Færsluflokkur: Bloggar
23.5.2008 | 10:41
89. En hlutirnir eru ekki svona svart-hvítir
Gefa þarf nokkrum atriðum gaum áður en ofverndandi og paranoísk skólalög taka gildi.
1. "barna"-klám og eðlileg kynhegðun?
Skv. lögum er það barnaklám sem sýnir fólk yngra en 18 ára með kynferðislegum hætti. Hins vegar myndu flestir fræðimenn vera sammála um að það er eðlilegt mannskepnunni að laðast kynferðislega að mun yngri einstaklingum. Náttúran hefur innprentað okkur að þykja táningar vænlegir til að búa til börn um leið og þeir ná kynþroska.
Blessunarlega tekur löggjafinn tillit til þessa með því að gera það ekki að glæp að sænga hjá ungu fólki allt niður í 15 ára aldur. Hins vegar má spyrja hvort verið sé að refsa fólki fyrir heilbrigða og eðlilega hegðun sem sækir í kynferðislegt efni sem sýnir táninga undir 18 ára aldri.
Málið er vitaskuld flókið og marghliða, en menn sem dæmdir eru fyrir "vörslu barnakláms" þar sem sjá má t.d. 17 ára ungling eru ekki endilega með afbrigiðilegar kynhvatir og því ekki endilega líklegri til að brjóta kynferðislega gegn nokkrum manni en sá sem sækir í klámefni sem sýnir eldri einstaklinga.
2.
Menn geta gerst brotlegir við kynferðisbrotakafla með ýmsum hætti. Ef, til dæmis, 16 ára einstaklingur sængar hjá 13 ára, er sá fyrrnefndi búinn að brjóta lögin. Ef stráksi eða stelpa fengi svo metnað til að gerast góður kennari síðar á lífsleiðinni, væri honum s.kv. hljóðan laganna meinað að sinna því starfi vegna kynferðislegra glappaskota á táningsárum.
Löggæsluyfirvöld í móralískasta landi heims, hinum stríðsglöðu Bandaríkjum, eru að stunda það í dag að blekkja fólk inn á síður sem gefið er í skyn að innihaldi barnaklám. Í framhaldinu er sérsveitin send heim til fólksins sem er handtekið fyrir "tilraun til að sækja barnaklám".
Löggimann er jafnvel að setja agnarsmáar myndir á staði á gildruvefsíðum sem enginn tekur eftir, og handtekur fólk sem slysast inn á þessar síður í framhaldinu fyrir vörslu barnakláms, sem kalla mætti nanó-klám.
(Verst að ég get ekki fundið hlekk í fréttina um þetta)
Alltént, er kjarni málsins sá að menn geta gerst brotlegir við kynferðisbrotalög án þess þó að nokkur heilvita manneskja myndi halda því fram að af þeim stafaði nokkur hætta, og að þeir séu annað en fullkomlega hæfir til að sinna kennslu.
Þegar svona svart-hvítar reglur eru settar er löggjafinn að taka af skólastjórnendum tæki til að beita kommonsens til að velja þann sem hæfastur er til að sinna kennslunni.
3.
Það er svo rétt að geta þess í framhjáhlaupi að það er alls ekki sjálfgefið að kynferðislegt samband milli nemanda og starfsmanns skóla sé slæmt, ljótt og skelfilegt.
Mikið tabú vofir yfir allir umræðu um ungmenni, fullorðna og kynferðismál á Íslandi, en fyrstaárs sálfræðinemar gætu sagt þjóðarsálinni sitthvað um það hvað veldur því að samhljómur verður í samfélagi um að fordæma ákveðna hegðun sem tabú. (öfund, vanmáttarkennd osfrv)
Ástir unglings og fullorðins geta verið jafnhreinar og fallegar og ástir milli hinna sem uppfylla siðferðislegar kröfur samfélagsins um aldursmun. Ástir unglings og kennara við skóla þurfa ekki að raska neinum hagsmunum, ef þess er gætt að unglingurinn sitji ekki tíma og þreyti ekki próf hjá elskhuga sínum.
Framhaldsskólar eiga að vera skóli fyrir lífið, og felst sá undirbúningur ekki í að skapa kynferðislega sterílt umhverfi þar sem alið er á kynferðislegum aldursfordómum.
Blessunarlega erum við ekki komin á sama stig og kaninn, þar sem kennarar við háskóla eru umsvifalaust reknir ef þeir eiga í einhverjum tygjum við einhvern nemanda í skólanum. Þess þekkjast líka dæmi úr íslensku skólakerfi að farsæl sambönd hafi orðið til milli nemanda og kennara við sama skólann.
Við þurfum samt að hafa á þessum málum gætur, því umræða og ákvarðanataka á Íslandi virðist hægt og bítandi vera að færa okkur nær siðferðishysteríumódelinu ameríska.
Ofbeldismenn ekki í skólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 10:00
88. Hvernig væri að ala börnin upp?
Sem betur fer þarf enginn að fylgja þessum leiðbeinandi tillögum Umboðsmanns barna og talsmanns neytenda.
Enda er hugsunin í þeim kolröng.
Á þetta að vera hluti af aðgerðum til að "ýta undir heilbrigðari lífsstíl" og "jákvæðari líkamsímynd", skv. fréttatilkynningu
En vernig væri að ýta undir það að foreldrar ali börnin sín upp, og kenni þeim að það þarf ekki að kaupa og éta allt það nammi sem fyrir augu ber?
Óhollar freistingar eru víða í lífinu. Eina leiðin til að tileinka sér "heilbrigðan lífsstíl" er að læra að standast þessar freistingar, frekar en að biðja hið opinbera um að fela fyrir okkur freistingarnar, eins og ofverndandi móðir.
Eitt sumarið slysaðist ég til að vinna á kassa í matvöruverslun. Gerðist það einn daginn að móðir með smákrakka í eftirdragi fnæsti á mig, og sagðist ekki ætla að borga fyrir nammið sem krakkinn hafði safnað sér í poka á nammibar í búðinni.
Henni þótti það vera versluninni að kenna að barnið ákvað að skammta sér nammi, frekar en því að hún hefði ekki alið barnið sitt nógu vel upp og haft gætur á því í búðinni.
Hún verðlaunaði svo krakkann með namminu sem hann hafði sótt sér án þess að biðja nokkurn um leyfi, frekar en að nýta þetta gullna tækifæri til að kenna honum að hlutir sem maður tekur úr búðum kosta, og að lagalega séð ræður mamma hvenær nammitíminn er, amk til 18 ára aldurs.
Þá minnist auðvitað enginn á hagsmuni fullorðinna sem vilja hafa gott aðgengi að sælgæti í verslunum. Mér þykir nammi gott, og ég borða það í hófi (enda vel upp alinn). Mér þykir gaman að dekra við sjálfan mig með einu súkkulaðistykki eða nammipoka sem ég vel úr áberandi nammihillum verslana.
Stefnir þróunin í að ég þurfi að biðja búðarlokurnar um að sækja nammipoka handa mér úr læstum og földum skáp, af því foreldrar landsins treysta sér ekki til að ráða við börnin ef þau sjá glytta í nammi?
Vilja gos og sælgæti frá kössum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2008 | 10:48
87. Einföld leið til að stórauka samkeppni og lækka verð: fellum niður tollskýrslugjald Póstsins
Fáir gera sér grein fyrir, fyrr en á reynir, að greiða þarf Póstinum sérstakt "þjónustugjald" þegar tekið er á móti tollskyldri vöru erlendis frá.
Þetta gjald leggst ofan á póstburðargjöldin, og er auðvitað í engu samræmi við kostnað Póstsins af tollafgreiðslunni.
Samkvæmt heimasíðu Póstsinser þetta þjónustugjald nú 450 kr. fyrir "einfalda skýrslu", en gjaldið getur hæglega farið upp í 2.500 kr, og uppúr. (Gjaldið er hærra hjá hraðpóstþjónustum eins og DHL)
Þetta gjald þýðir í raun að það verður margfalt óhagstæðara að kaupa erlendis frá stakar vörur, og hlutfallslega óhagstæðast fyrir vörur sem kosta 1000 til 3000kr, eða þar um bil.
Þetta gjald sem neytendur borga fyrir þá skelfilegu þjónustu að fá að borga tolla, dregur úr möguleikum okkar á að njóta lágrar álagningar á vöru erlendis.
Verðþrýstingur á Íslenska smásala minnkar sem því nemur, og myndu lögmál hagfræðinnar kenna okkur að vegna þessa þjónustugjalds er öll smávara á Íslandi í raun 450 kr dýrari út úr búð en hún þyrfti að vera. Í tilviki vöru sem kostar á milli 1000-3000 kr út úr búð á Íslandi er þetta að þýða að smásali getur lagt á einhversstaðar á bilinu 200-500% álagningu á innkaupsverð áður en hann þarf að hafa áhyggjur af erlendri verðsamkeppni.
Hér eru nokkur dæmi um hvernig þetta þjónustugjald hefur áhrif á verðlag:
Mynd 1: Samanburður á verði á leiknum Assassins Creed fyrir PS3 ef leikurinn er keyptur á Amazon.com annars vegar og sendur með USPS International Flat Rate Envelope, og hins vegar ef leikurinn er keyptur í BT, m.v. verðlista á heimasíðu þeirra
Eins og sést er verðlagið í BT stjarnfræðilega út úr kú miðað við verðið á Amazon. Útsöluverðið er nærri fjórfalt hærra í B2, og jafnvel þegar búið er að leggja á flutningskostnað, tolla virðisaukaskatt, gjöld og tollafgreiðslugjald, er varan keypt á Amazon næstum 50% ódýrari en ef varan er keypt í BT
Eftir á að hyggja er þetta ekki besta dæmið til að lýsa áhrifum tollþjónustugjaldsins og lýsir frekar gengdarlausri álagningu íslenskra verslana. Ég miða í dæminu hér að ofan við ódýran póstsendingarvalkost, svo pakkinn er um 6-10 daga að berast, en það mætti í raun kaupa rándýra hraðsendingarþjónustu og fá leikinn á 1-2 dögum, en samt spara heilmikið miðað við verðið í BT
Mynd 2: Samanburður á vöru sem myndi kosta 2500 kr út úr búð á Íslandi, og 2500 kr komin í hendurnar á kaupanda á Íslandi, keypt erlendis frá
Hér erum við með ódýrari vöru en í fyrra dæminu, og áhrif tollþjónustugjaldsins og sendingarkostnaðar eru því hlutfallslega hærri. Það sést líka að útsöluverðið á vörunni sem er keypt erlendis þarf þá að vera rétt rúmlega 1/5 af útsöluverði á Íslandi til að smásali á Íslandi þurfi að hafa áhyggjur af því að viðskiptavinir leiti erlendis eftir sömu vöru.
Eins og sést á mynd nr 1, þá fer það hins vegar oft nærri lagi að verðið á Íslandi sé einmitt fjórfalt-fimmfalt hærra en í betri netverslunum vestanhafs.
Smásali getur leyft sér álagningu upp á 200-300% áður en hann þarf að hafa áhyggjur af erlendri samkeppni.
Mynd 3: Samanburður á vöru sem kostar 2.500 kr ef ekkert tollþjónustugjald er lagt á
Hér sjáum við loks dæmið þegar tollþjónustugjald hefur verið fellt niður. Þá þarf varan erlendis aðeins að kosta um 2/5 af útsöluverði á Íslandi.
Hérna getur íslenski smásalinn aðeins leyft sér rétt rúmlega 100% álagningu á innkaupsverð áður en hann þarf að hafa áhyggjur af erlendri verðsamkeppni.
Samantekt:
Tollþjónustugjald póstfyrirtækjanna er út úr kú, og engan veginn hægt að halda því fram að kostnaður póstsins við afgreiðslu á litlum böggli sé 450 kr (það tekur ekki 5 mínútur!) Þá hefði maður ætlað að póstburðargjaldið og tollupphæðin ættu að duga til að standa straum af allri meðhöndlun sendingarinnar.
Þetta gjald dregur stórlega úr verðsamkeppni innlendra smásala við erlenda, sér í lagi þegar um er að ræða ódýra vöru, t.d. á verðbilinu 1000-3000 kr.
Ef þetta tollþjónustugjald yrði afnumið þá yrði miklu meiri verðsamkeppni á íslenskum markaði, og verslunareigendur kæmust ekki upp með jafngengdarlausa álagningu og nú.
Mesta verðbólga í tæp 18 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2008 | 01:13
86. Margt undarlegt með stúdentaíbúðirnar
Ég gerist svo glannalegur að segja að þessar fréttir komi mér ekki á óvart, þó sárlega vanti nánari upplýsingar í greinina á Mbl.is
Að því ég kemst næst er það söfnunarfé frá Happdrætti háskólans sem stendur undir stórum hluta kostnaðar við byggingar stúdentaíbúða. Þá á víst leigan að vera á kostnaðarverði líka.
Ég hef ekki enn getað skilið hvernig á því stendur að apparat sem leigir út á kostnaðarveðri, og fær í ofanálag milljónir á milljónir ofan í happadrættistekjur, skuli ekki geta haft nóg framboð af námsmannahúsnæði til að anna eftirspurn.
Að biðlistar upp á hundruðir manns árlega skuli fá að viðgangast, þegar íbúðirnar eru ekki leigðar út í tapi, er með öllu óskiljanlegt. Ef bissnesmódelið fúnkeraði eins og það á að gera, þá væri löngu búið að kaupa upp allar íbúðir í nágrenni háskólanna, eða byggð hugguleg og hagkvæm hús, og íbúðirnar leigðar á mun lægra verði til nemenda en raunin er.
Þegar maður svo rýnir í heimasíðu Bygginafélagsins, skín í gegn ógagnsæið. Engar upplýsingar er þar að finna um fjárhag félagsins, tekjustofna, og ársskýrslur. Er nema von, að eitthvað vafasamt gerist þegar engin krafa virðist hafa verið gerð um sýnileika út á við um innri mál félagsins.
Þetta er svo auðvitað bara eitt dæmi af mörgum. Hversu margar nefndir og félög eru ekki starfandi hér og þar, með lélegt peningaeftirlit og fullt af undarlegum færslum? Hversu margar hundruðir milljóna eru ekki að hverfa í svona "þægilegar" stofnanir eins og Byggingafélagið?
Fjármálamisferli kært | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2008 | 15:29
85. Er Dharma-bloggið hætt?
Ég hef verið óvenjulatur að lesa blogginn síðustu vikurnar og mánuðina. Brá mér heldur betur þegar ég ætlaði í dag, laugardagsfrídaginn 19. apríl, að kíkja á Dharma-bloggið, project-dharma.blog.is
Það virðist sem bloggið sé horfið af yfirborði jarðar, og hef ég hvergi getað googlað fram einhverja skýringu.
Þykir mér leitt að missa þetta afbragðsgóða og þarfa blogg úr annars grámyglulegu litrófi íslenska bloggheimsins.
Þekkir einhver skýringuna á hvarfi Dharma? Gerðist eitthvað dramatískt, eða var þetta bara þessi venjulega sparka-í-dauðan-hest -þreyta sem hlýtur að plaga hvern þann sem reynir að segja íslensku þjóðinni og stjórnmálamönnunum til syndanna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.4.2008 | 21:51
84. Gullmoli úr netheimum
Eftir alllanga fjarveru frá blogginu, smá moli
og gullmoli auðvitað.
John Adams: The Chairman Dances
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2008 | 19:56
83. Lýðurinn fordæmir morð og kalla á ...morð?
Stundum veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta yfir vitleysunni sem kemur frá "almenningi".
Eða er það eitthvað minna en óborganlegt að hneykslast svo og fordæma morðingja og nauðgara fyrir allt siðleysið, en þykjast um leið vera allra borgara réttlátastur og siðaðastur að kalla eftir því að maðurinn verði sjálfur drepinn, og helst píndur í leiðinni?
Að vilja ná fram hefndum, gjalda líku líkt, er ein af okkar sterkustu frum hvötum. En eins og með margar skyndihvatir okkar þá er ekki endilega neinum greiði gerður með því að fylgja þeim eftir.
Fyrir það fyrsta er það alls ekki nein ávísun á bætta líðan þolenda og minni missi að sjá gerandann gjalda í sömu mynt fyrir brot sín. Þeir okkar sem þykja mest andlega þroskaðir vita að það hefst meira með æðruleysi, fyrirgefningu og skilningi en með heift og bræði.
Svo er alltaf sú hætta til staðar að saklaus maður sé dæmdur sekur. Sú hætta ein og sér ætti að duga til þess að við slepptum dauðarefsingunni, enda værum við orðin verri en verstu glæpamenn, ef ríkið myndi þó ekki væri nema einu sinni drepa saklausan mann.
Í þriðja lagi er dauðarefsing ekki "ódýrari" en lífstíðarfangelsi, eins og menn hafa byrjað að átta sig á vestanhafs. Kringum dauðarefsinguna er nefnilega mikið prósess, endalausar meðferðir hjá dómstólum og lögfræðingum, áfrýjanir, mildanir, rannsóknir, vitnaleiðslur, sérfræðiálit, osfrv. Kostnaðurinn við ævilangt fangelsi er miklu mun minni fyrir hið opinbera.
Ég læt fljóta með tengla í heimildarmynd um Truth and Reconciliation Commissjónið í Suður-Afríku, svona til að gefa tóninn
Vilja að dauðarefsing verði tekin upp að nýju í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2008 | 16:13
82. Fleiri fulltrúar sendir í "rannsóknarferðir" til Mið-Evrópu
Er minnið að bregðast mér, eða er ekki frekar stutt síðan heilu hjarðirnar af borgarfulltrúum fóru í bráðnauðsynlega rannsóknarferð í boði skattgreiðenda, um hásumar, að heimsækja ýmsar borgir Evrópu til að "kynna sér lestarsamgöngur"?
Hvernig var það? Komu engar niðurstöður úr þeim "rannsóknum", eða var of mikið slæpst á kaffihúsunum í blíðunni í Mið-Evrópu, eða of mikið verslað í ódýru búðunum sem við Íslendingar fáum bara að kynnast á ferðalögum?
Eða er þetta bara leikur, að varpa fram hugmyndum um "léttlestir" og Keflavíkurlínu, svona svo borgarfulltrúarnir fái sumarfrí í boði borgarbúa?
Jafnhuggulegt og það væri annars að hafa Reykjavík eins og Vínarborg, og samgöngur frá Reykjavík út í Keflavík jafngóðar og samgöngur frá Lundúnum til Heathrow -þá eru slíkar hugmyndir einfaldlega langt frá því að geta verið hagkvæmar.
Fyrir það fyrsta eru "léttlestar" ekki liprasti samgöngumátinn. Þú getur ekki breytt leiðakerfinu eftir að búið er að leggja teinana, og það fer mikið fyrir lestunum á götunum. Maður getur séð fyrir sér að ef að bílslys eða hálka gerir part úr brautarkerfinu ónothæfan, þá festist allt kerfið, því ekki geta "léttlestarnar" ekið í kringum fyrirstöðuna.
Ef einn vagninn bilar, þá stöðvar hann allt kerfið, og getur þar að auki valdið miklum tappa fyrir alla bílaumferð.
Þá myndi væntanlega þurfa alveg sérstakar lausnir (og þær ekki ódýrar) til að láta lestarnar fúnkera í íslensku veðurfari, svo að snjór og hliðarvindur geri þær ekki óbrúkanlegar.
Lest til Keflavíkur yrði rándýr lausn. Ef biðstöðvarnar í Reykjavík ættu að vera einhversstaðar nær miðbænum en við Rauðavatn myndi væntanlega þurfa að grafa ferlíkið niður í jörðu og leggja í stokkum niður í miðbæ.
Lest, hvort sem hún væri neðanjarðar eða ekki, myndi kosta tugi eða hundruðir milljarða, og leiðakerfið yrði líklega mun, mun gisnara en er nú með rútuferðum, því ekki eru nógu margir farþegar til staðar til að standa undir tíðari lestarferðum.
Keflvíkingar sjálfir myndu ekki nota lestina til að fara í bæinn til vinnu eða náms, enda svarar það ekki ávinningi af ferðalagi með hraðlest, að vera síðan bíllaus í Reykjavík, og háður ónothæfu strætókerfinu eða tveimur jafnfljótum, og það í öllu slabbinu, rokinu og viðbjóðnum.
Strætó og rútur eru því miklu mun hagkvæmari og skilvirkari valkostur í almenningssamgöngum innan höfuðborgarinnar og út í keflavik. Að vísu skortir strætó og rútu alla rómantík, en Miðevrópurómantíkin væri of dýru verði keypt, ef leggja ætti tugi og hundruðir milljarða í byggingu lestarkerfis.
Lausnin er að fella niður gjöld og skatta á bílum og bensíni. Þá getur hver sem er haft efni á að reka bíl, meira að segja öryrkjar og atvinnuleysingjar, og fátækir námsmenn. Þannig kemst fólk hraðast og þægilegast milli staða, og mun hagkvæmar.
Vilja láta skoða möguleika á lestarsamgöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2008 | 16:43
81. Blautur draumur hins valdagráðuga vinstrimanns
1. Við þurfum ekki að ganga í ESB eða neitt annað félag til að taka upp nýjan gjaldmiðil. Það er ekkert sem bannar okkur að taka þá ákvörðun að nota evru, dollar, nú eða svissneska franka eða japönsk yen. Við mættum jafnvel taka upp Argentínskan pesósa án þess að þurfa nokkuð að ræða málin við stjórnvöld í Buenos Aires.
Það er væntanlega farsælast að hafa mynt sem hreyfist ekki of mikið úr takti við okkar helstu viðskiptasvæði. Slíkt gerir öll viðskipti töluvert fyrirsjáanlegri, og minnkar aukinheldur kostnaðinn við gengiskaup og -sölu, og við bókhald.
Best er auðvitað að markaðurinn fái sjálfur frelsi til að nota þann gjaldmiðil sem hentar best, frekar en að ákvörðun um slíkt verði tekin ofanfrá.
2. Það síðasta sem við þurfum er að ganga inn í ESB. Við njótum nú þegar allra þeirra fríðinda sem aðild að sameiginlegum markaði hefur í för með sér, og berum kannski, ef eitthvað er, fullmikla byrði af því reglugerðafargani sem þaðan streymir.
ESB er stjórnlaus stofnun og spillt. Þar sitja embættismenn sem taka stjórar og áhrifaríkar ákvarðanir sem kosta milljarða á milljarða ofan. Þessir sömu embættismenn bera hins vegar enga ábyrgð á gjörðum sínum, enda eru þeir ekki kosnir af kjósendum, heldur skipaðir.
Frá ESB flæðir endalaust magn af reglum, boðum, bönnum, dómum, úrskurðum, álitum, stöðlum. Það er ekkert að sem heitir að einfalda og skýra, enda hafa bjúrókratarnir hjá ESB hagsmuna að gæta í því að hafa sem mestar og lengstar skýrslur að skrifa.
Í ESB hverfa peningar. Í fjöldamörg ár hafa endurskoðendur ekki verið fáanlegir til að kvitta fyrir bókhald Evrópusambandsins, svo margar eru gloppurnar.
-Og þess vegna eru valdagráðugir bjúrókratistar eins og Samfylkingarmenn mjög svo svag fyrir ESB. Þar sjá þeir ekki aðeins tækifæri til að hafa vit fyrir almenningi, heldur líka tækifæri til að koma sér og sínum vel fyrir í alls kyns nefndum, ráðum og deildum. Þar geta þeir, ef illa gengur í pólitíkinni uppi á skeri, komið sér vel fyrir bak við skjalaskáp og notið blíðunnar í Mið-Evrópu.
Hann Nigel Farage er bráðskemmtilegur ESB pólitíkus, og sérstakur -ef ekki einstakur- fyrir þær sakir að vera gjarn á að benda á þá stóru galla sem eru á starfi ESB, frekar en að sanka að sér og sínum peningum og völdum eins og flestir aðrir fulltrúar við ESB virðast hrifnir af að gera.
Sjaldan er góð vísa of oft kveðin, og gott að leyfa Nigel að veita lesendum hnoðrabloggs smá innsýn inn í ESB:
Eina leiðin að sækja um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2008 | 20:15
80. Svo mörg skref í ranga átt
Hvar á maður að byrja á tillögum ríkisstjórnarinnar?
1.
Í stað þess að hækka persónuafslátt og hækka barnabætur og húsaleigubætur hefði verið gáfulegra að hreinlega afnema bótakerfið og snarlækka skattprósentu á launum.
Afsláttarkerfið verkar í raun til þess að markaðurinn stillir sig þannig af að þeir lægstu launuðu hafa litla sem enga möguleika á að auka tekjur sínar með aukinni vinnu. Ríkið er búið að ákveða, ofanfrá, hvar mörkin eru dregin við "eðlileg laun", og klípur síðan um helminginn af hverri vinnustund umfram "eðlilega vinnuviku".
Bótakerfið skekkir aðeins verð á fasteignamarkaði enn frekar (bæði kaupmarkaðinn og leigumarkaðinn) og hvetur til óhagkvæmra ákvarðana um barneignir.
Með lágri flatri skattprósentu hefur fólk frelsið til að auka tekjur sínar ef það þarf þess, það fær að njóta ávaxta erfiðis síns, og ráðstafa tekjum sínum og fjárfestingum eins og hagsmunum þeirra hentar best, á markaði sem einkennist af eðlilegu samhengi framboðs og eftirspurnar, og þar af leiðandi eðlilegri verðmyndun.
2.
Lækkun á tollum og vörugjöldum, og lækkun tekjuskatts fyrirtækja úr 18 í 15% -gott mál, en ganga þarf miklu lengra. Burt með alla tolla og hömlur -það á ekki að stýra neyslu okkar ofanfrá, enda vitum við betur hvað er okkur fyrir bestu en nokkur ráðuneytisnefnd. Það á ekki heldur að vernda óhagkvæman rekstur, s.s. eins og fær að viðgangast í landbúnaði -allir tapa á slíku dútli, og mest þeir sem taka við styrkjunum.
Burt með tollana, svo við getum öll, og þó ekki síst þeir sem minnst hafa, notið ódýrra og góðra matvæla úr öllum heimshornum.
3.
Niðurfelling stimpilgjalda við fyrstu íbúðakaup, og húsnæðissparnaðarkerfi: Stimpilgjöld eru auðvitað bara skattur, og raunar alveg út úr kú. Enginn ætti að þurfa að borga stimpilgjöld, nema ef vera skyldi afgreiðslugjald upp á nokkur hundruð krónur til að ganga frá skráningum í opinber skjalasöfn.
Það er skítalykt af húsnæðissparnaðarkerfi. Allt slíkt verkar í raun bara til að skekkja markaðinn enn frekar, og þegar maður pælir í því, þá verður slíkt kerfi -lagt saman við stimpilgjaldafslátt af fyrstu íbúðakaupum- líklega til þess að ungt fólk hefur óeðlilegan hvata til að kaupa sér fyrstu íbúð sem er mun dýrari en þau hafa í raun efni á.
4.
Atvinnuleysisbætur hækka til samræmis við lægstu laun, hækkun á bótum almannatrygginga: afætujól. Það á að afnema félagslega bótakerfið, um leið og við afnemum alla skatta. Fólk hefur þá meira en nóg aflögu til að rétta ættingjum sínum og vinum hjálparhönd í erfiðleikum (í núverandi kerfi erum við svo niðurnjörvuð af sköttum að við erum algjörlega háð fátæktargildru bótakerfisins).
5.
Áfallatrygging: nýr skattur, sem nefndir, stýrihópar og ráð munu örugglega ná að nota á óendanlega óhagkvæman og flókinn máta.
6.
Menntunarmarkmið: aftur, hið opinbera á ekkert með að skipta sér af því hvernig fólk telur sér best borgið á markaði. Sumir þurfa ekki stúdentspróf eða iðnmenntun til að geta fúnkerað fínt á vinnumarkaði. Ríkið á heldur ekkert með að vera að eyða peningum í símenntun og fullorðinsfræðslu -markaðurinn getur séð um slíkt sjálfur, og gætir þá hagkvæmni.
Einstaklingurinn er best hæfur sjálfur til að vita hvort borgar sig fyrir hann eða ekki að mennta sig, og þá hvar og hvernig og hvenær. Ef hið opinbera hætti að skattpína okkur í bak og fyrir þá hefðum við meira aukreitis til að borga þessa menntun okkar sjálf, og myndum líka njóta jafnóðum ávinningsins af þeirri framleiðniaukningu sem hlýst af menntuninni (eða gjalda fyrir það ef við bárum ekki vit til að velja okkur nám sem gerði okkur eftirsóknarverðari og afkastameiri á markaði).
Sumsé, fjöldamörg skrefi tekin í átt að meiri ofanstjórnun. Það kerfi styrkt í sessi sem verkar letjandi á fólk að auka framleiðni og taka sjálft ákvarðanir um eigin velferð. Möguleikar fólks á að hjálpa sér og sínum sjálft gerðir að engu, og allir orðnir háðir því að betla velferðarþjónustu af ríkinu.
Æ, þessir kjánar í ríkisstjórn...
Æ, þessir kjánar sem kjósa svona yfir sig...
Stöðugleiki meginmarkmiðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)