88. Hvernig væri að ala börnin upp?

Sem betur fer þarf enginn að fylgja þessum leiðbeinandi tillögum Umboðsmanns barna og talsmanns neytenda.

Enda er hugsunin í þeim kolröng.

Á þetta að vera hluti af aðgerðum til að "ýta undir heilbrigðari lífsstíl" og "jákvæðari líkamsímynd", skv. fréttatilkynningu

En vernig væri að ýta undir það að foreldrar ali börnin sín upp, og kenni þeim að það þarf ekki að kaupa og éta allt það nammi sem fyrir augu ber?

Óhollar freistingar eru víða í lífinu. Eina leiðin til að tileinka sér "heilbrigðan lífsstíl" er að læra að standast þessar freistingar, frekar en að biðja hið opinbera um að fela fyrir okkur freistingarnar, eins og ofverndandi móðir.

 

Eitt sumarið slysaðist ég til að vinna á kassa í matvöruverslun. Gerðist það einn daginn að móðir með smákrakka í eftirdragi fnæsti á mig, og sagðist ekki ætla að borga fyrir nammið sem krakkinn hafði safnað sér í poka á nammibar í búðinni.

Henni þótti það vera versluninni að kenna að barnið ákvað að skammta sér nammi, frekar en því að hún hefði ekki alið barnið sitt nógu vel upp og haft gætur á því í búðinni.

Hún verðlaunaði svo krakkann með namminu sem hann hafði sótt sér án þess að biðja nokkurn um leyfi, frekar en að nýta þetta gullna tækifæri til að kenna honum að hlutir sem maður tekur úr búðum kosta, og að lagalega séð ræður mamma hvenær nammitíminn er, amk til 18 ára aldurs.

 

Þá minnist auðvitað enginn á hagsmuni fullorðinna sem vilja hafa gott aðgengi að sælgæti í verslunum. Mér þykir nammi gott, og ég borða það í hófi (enda vel upp alinn). Mér þykir gaman að dekra við sjálfan mig með einu súkkulaðistykki eða nammipoka sem ég vel úr áberandi nammihillum verslana.

Stefnir þróunin í að ég þurfi að biðja búðarlokurnar um að sækja nammipoka handa mér úr læstum og földum skáp, af því foreldrar landsins treysta sér ekki til að ráða við börnin ef þau sjá glytta í nammi?


mbl.is Vilja gos og sælgæti frá kössum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ ég bara varð að setja inn komment hjá þér, við fyrstu lesningu giska ég á að þú átt ekkert barn.

Ég á 3stk og eru þau öll vel upp alin skal ég segja þér, ég er með nammi dag einu sinni í viku á laugardögum og er það popp-bland og svali.

En allavega svo að við snúum okkur að namminu í búðunum þá finnst mér það alveg óþolandi að þetta sé þarna þar sem þau geta tekið sér af því ég er mamman sem er alltaf að ná í krakkana (3stk) að þessum bölvaða nammi bar endalaust, ég tala við þau útí bíl áður en farið er inn að sá sem tekur nammi fer útí bíl aftur og bíður þar, ég læt þau skila, ein búðarferð sem ætti ekki að taka lengri tíma en 20mín er orðin allavega klukkutími. Ég er ein með 3 börn vinna 100% vinnu og fer ca 1-2 x í viku í búðina eftir vinnu og það er alveg hrillingur þegar 60% af tímanum fer að vakta nammibarinn,  og þetta hefur ekkert með uppeldi að gera, ekki baun, ég á mjög vel upp alin börn sem eru sofnuð alltaf 20.30 Borða alltaf hollann mat og mikið af grænmeti og ávöxtum og eru dugleg, kurteis og ofsalega góðir krakkar. Svo að allavega hjá mér hefur þetta ekkert með uppeldi að gera... Ég styð alveg 100% að taka þetta burtu..

Sigrún (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: corvus corax

Þetta hefur allt með uppeldi að gera, eða ber verslunareigandinn ábyrgðina? Ég á 5 börn og er ekki í neinum vandræðum með nammibarina í búðunum. Hverslags bull er þetta?

corvus corax, 23.5.2008 kl. 10:49

3 Smámynd: Promotor Fidei

Jájá, þetta er agalega erfitt lif hjá þér Sigrún

En mér þykir þetta hreinlega ekki sannfærandi.

Og hvert á svo forræðishyggjan og ofverndunin að leiða okkur næst? Ætti að banna útstillingar í gluggum leikfangaverslana? Ætti að hafa 18 ára aldurstakmark inn í gæludýrabúðir? Á að breiða svartan dúk yfir nammisöluna í kvikmyndahúsunum þegar baramyndir eru sýndar?

Ef þetta er svona erfitt, skildu þá krakkaormana bara eftir úti í bíl allasaman. Ekki skerða aðgengi annarra að eftirsóknarverðri þjónustu bara vegna þess að þér gengur ekki að tjónka við gengið ef að sést í nammi í búðinni.

Og p.s. popp-bland og svali? Hverskonar skelfilegur nammidagur er það eiginlgea? Hvað er það þá sem börnin þurfað borða á virkum dögum, ef þetta á að heita nammi? Hrökkbrauð og vatn?

Promotor Fidei, 23.5.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband