið til fulls, í hvora áttina sem er, verður samgönguvandi í Reykjavík.


mbl.is Ekki spurning um annaðhvort eða, segir Gísli Marteinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband