75. Smáaurar, pokapeningar

Styrktarsjóður Baugs Grúp er ekki að úthluta nema smáaurum, ef litið er til þess hve svakalegt viðskitpaveldið er í sniðum. Raunar eru þetta svo litlir peningar, að jaðrar við að þeir ættu að skammast sín.

 

Til gamans skoðaði ég fréttasafn Baugs frá árinu 2007. Það árið var úthlutað tvisvar úr "Styrktarsjóði Baugs Group": 56,5 milljónum í febrúar, og 38,4 milljónum í ágúst. Samtals 94,9 milljónum.

Ég þykist nokkuð viss um að Baugur er ekki að gefa krónu fyrir utan það sem fer úr styrktarsjóðnum, enda yrði hver einasta peningagjöf örugglega blásin upp í fréttasafninu þeirra.

 

Myndu margir segja að það væri nú ekkert smáræði, nærri 100 milljónir á einu ári.

En gáum þá hvað Baugur er með í tekjur: Hagar einir og sér, þ.e. matvöruverslanareksturinn á Íslandi, skilaði á liðnu ári á aðeins 6 mánaða tímabili um 700 milljónum í hagnað skv. þeirra eigin fréttavef. Þá á Baugur góðan skerf í Teymi, FL group og 365 miðlum, sem á síðasta ári skiluðu öll hagnaði upp á milljarða og tugmilljarða hvert fyrir sig. Eru þá enn ótaldar fjárfestingar erlendis, sem eru ekkert smáræði.

Ætli 100 milljónir séu því ekki svona eins og  1-5% af árlegum hagnaði Baugs Grúp.

 

Til samanburðar má nefna að Pokasjóður úthlutar á ári ca 100 milljónum.


mbl.is 35,5 milljónum úthlutað úr Styrktarsjóði Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og fyrir utan það að vera smáaurar þá er hver einasta króna frádráttarbær frá skatti.

Alladin (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 02:10

2 Smámynd: Promotor Fidei

Að ég best veit eru gjafir til góðgerðarmála ekki frádráttarbærar frá skatti.

(Þær eru hins vegar frádráttarbærar í mörgum nágrannalöndum okkar, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga)

Góðgerðargjafir eru hins vegar frádráttarbærar frá tekjum fyrirtækisins, sem kostnaðarliður. Skattur á tekjur Baugs Grúp eru væntanlega 18%, svo "kostnaðurinn" af því að gefa 100 milljónir frekar en að eiga þær fyrir sjálfan sig er 82 milljónir.

Promotor Fidei, 7.2.2008 kl. 04:22

3 Smámynd: unglingur

Heyrðu ég náði ekki að kommenta á kennaraumræðuna hérna að neðan svo ég leyfi mér að troða inn kommenti hingað inn.

Vildi bara benda þér á að lesa Free To Choose eftir Milton Friedman. Einhver skemmtilegasta hugmyndin í þeirri bók er ávísanakerfið (e. voucher system) sem hann útlistaði fyrir skólagjöldum.

Það er alveg rétt að skólagjöld ala á misskiptingu menntunar og stéttaskiptingu. Hvorugt er þjóðfélagslega hagkvæmt. Þetta er helsti gallinn við skólagjaldakerfið í USA.

Hins vegar er hinn gallinn er ríkið rekur allt batteríið hvað það er mikil sóun. Hagkvæmnin er takmörkuð. Hence Norðurlöndin...

Kerfið sem Friedman stakk upp á (veit ekki betur en hann sé upphafsmaður þess) var að ríkið sendi ávísun til foreldranna sem síðan gætu niðurgreitt skólagjöld með henni og ekkert annað! Þannig þyrftu skólarnir að standa sig vel (hagkvæmni) og allir fengju tækifæri til náms.

Óneitanlega er ríkið gott til einhvers þótt vissulega mætti það vera MUN minna en í dag. 

unglingur, 11.2.2008 kl. 23:47

4 Smámynd: Promotor Fidei

Varðandi Ungling:

Voucher systemið held ég samt að komi ekki í veg fyrir "misskiptingu" nema að skólagjöld séu bönnuð eða takmörkuð með lögum (annars gera ávísanirnar ekki annað en skekkja verðið á markaði). En í slíku umhverfi erum við komin í þær ógöngur að ríkið er farið að stjórna verði á markaði, og þá ýmist að ávísanirnar eru hærri en þær þurfa að vera (og því of dýrar skattgreiðendum), eða að ávísanirnar verða of lágar, og duga ekki fyrir rekstrí á góðri menntastofnun.

Ávísanakerfi gæti hugsanlega verkað sem millistig meðan skipt væri yfir í markaðsrekið skólakerfi.

Ég minni svo á að í frjálsum markaði yrðu skólarnir reknir af miklu meiri hagkvæmni en nú, og kennslan miklu skilvirkari. Skólarnir myndu hafa svo mikið aukreitis að þeir gætu séð sóma sinn í að styrkja til skólagöngu þá sem af einhverjum sökum ættu erfitt með að borga skjólagjöldin -og ættu á annað borð erindi í nám.

Ég minni líka á að í skattlausu umhverfi hefðu frændur og frænkur, afar og ömmur, og fjölskylduvinir, miklu meira aukreitis til að styðja við bakið á krakkaormum sem eru svo óheppnir að foreldrar þeirra geta ekki nörlað saman fyrir skólagjöldum. Fólk út í bæ hefði líka meiri peninga aukreitis til að veita til frjálsra félagasamtaka sem hefðu það að starfa að hjálpa til við skólagöngu bágstaddra, og fyrirtæki gætu veitt foreldrum hagstæð lán til að fjárfesta í skólagöngu barnsins síns.

Smæð íslensks samfélags er, að mínu mati, oft vanmetin þegar kemur að hlutverki familíunnar og vinahópsins sem félagslegt öryggisnet. Nástæðan er svo mikil að við þurfum ekki ríkisrekið félagslegt kerfi til að gæta minnsta meðbróðurins. Það eru þá frekar risasamfélög eins og Bandaríkin, þar sem félagslegar og landfræðilegar óravíddir eru milli ríkra og fátækra, að getur verið meiri sans í ríksireknu velferðarkerfi.

Sama gildir hugsanlega einnig hjá mjög fátækum þjóðum með lágt menntastig, að gæti verið t.d. réttlætanlegt fyrir ríkið að slá á lán til að veita einni eða tveimur kynslóðum úrvalsmenntun -og þannig koma boltanum til að rúlla. Segja má að þetta skref hafi þegar verið stigið á Íslandi, og nú megi losa samfélagsvélina úr fjötrum ofanstjórnunar hins opinbera og leyfa maskínunni að ná þeim hámarksafköstum sem aðeins næst með frelsi.

Varðandi Laizzes:

Baugi ber vissulega engin skylda til að gefa neitt til góðgerðastarfsemi. Hins vegar er hlálegt að þar á bæ séu menn að blása sig út sem miklar góðgerðahetjur, og séu í margra augum hin örlátustu góðmenni -þegar þeir eru varla að skrapa nema brotabroti af tekjum sínum til góðgerðanna, en halda eftir margmilljörðum fyrir sig sjálfa.

Bandaríkjamenn gefa meira til góðgerðarmála fyrst og fremst vegna þess, held ég, að þeir eru ekki jafn klyfjaðir af skattpíningu og t.d. Íslendingar, og hafa því meira aukreitis til að gleðja og styðja aðra. Svo er hitt auðvitað brill, að draga má góðgerðagjafir að hluta eða heild frá sköttum, svo skattgreiðandinn getur ráðið því sjálfur hvar í samfélaginu peningarnir hans verða að gagni. Einstaklingnum er jú best treystandi til að verja peningunum þar sem hann fær mest fyrir peninginn -á meðan pólitíkusinn hefur allt aðrar hvatir að baki sínum ákvörðunum.

Promotor Fidei, 12.2.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband